Notaði hann lyklana til að dæla bensíni fyrir rétt rúma milljón í fjölda skipta yfir nokkurra mánaða tímabil, en alls urðu sjö eigendur dælulykla fyrir barðinu á manninum.
Dælulyklarnir voru allir frá N1 og voru brotin framin við hinar ýmsu bensínstöðvar fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu.
Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa tekið peningaveski sem skilið var eftir á afgreiðsluborði verslunarinnar Nettó í Mjódd og nýtt greiðslukort sem leyndist í veskinu til að versla sér ýmsar vörur.
Manninum var einnig gefið að sök að hafa brotið fjórar rúður í bíl við Mjólkursamsöluna í Reykjavík, auk þess að hafa ekið undir áhrifum ávana- og fíkniefna í nokkur skipti.
Maðurinn var ekki viðstaddur við þingfestingu málsins og boðaði ekki forföll. Dæmdi héraðsdómur hann í sex mánaða fangelsi, sem fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár.