Vorkennir Solskjær vegna Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 12:31 Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær í leik Manchester United á móti Everton á dögunum. EPA-EFE/Peter Powell Knattspyrnusérfræðingurinn og Arsenal goðsögnin Paul Merson er einn af þeim sem er á þeirri skoðun að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United í haust sé í raun rót vandans sem á endanum kosta Ole Gunnar Solskjær starfið. Manchester United var næstbesta liðið í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þeir fengu síðan til sín besta leikmann allra tíma í fallegri endurkomusögu. Það var erfitt að segja nei við Cristiano Ronaldo sérstaklega ef að það væri hætta á því að hann endaði hjá nágrönnunum í City. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur vissulega skoraði 9 mörk í 14 leikjum á leiktíðinni og mikilvæg sigurmörk í Meistaradeildinni. Liðið sjálft er samt á slæmum stað og situr eins og er í áttunda sæti deildarinnar tólf stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins tólf umferðir. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, kennir Ronaldo um það hvernig fór fyrir norska knattspyrnustjóranum. „Ég vorkenni Ole Gunnari Solskjær. Hann var með plan í upphafi tímabilsins eftir að hafa náð öðru sætinu í fyrra,“ sagði Paul Merson. „Það sáu allir planið hans. Spila Cavani annan hvern leik, með Sancho á öðrum kantinum og Marucs Rashford á hinum. Svo færðu Mason Greewood inn með hraða, kraft, orku, unga fætur og allan pakkann,“ sagði Merson. „Svo rétt áður en tímabilið byrjar þá fær hann Ronaldo,“ sagði Merson. „Frá fyrsta degi þá eru þeir ekki betra lið með Ronaldo. Síðan þá hefur þetta bara verið snjóboltaáhrif fyrir Solskjær. Hann var með plan en koma Ronaldo henti því út um gluggann rétt áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Merson. Cristiano Ronaldo hasn t had much luck with managers recently Allegri sacked Sarri sacked Pirlo sacked Solskjaer sacked That s four of his managers sacked in the last 3 years and 4 months pic.twitter.com/oOspWduW3S— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 22, 2021 „Þeir fóru bara á eftir honum af því að þeir heyrðu af því að Manchester City vildi fá hann. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus og spyrjast fyrir um Ronaldo eins og hann væri það sem vantaði í liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er það ekki,“ sagði Merson. Manchester United spilar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið er á toppnum í sínum riðli en gæti verið í þriðja sæti eftir útileik á móti Villarreal í kvöld. Liðið hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum (aðeins einn sigur) í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk 13 af 17 stigum sínum í deildinni fyrir 20. september því aðeins nítján prósent stiga eru í húsi frá og með 25. september. Ronaldo hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sjö deildarleikjum. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Manchester United var næstbesta liðið í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þeir fengu síðan til sín besta leikmann allra tíma í fallegri endurkomusögu. Það var erfitt að segja nei við Cristiano Ronaldo sérstaklega ef að það væri hætta á því að hann endaði hjá nágrönnunum í City. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur vissulega skoraði 9 mörk í 14 leikjum á leiktíðinni og mikilvæg sigurmörk í Meistaradeildinni. Liðið sjálft er samt á slæmum stað og situr eins og er í áttunda sæti deildarinnar tólf stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins tólf umferðir. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, kennir Ronaldo um það hvernig fór fyrir norska knattspyrnustjóranum. „Ég vorkenni Ole Gunnari Solskjær. Hann var með plan í upphafi tímabilsins eftir að hafa náð öðru sætinu í fyrra,“ sagði Paul Merson. „Það sáu allir planið hans. Spila Cavani annan hvern leik, með Sancho á öðrum kantinum og Marucs Rashford á hinum. Svo færðu Mason Greewood inn með hraða, kraft, orku, unga fætur og allan pakkann,“ sagði Merson. „Svo rétt áður en tímabilið byrjar þá fær hann Ronaldo,“ sagði Merson. „Frá fyrsta degi þá eru þeir ekki betra lið með Ronaldo. Síðan þá hefur þetta bara verið snjóboltaáhrif fyrir Solskjær. Hann var með plan en koma Ronaldo henti því út um gluggann rétt áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Merson. Cristiano Ronaldo hasn t had much luck with managers recently Allegri sacked Sarri sacked Pirlo sacked Solskjaer sacked That s four of his managers sacked in the last 3 years and 4 months pic.twitter.com/oOspWduW3S— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 22, 2021 „Þeir fóru bara á eftir honum af því að þeir heyrðu af því að Manchester City vildi fá hann. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus og spyrjast fyrir um Ronaldo eins og hann væri það sem vantaði í liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er það ekki,“ sagði Merson. Manchester United spilar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið er á toppnum í sínum riðli en gæti verið í þriðja sæti eftir útileik á móti Villarreal í kvöld. Liðið hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum (aðeins einn sigur) í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk 13 af 17 stigum sínum í deildinni fyrir 20. september því aðeins nítján prósent stiga eru í húsi frá og með 25. september. Ronaldo hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sjö deildarleikjum.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira