Hefja árslangt ferðalag sem endar á brotlendingu Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2021 12:05 DART á að skella á smástirni á meira en 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund næsta haust. NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið skjóta DART-geimfarinu á loft á fimmtudagsmorgun (24. nóv). Geimfarið á að brotlenda á smástirni í um ellefu milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Markmiðið er að kanna getu jarðarbúa til að breyta stefnu smástirnis ef ske skyldi að slíkt stefndi að jörðinni. DART stendur fyrir Double Asteroid Redirection Test og er geimfarið merkilegt fyrir nokkrar sakir. Geimfarinu verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu. Áætlað er að geimfarið brotlendi á smástirninu Dimorphos næsta haust og vonast vísindamenn til þess að geta séð hve mikið áreksturinn hægir á smástirninu, sem snýst um annað smástirni sem heitir Didymos. Áhrifin verða könnuð með tólum á jörðinni og með litlu geimfari sem mun fylgja DART síðasta spölinn og fylgjast með brotlendingunni. Þremur árum seinna mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda geimfar sem heitir Hera til smástirnisins og kanna áhrif brotlendingarinnar frekar. DART-geimfarið mun nota nýja tækni sem gerir tölvu geimfarsins klárt að stýra því með meiri nákvæmi en áður svo hægt sé að auka líkurnar á því að geimfarið, sem er á stærð við bíl, hitti smástirnið, sem er um 160 metrar í þvermál, á rúmlega 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Nýja tæknin mun gera DART kleift að greina milli Didymos og Dimorphos í rauntíma og miða á það síðarnefnda. Auk þess mun DART-geimfarið bera nýja tækni fyrir sólarsellur sem á að auka getu þeirra til að búa til rafmagn úr sólarljósi. Sólarsellur þessar eiga að vera þrefalt öflugri en hefðbundnar. Þær sellur eru nauðsynlegar til að knýja nýtt tilrauna-jónadrif NASA sem kallast NEXT-C. Það er ekki aðaldrif DART en verður sett í gang á leiðinni og er markmiðið að kanna hvort hægt verði að nota jónadrif sem þetta til ferða lengra út í geim á næstu árum. Jónadrif hafa í stuttu máli sagt þann kost að þurfa minna eldsneyti til að mynda sama þrýstikraft og hefðbundnir hreyflar geimfara. Áhugasamir geta lesið nánar um jónadrif hér á vef NASA. Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
DART stendur fyrir Double Asteroid Redirection Test og er geimfarið merkilegt fyrir nokkrar sakir. Geimfarinu verður skotið á loft með Falcon 9 eldflaug SpaceX og frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu. Áætlað er að geimfarið brotlendi á smástirninu Dimorphos næsta haust og vonast vísindamenn til þess að geta séð hve mikið áreksturinn hægir á smástirninu, sem snýst um annað smástirni sem heitir Didymos. Áhrifin verða könnuð með tólum á jörðinni og með litlu geimfari sem mun fylgja DART síðasta spölinn og fylgjast með brotlendingunni. Þremur árum seinna mun Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) senda geimfar sem heitir Hera til smástirnisins og kanna áhrif brotlendingarinnar frekar. DART-geimfarið mun nota nýja tækni sem gerir tölvu geimfarsins klárt að stýra því með meiri nákvæmi en áður svo hægt sé að auka líkurnar á því að geimfarið, sem er á stærð við bíl, hitti smástirnið, sem er um 160 metrar í þvermál, á rúmlega 23 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Nýja tæknin mun gera DART kleift að greina milli Didymos og Dimorphos í rauntíma og miða á það síðarnefnda. Auk þess mun DART-geimfarið bera nýja tækni fyrir sólarsellur sem á að auka getu þeirra til að búa til rafmagn úr sólarljósi. Sólarsellur þessar eiga að vera þrefalt öflugri en hefðbundnar. Þær sellur eru nauðsynlegar til að knýja nýtt tilrauna-jónadrif NASA sem kallast NEXT-C. Það er ekki aðaldrif DART en verður sett í gang á leiðinni og er markmiðið að kanna hvort hægt verði að nota jónadrif sem þetta til ferða lengra út í geim á næstu árum. Jónadrif hafa í stuttu máli sagt þann kost að þurfa minna eldsneyti til að mynda sama þrýstikraft og hefðbundnir hreyflar geimfara. Áhugasamir geta lesið nánar um jónadrif hér á vef NASA.
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. 6. október 2021 10:39