Hægt að komast í myndavél, hljóðnema og dagatal í tengslum við ferðagjöf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 12:20 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. Ferðagjöfinni var miðlað til landsmanna með smáforriti fyrirtækisins YAY og ákvað Persónuvernd að hefja frumkvæðisrannsókn vegna fjölda ábendinga um að krafist væri umfangsmikilla persónuupplýsinga og víðtæks aðgangs að símtækjum við notkun gjafarinnar. Persónuvernd hefur nú sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um sjö milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir vegna málsins. Í ákvörðun Persónuverndar segir að sektirnar séu lagðar á vegna brota gegn grundvallarreglum persónuverndarlöggjafarinnar, til dæmis um fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi upplýsinga í smáforritinu. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar segir brotin alvarleg. „Öll helstu ákvæði voru brotin. Það er nú bara þannig,“ segir hún. „Það má enginn vinna persónuupplýsingar án þess hafa til þess heimild. Til þess að byrja með fór ráðuneytið af stað áður en lagaheimild sem heimilaði vinnuna var búin að taka gildi. Þá voru líka meginreglurnar brotnar. Það sem við tölum um sem gagnsæi og fræðslu. Þannig að einstaklingar viti hvað þeir eru að samþykkja. Öryggi persónuupplýsinga var ekki heldur til staðar. Þannig að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, til að tryggja öryggi upplýsinga sem þarna voru undir, voru ekki til staðar. Það var ekki búið að aðlaga og móta stillingar á þessu smáforriti og það var ekki gerður vinnslusamningur,“ segir Helga og bætir við að notendum hafi einnig verið gert að samþykkja skilmála sem ekki áttu við. Ríkisstjórnarfundur í RáðherrabústaðnumFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þá hafi YAY fyrir mistök aflað víðtækra og ónauðsynlegra aðgangsheimilda í símtækjum notenda smáforritsins. Helga segir þetta stóralvarlegan þátt málsins. „Þarna voru undir í rauninni staðsetningarupplýsingar um notendur, staða nets viðkomandi, það hefði verið hægt að komast að myndavél, skjalastjórn og hljóðstillingum, dagatali viðkomandi og tengiliðaskrá. Einnig stöðu síma og hljóðnema til upptöku. Og svo framvegis. Þannig þetta er bara gríðarlega alvarlegt þegar ekki er betur vandað til verka.“ Við rannsókn málsins hafi þó komið í ljós að þessar viðkvæmu persónuupplýsingar hafi ekki verið notaðar. „Þessar upplýsingar sem var aflað um kyn og aldur án lagaheimildar - því var hætt um leið og upp komst að verið væri að afla þeirra. Þannig að þetta forrit á að vera í lagi núna. En eins og sést af lestri þessarar ákvörðunar var víða pottur brotinn.“ Helga segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðueytið ekki hafa ráðfært sig við Persónuvernd á neinu stigi málsins og brugðist allt of seint við ábendingum. „Það að ráðuneyti nýsköpunarmála á Íslandi viðhafi svona vinnubrögð er miður,“ segir Helga. Hér má lesa ákvörðun Persónuverndar. Persónuvernd Stjórnsýsla Stafræn þróun Neytendur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Ferðagjöfinni var miðlað til landsmanna með smáforriti fyrirtækisins YAY og ákvað Persónuvernd að hefja frumkvæðisrannsókn vegna fjölda ábendinga um að krafist væri umfangsmikilla persónuupplýsinga og víðtæks aðgangs að símtækjum við notkun gjafarinnar. Persónuvernd hefur nú sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um sjö milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir vegna málsins. Í ákvörðun Persónuverndar segir að sektirnar séu lagðar á vegna brota gegn grundvallarreglum persónuverndarlöggjafarinnar, til dæmis um fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi upplýsinga í smáforritinu. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar segir brotin alvarleg. „Öll helstu ákvæði voru brotin. Það er nú bara þannig,“ segir hún. „Það má enginn vinna persónuupplýsingar án þess hafa til þess heimild. Til þess að byrja með fór ráðuneytið af stað áður en lagaheimild sem heimilaði vinnuna var búin að taka gildi. Þá voru líka meginreglurnar brotnar. Það sem við tölum um sem gagnsæi og fræðslu. Þannig að einstaklingar viti hvað þeir eru að samþykkja. Öryggi persónuupplýsinga var ekki heldur til staðar. Þannig að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, til að tryggja öryggi upplýsinga sem þarna voru undir, voru ekki til staðar. Það var ekki búið að aðlaga og móta stillingar á þessu smáforriti og það var ekki gerður vinnslusamningur,“ segir Helga og bætir við að notendum hafi einnig verið gert að samþykkja skilmála sem ekki áttu við. Ríkisstjórnarfundur í RáðherrabústaðnumFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þá hafi YAY fyrir mistök aflað víðtækra og ónauðsynlegra aðgangsheimilda í símtækjum notenda smáforritsins. Helga segir þetta stóralvarlegan þátt málsins. „Þarna voru undir í rauninni staðsetningarupplýsingar um notendur, staða nets viðkomandi, það hefði verið hægt að komast að myndavél, skjalastjórn og hljóðstillingum, dagatali viðkomandi og tengiliðaskrá. Einnig stöðu síma og hljóðnema til upptöku. Og svo framvegis. Þannig þetta er bara gríðarlega alvarlegt þegar ekki er betur vandað til verka.“ Við rannsókn málsins hafi þó komið í ljós að þessar viðkvæmu persónuupplýsingar hafi ekki verið notaðar. „Þessar upplýsingar sem var aflað um kyn og aldur án lagaheimildar - því var hætt um leið og upp komst að verið væri að afla þeirra. Þannig að þetta forrit á að vera í lagi núna. En eins og sést af lestri þessarar ákvörðunar var víða pottur brotinn.“ Helga segir atvinnuvega- og nýsköpunarráðueytið ekki hafa ráðfært sig við Persónuvernd á neinu stigi málsins og brugðist allt of seint við ábendingum. „Það að ráðuneyti nýsköpunarmála á Íslandi viðhafi svona vinnubrögð er miður,“ segir Helga. Hér má lesa ákvörðun Persónuverndar.
Persónuvernd Stjórnsýsla Stafræn þróun Neytendur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent