Katarar létu njósna um forystumenn FIFA Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2021 10:18 Mohamed bin Hamad Al-Thani, formaður umsóknarnefndar Katar (t.v.) og Sheikh Hamad bin Khalifa Al-Thani, emír Katars, (t.h.) með Jerome Valcke, þáverandi aðalritara FIFA þegar tilkynnt var að Katar fengið HM 2022 árið 2010. AP/Anja Neidringhaus Bandarískur fyrrverandi leyniþjónustumaður njósnaði um forystumenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) fyrir Katar þegar smáríkið sóttist eftir að halda heimsmeistaramótið sem fer fram á næsta ári. Njósnarinn var einnig látinn fylgjast með gagnrýnendum Katar. Katar hreppti óvænt hnossið þegar FIFA ákvað hver fengi að halda heimsmeistaramótið 2022 árið 2010. Ásakanir hafa lengi verið um að Katar og Rússland, sem fékk mótið 2018, hafi mútað forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar til þess að tryggja sér réttinn til að halda eitt stærsta íþróttamót í heimi. Nú segir AP-fréttastofan að Katarar hafi verið með Kevin Chalker, fyrrverandi útsendara bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), á launaskrá sinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um hvaða land yrði gestgjafinn árið 2022. Hann hafi njósnað um háttsetta embættismenn FIFA og hin löndin sem sóttust eftir að halda mótið. Eftir að Katar fékk mótið njósnaði hann um gagnrýnendur arabaríkisins í knattspyrnuheiminum. Reyndi að gabba menn með fegurðardís á Facebook Chalker reyndi meðal annars að narra þá sem hann vildi njósna um með fölskum Facebook-aðgangi sem átti að tilheyra aðlaðandi konu og lét útsendara sýna fylgjast með keppinautum dulbúnir sem blaðaljósmyndarar. Þá reyndi hann að komast eftir skrá yfir símtöl að minnsta kosti eins háttsetts embættismanns FIFA fyrir atkvæðagreiðsluna árið 2010. Katar reiðir sig á innflutt erlent vinnuafl til að reisa leikvanga og innviði fyrir heimsmeistaramótið. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega meðferð á verkamönnunum. Chalker er sagður hafa lofað Katörum að hjálpa þeim að „tryggja yfirráð“ þeirra yfir erlendu starfsmönnunum. Hvorki Chalker, FIFA né katarskir ráðamenn svöruðu spurningum AP málið. Í yfirlýsingu fullyrti Chalker að hvorki hann né fyrirtæki hans myndu nokkurn tíman stunda ólöglegt eftirlit með neinum. Bitlingar til FIFA-manna Katarar hafa lengi keypt sér greiða í knattspyrnuheiminum með gylliboðum og mútum. Karl-Heinz Rummenigge, fyrrverandi formaður Sambands evrópskra knattspyrnuliða, var á sínum tíma gagnrýninn á að Katar hefði fengið HM 2022. Hann þurfti síðar að greiða háa sekt eftir að hann greindi ekki frá tveimur dýrum Rolex-úrum sem hann hafði heim með sér til Þýskalands frá Katar árið 2013. Sonur belgísks embættismanns FIFA fékk vinnu í Katar skömmu eftir atkvæðagreiðsluna árið 2010 en siðanefnd FIFA komst að þeirri niðustöðu að atvinnutilboðið tengdist henni ekki. Jerome Valcke, aðalritari FIFA frá 2007 til 2015, er nú til rannsóknar hjá saksóknurum í Sviss vegna meintrar spillingar. Málið tengist lúxusvillu á ítölsku eyjunni Sardiníu í eigu Katara sem Valcke hafði afnot af. Katar HM 2022 í Katar FIFA Bandaríkin Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Katar hreppti óvænt hnossið þegar FIFA ákvað hver fengi að halda heimsmeistaramótið 2022 árið 2010. Ásakanir hafa lengi verið um að Katar og Rússland, sem fékk mótið 2018, hafi mútað forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar til þess að tryggja sér réttinn til að halda eitt stærsta íþróttamót í heimi. Nú segir AP-fréttastofan að Katarar hafi verið með Kevin Chalker, fyrrverandi útsendara bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), á launaskrá sinni í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar um hvaða land yrði gestgjafinn árið 2022. Hann hafi njósnað um háttsetta embættismenn FIFA og hin löndin sem sóttust eftir að halda mótið. Eftir að Katar fékk mótið njósnaði hann um gagnrýnendur arabaríkisins í knattspyrnuheiminum. Reyndi að gabba menn með fegurðardís á Facebook Chalker reyndi meðal annars að narra þá sem hann vildi njósna um með fölskum Facebook-aðgangi sem átti að tilheyra aðlaðandi konu og lét útsendara sýna fylgjast með keppinautum dulbúnir sem blaðaljósmyndarar. Þá reyndi hann að komast eftir skrá yfir símtöl að minnsta kosti eins háttsetts embættismanns FIFA fyrir atkvæðagreiðsluna árið 2010. Katar reiðir sig á innflutt erlent vinnuafl til að reisa leikvanga og innviði fyrir heimsmeistaramótið. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt harðlega meðferð á verkamönnunum. Chalker er sagður hafa lofað Katörum að hjálpa þeim að „tryggja yfirráð“ þeirra yfir erlendu starfsmönnunum. Hvorki Chalker, FIFA né katarskir ráðamenn svöruðu spurningum AP málið. Í yfirlýsingu fullyrti Chalker að hvorki hann né fyrirtæki hans myndu nokkurn tíman stunda ólöglegt eftirlit með neinum. Bitlingar til FIFA-manna Katarar hafa lengi keypt sér greiða í knattspyrnuheiminum með gylliboðum og mútum. Karl-Heinz Rummenigge, fyrrverandi formaður Sambands evrópskra knattspyrnuliða, var á sínum tíma gagnrýninn á að Katar hefði fengið HM 2022. Hann þurfti síðar að greiða háa sekt eftir að hann greindi ekki frá tveimur dýrum Rolex-úrum sem hann hafði heim með sér til Þýskalands frá Katar árið 2013. Sonur belgísks embættismanns FIFA fékk vinnu í Katar skömmu eftir atkvæðagreiðsluna árið 2010 en siðanefnd FIFA komst að þeirri niðustöðu að atvinnutilboðið tengdist henni ekki. Jerome Valcke, aðalritari FIFA frá 2007 til 2015, er nú til rannsóknar hjá saksóknurum í Sviss vegna meintrar spillingar. Málið tengist lúxusvillu á ítölsku eyjunni Sardiníu í eigu Katara sem Valcke hafði afnot af.
Katar HM 2022 í Katar FIFA Bandaríkin Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira