Lebron og Liverpool framleiða vörur saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 14:00 LeBron James sést hér á Anfield þegar hann mætti á leik Liverpool og Manchester United. Getty/Clive Brunskill LeBron James er á leiðinni í enska fótboltann. Ekki reyndar til að spila heldur sem hluti af markaðssetningu Nike í tengslum við samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Nike ætlar að framleiða vörur með LeBron James og Liverpool í líkingu við það sem íþróttavöruframleiðandinn gerði með Michael Jordan línuna fyrir franska félagið Paris Saint Germain. Liverpool confirm an incoming collab with LeBron pic.twitter.com/BSKuOzjgXU— B/R Football (@brfootball) November 24, 2021 Flest mannsbörn ættu að kannast við Air Jordan vörurnar og nú á samvinna Lebron og Liverpool að vera svolítið eins framleiðslan á Air Jordan vörum fyrir Nike. LeBron James er í eigandahópi Liverpool og hefur átt hlut í enska félaginu síðan 2011. Upp á síðkastið hefur meira sést af honum í Liverpool vörum og þá hefur hann tjáð sig um liðið á samfélagsmiðlum. Allt líklega til að undirbúa skrefið sem hann er að fara að taka í næstu framtíð. Nike ætlar sér að reyna að fá eins mikið og hægt er út úr samningi sínum við Liverpool. Ætlunin er að gera svipaða hluti og Nike hefur gert með Jordan vörur fyrir lið Paris Saint Germain. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Það hefur ekki komið fram um hvernig vörur verður að ræða en samkvæmt fréttum að utan þá eiga þetta að vera sjö til átta vörur sem tengja saman LeBron James og fótboltann. James hefur svolítið verið að elta Jordan allan sinn feril og er þetta dæmi um hann að feta í fótspor besta leikmanns allra tíma með því að fá sína eigin vörulínu. LeBron endurgerði eins og kunnugt er Space Jam kvikmyndina í ár og hét hún Space Jam: A New Legacy. Nú gæti því Liverpool liðið fara að spila í LeBron búningum eins og Paris Saint Germain hefur verið að spila í Jordan búningnum. Líklegra er þó að um verði aðrar vörur en ekki sjálfir búningarnir. Það verður þó að koma betur í ljós. Enski boltinn NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Nike ætlar að framleiða vörur með LeBron James og Liverpool í líkingu við það sem íþróttavöruframleiðandinn gerði með Michael Jordan línuna fyrir franska félagið Paris Saint Germain. Liverpool confirm an incoming collab with LeBron pic.twitter.com/BSKuOzjgXU— B/R Football (@brfootball) November 24, 2021 Flest mannsbörn ættu að kannast við Air Jordan vörurnar og nú á samvinna Lebron og Liverpool að vera svolítið eins framleiðslan á Air Jordan vörum fyrir Nike. LeBron James er í eigandahópi Liverpool og hefur átt hlut í enska félaginu síðan 2011. Upp á síðkastið hefur meira sést af honum í Liverpool vörum og þá hefur hann tjáð sig um liðið á samfélagsmiðlum. Allt líklega til að undirbúa skrefið sem hann er að fara að taka í næstu framtíð. Nike ætlar sér að reyna að fá eins mikið og hægt er út úr samningi sínum við Liverpool. Ætlunin er að gera svipaða hluti og Nike hefur gert með Jordan vörur fyrir lið Paris Saint Germain. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Það hefur ekki komið fram um hvernig vörur verður að ræða en samkvæmt fréttum að utan þá eiga þetta að vera sjö til átta vörur sem tengja saman LeBron James og fótboltann. James hefur svolítið verið að elta Jordan allan sinn feril og er þetta dæmi um hann að feta í fótspor besta leikmanns allra tíma með því að fá sína eigin vörulínu. LeBron endurgerði eins og kunnugt er Space Jam kvikmyndina í ár og hét hún Space Jam: A New Legacy. Nú gæti því Liverpool liðið fara að spila í LeBron búningum eins og Paris Saint Germain hefur verið að spila í Jordan búningnum. Líklegra er þó að um verði aðrar vörur en ekki sjálfir búningarnir. Það verður þó að koma betur í ljós.
Enski boltinn NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira