Squid Game smyglari dæmdur til dauða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 10:13 Maðurinn hefur verið dæmdur til dauða og verður hann tekinn af lífi af aftökusveit. Nokkrir gagnfræðiskólakrakkar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa horft á þættina. Getty/Feature China Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar Radio Free Asia, RFA, hafði maðurinn smyglað þáttunum á USB-kubbum frá Kína. Aftökusveit mun taka manninn af lífi. Þá hafa nokkrir nemendanna, sem voru gómaðir við að horfa á þættina, verið dæmdir í tengslum við málið. Nemandinn sem keypti þættina hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og sex aðrir sem horfðu á þættina hafa verið dæmdir til fimm ára þrælkunarvinnu. Kennarar og skólastjórar í skólanum hafa þá verið reknir og verða örlög þeirra þau að vinna þrælkunarvinnu í námum úti í óbyggðum Norður-Kóreu. Það er ólöglegt í Norður-Kóreu að neyta nokkurs menningarefnis, sérstaklega því sem kemur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Norðurkóreumenn mega til að mynda ekki lesa bækur, hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir, þætti eða nokkuð annað sem kemur frá útlöndum. Greint var frá því fyrr á þessu ári að karlmaður hafi verið tekinn af lífi á almannafæri fyrir að hafa hlustað á geisladisk með suðurkóresku efni. Suðurkóresku þættirnir Squid Game hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan þeir komu út á Netflix í haust. Þættirnir fjalla um skuldsett fólk sem boðið er að taka þátt í fjölda barnaleikja. Eina er að tapi fólkið leiknum er það tekið af lífi. Norðurkóresk stjórnvöld fögnuðu þáttunum þegar þeir komu út og sögðu þá endurspegla „ógeðfelt samfélag Suður-Kóreu.“ Norður-Kórea Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14 Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01 Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofunnar Radio Free Asia, RFA, hafði maðurinn smyglað þáttunum á USB-kubbum frá Kína. Aftökusveit mun taka manninn af lífi. Þá hafa nokkrir nemendanna, sem voru gómaðir við að horfa á þættina, verið dæmdir í tengslum við málið. Nemandinn sem keypti þættina hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi og sex aðrir sem horfðu á þættina hafa verið dæmdir til fimm ára þrælkunarvinnu. Kennarar og skólastjórar í skólanum hafa þá verið reknir og verða örlög þeirra þau að vinna þrælkunarvinnu í námum úti í óbyggðum Norður-Kóreu. Það er ólöglegt í Norður-Kóreu að neyta nokkurs menningarefnis, sérstaklega því sem kemur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Norðurkóreumenn mega til að mynda ekki lesa bækur, hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir, þætti eða nokkuð annað sem kemur frá útlöndum. Greint var frá því fyrr á þessu ári að karlmaður hafi verið tekinn af lífi á almannafæri fyrir að hafa hlustað á geisladisk með suðurkóresku efni. Suðurkóresku þættirnir Squid Game hafa notið gríðarlegra vinsælda síðan þeir komu út á Netflix í haust. Þættirnir fjalla um skuldsett fólk sem boðið er að taka þátt í fjölda barnaleikja. Eina er að tapi fólkið leiknum er það tekið af lífi. Norðurkóresk stjórnvöld fögnuðu þáttunum þegar þeir komu út og sögðu þá endurspegla „ógeðfelt samfélag Suður-Kóreu.“
Norður-Kórea Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14 Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01 Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. 28. október 2021 15:14
Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. 27. október 2021 13:01
Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10