Ógleymanleg ferð Íslendinga á stórleik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 11:01 Eiríkur Stefán Ásgeirsson var mjög kátur með ferðina og mælir með slíkri ferð fyrir alla NFL-áhugamenn. Skjámynd/S2 Sport Lokasóknin var með sinn fréttaritara á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys í NFL-deildinni um helgina og sá hinni sami sýndi ferðasöguna í þættinum í gær. Eiríkur Stefán Ásgeirsson er vanalega fastur gestur í Lokasókninni á Stöð 2 Sport en hann var löglega afsakaður í síðasta þætti. Eiríkur Stefán skellti sér nefnilega á NFL-leik í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skjámynd/S2 Sport Leikurinn var á Arrowhead leikvanginum í Kansas City sem þykir einn sá flottast í deildinni þegar kemur að geggjaðri stemmningu. „Okkar besti maður, Eiríkur Stefán, var fulltrúi Lokasóknarinnar á vellinum. Sérlegur fréttaskýrandi úti í Kansas og við skulum kíkja á innslag sem hann var að senda okkur,“ sagði Andri Ólafsson í upphafi innslagsins og skipti yfir á Eirík. „Ég er kominn til Kansas City, borgar sem er þekkt fyrir þrennt, barbecue, jazz og geggjaðan fótbolta,“ byrjaði Eiríkur Stefán innslagið sitt. Hann lét sér ekki nægja að fara á NFL-leik því daginn áður fór hann einnig á leik í háskólafótboltanum. Skjámynd/S2 Sport „Áður en við skellum okkur á leik með Kansas City Chiefs þá brugðum við okkur inn í hjarta Missouri fylkis til Colombia. Þar spilar Missouri Tigers í SEC háskóladeildinni,“ sagði Eiríkur Stefán. „Eftir frábæran dag á Missouri leiknum er komið að aðalatriðinu en það er auðvitað Kansas City Chiefs á móti Dallas Cowboys. Við strákarnir mættum snemma og erum búnir að vera að undirbúa okkur í allan dag ásamt þessu góða fólki sem kann svo sannarlega að Tailgata og við erum að læra af þeim bestu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur tók meðal annars viðtal við einn stuðningsmann Kansas City Chiefs auk þess að sýna frá hvernig menn gera það á bílastæðinu í aðdraganda leiksins. Hann ræddi einnig við stuðningsmann Dallas sem hafði ferðast alla leið frá Texas. „Þetta var algjörlega stórkostleg reynsla og ég mæli með þessu fyrir hvern sem er sem hefur áhuga á NFL,“ sagði Eiríkur Stefán en það má sjá alla ferðasöguna hans hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Ferðasagan á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys NFL Íslendingar erlendis Lokasóknin Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Sjá meira
Eiríkur Stefán Ásgeirsson er vanalega fastur gestur í Lokasókninni á Stöð 2 Sport en hann var löglega afsakaður í síðasta þætti. Eiríkur Stefán skellti sér nefnilega á NFL-leik í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Skjámynd/S2 Sport Leikurinn var á Arrowhead leikvanginum í Kansas City sem þykir einn sá flottast í deildinni þegar kemur að geggjaðri stemmningu. „Okkar besti maður, Eiríkur Stefán, var fulltrúi Lokasóknarinnar á vellinum. Sérlegur fréttaskýrandi úti í Kansas og við skulum kíkja á innslag sem hann var að senda okkur,“ sagði Andri Ólafsson í upphafi innslagsins og skipti yfir á Eirík. „Ég er kominn til Kansas City, borgar sem er þekkt fyrir þrennt, barbecue, jazz og geggjaðan fótbolta,“ byrjaði Eiríkur Stefán innslagið sitt. Hann lét sér ekki nægja að fara á NFL-leik því daginn áður fór hann einnig á leik í háskólafótboltanum. Skjámynd/S2 Sport „Áður en við skellum okkur á leik með Kansas City Chiefs þá brugðum við okkur inn í hjarta Missouri fylkis til Colombia. Þar spilar Missouri Tigers í SEC háskóladeildinni,“ sagði Eiríkur Stefán. „Eftir frábæran dag á Missouri leiknum er komið að aðalatriðinu en það er auðvitað Kansas City Chiefs á móti Dallas Cowboys. Við strákarnir mættum snemma og erum búnir að vera að undirbúa okkur í allan dag ásamt þessu góða fólki sem kann svo sannarlega að Tailgata og við erum að læra af þeim bestu,“ sagði Eiríkur. Eiríkur tók meðal annars viðtal við einn stuðningsmann Kansas City Chiefs auk þess að sýna frá hvernig menn gera það á bílastæðinu í aðdraganda leiksins. Hann ræddi einnig við stuðningsmann Dallas sem hafði ferðast alla leið frá Texas. „Þetta var algjörlega stórkostleg reynsla og ég mæli með þessu fyrir hvern sem er sem hefur áhuga á NFL,“ sagði Eiríkur Stefán en það má sjá alla ferðasöguna hans hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Ferðasagan á leik Kansas City Chiefs og Dallas Cowboys
NFL Íslendingar erlendis Lokasóknin Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti