Ráðuneytið skoðar áfram mál Hugarafls þvert á yfirlýsingar lögmanns Eiður Þór Árnason skrifar 22. nóvember 2021 18:31 Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur áður sagt að til skoðunar sé hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið í máli Hugarafls. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðuneytið hefur enn til skoðunar ásakanir fyrrum félagsmanna Hugarafls um eitraða menningu hjá samtökunum. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðuneytisins til fréttastofu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Hugarafls, sendi á dögunum bréf til annarra félagasamtaka þar sem hann fullyrti að ráðuneytið ætlaði ekki að rannsaka ásakanirnar. Hann segir í samtali við fréttastofu að félagsmálaráðuneytið sé tvísaga í málinu og að fyrri yfirlýsingar hans hafi byggt á svari ráðuneytisins. „Það er mjög bagalegt að ráðuneytið skuli gefa út þessa yfirlýsingu þegar það og lögfræðingur ráðuneytisins er búið að vera í samskiptum við okkur og lýsa því yfir að það sé ekkert stjórnsýslumál í gangi,“ segir Sævar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Segja einelti hafa þrifist innan samtakanna Sex fyrrverandi félagsmenn Hugarafls sendu í ágúst greinargerðir á ráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að bata sínum. Fyrrverandi félagsmenn segja framkomu stjórnenda hafa verið eitraða og að hún hafi meðal annars lýst sér í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. Forsvarsmenn Hugarafls hafa frá upphafi hafnað ásökununum. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði í september að til skoðunar væri hvort og þá til hvaða ráðstafana yrði gripið vegna athugasemdanna. Í svari sem barst frá félagsmálaráðuneytinu í dag segir að það hafi í þrígang fundað með fyrrum félagsmönnum Hugarafls sem afhentu ráðuneytinu greinagerðirnar. Fleiri félagsmenn Hugarafls, bæði núverandi og fyrrverandi, hafi í kjölfarið sett sig í samband við ráðuneytið og lýst upplifun sinni af Hugarafli. Fram kemur í svari ráðuneytisins að sömuleiðis liggi fyrir upplýsingar sem tengist þjónustusamningi Vinnumálastofnunar við Hugarafl. Vilja óháða úttekt Stjórnendur Hugarafls hafa óskað eftir því að félagsmálaráðuneytið láti gera óháða úttekt á starfsemi félagasamtakanna. Að sögn ráðuneytisins hefur það ekki rætt við stjórnendur Hugarafls með hliðsjón af fyrirliggjandi ábendingum á meðan ósk samtakanna um óháða úttekt er til skoðunar. Hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig skal bregðast við þessum ábendingum sem ráðuneytið sagðist vera með til skoðunar og tæki alvarlega? „Þar sem málið er enn í skoðun hjá félagsmálaráðuneytinu er of snemmt að segja hvað gert verður við þær upplýsingar sem koma úr þeirri vinnu, annað en það að niðurstöðurnar verða teknar alvarlega og þær nýttar til þess að meta hvaða aðgerða, ef einhverra, þarf að grípa til í framhaldinu,“ segir í skriflegu svari félagsmálaráðuneytisins. Lagt fram kæru Sævar Þór Jónsson, lögmaður Hugarafls, sagði í síðustu viku að félagið hafi lagt fram kæru hjá lögreglu vegna alvarlegra hótana í garð starfsfólks og stjórnarmanna Hugarafls. Félagsmálaráðuneytið styrkti Hugarafl um átta milljónir króna í lok síðasta árs. Sá styrkur snýr að rekstri opins úrræðis þetta ár og það næsta. Stefán Þór Stefánsson tjáði sig um reynslu sína af starfsemi Hugarafls í Íslandi í dag í september. Hann kynntist Hugarafli árið 2015, varð virkur í starfsemi og kynnist unnustu sinni sem svipti sig lífi fyrr á árinu. Unnustan, Tinna Finnsdóttir, hafði verið skjólstæðingur Hugarafls og er að sögn Stefáns ein þeirra sem hlaut mjög ómaklega meðferð af hálfu stjórnenda samtakanna. Horfa má á viðtalið við Stefán í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Geðheilbrigði Félagsmál Tengdar fréttir Hefur kært hótanir í garð Hugaraflsfólks til lögreglu Lögmaður Hugarafls segir félagsmálaráðuneytið ekki ætla að rannsaka ásakanir fyrrum skjólstæðinga um eitraða menningu frekar. Fyrrum skjólstæðingur segist ekki hafa fengið þau svör þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til ráðuneytisins. Hann fullyrðir að þau muni fara með málið lengra. 19. nóvember 2021 13:09 Stjórn Geðhjálpar: Mikilvægt að starfsemi Hugarafls „sé hafin yfir allan vafa“ Stjórn Geðhjálpar segir að ásakanir gagnvart stjórnenda Hugarafls bendi til þess að „innan þeirra sé ekki unnið eftir þeim gildum sem samtökin vilja byggja á“. 23. september 2021 18:56 Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38 Til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna Hugarafls Félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið vegna athugasemda fyrrverandi skjólstæðinga grasrótarsamtakanna Hugarafls við framkomu stjórnenda þar á bæ. Einelti og ógnarstjórnun eru orð sem skjólstæðingarnir nota til að lýsa framkomu stjórnenda Hugarafls. 21. september 2021 15:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, lögmaður Hugarafls, sendi á dögunum bréf til annarra félagasamtaka þar sem hann fullyrti að ráðuneytið ætlaði ekki að rannsaka ásakanirnar. Hann segir í samtali við fréttastofu að félagsmálaráðuneytið sé tvísaga í málinu og að fyrri yfirlýsingar hans hafi byggt á svari ráðuneytisins. „Það er mjög bagalegt að ráðuneytið skuli gefa út þessa yfirlýsingu þegar það og lögfræðingur ráðuneytisins er búið að vera í samskiptum við okkur og lýsa því yfir að það sé ekkert stjórnsýslumál í gangi,“ segir Sævar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Segja einelti hafa þrifist innan samtakanna Sex fyrrverandi félagsmenn Hugarafls sendu í ágúst greinargerðir á ráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að bata sínum. Fyrrverandi félagsmenn segja framkomu stjórnenda hafa verið eitraða og að hún hafi meðal annars lýst sér í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. Forsvarsmenn Hugarafls hafa frá upphafi hafnað ásökununum. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra sagði í september að til skoðunar væri hvort og þá til hvaða ráðstafana yrði gripið vegna athugasemdanna. Í svari sem barst frá félagsmálaráðuneytinu í dag segir að það hafi í þrígang fundað með fyrrum félagsmönnum Hugarafls sem afhentu ráðuneytinu greinagerðirnar. Fleiri félagsmenn Hugarafls, bæði núverandi og fyrrverandi, hafi í kjölfarið sett sig í samband við ráðuneytið og lýst upplifun sinni af Hugarafli. Fram kemur í svari ráðuneytisins að sömuleiðis liggi fyrir upplýsingar sem tengist þjónustusamningi Vinnumálastofnunar við Hugarafl. Vilja óháða úttekt Stjórnendur Hugarafls hafa óskað eftir því að félagsmálaráðuneytið láti gera óháða úttekt á starfsemi félagasamtakanna. Að sögn ráðuneytisins hefur það ekki rætt við stjórnendur Hugarafls með hliðsjón af fyrirliggjandi ábendingum á meðan ósk samtakanna um óháða úttekt er til skoðunar. Hafa verið teknar ákvarðanir um hvernig skal bregðast við þessum ábendingum sem ráðuneytið sagðist vera með til skoðunar og tæki alvarlega? „Þar sem málið er enn í skoðun hjá félagsmálaráðuneytinu er of snemmt að segja hvað gert verður við þær upplýsingar sem koma úr þeirri vinnu, annað en það að niðurstöðurnar verða teknar alvarlega og þær nýttar til þess að meta hvaða aðgerða, ef einhverra, þarf að grípa til í framhaldinu,“ segir í skriflegu svari félagsmálaráðuneytisins. Lagt fram kæru Sævar Þór Jónsson, lögmaður Hugarafls, sagði í síðustu viku að félagið hafi lagt fram kæru hjá lögreglu vegna alvarlegra hótana í garð starfsfólks og stjórnarmanna Hugarafls. Félagsmálaráðuneytið styrkti Hugarafl um átta milljónir króna í lok síðasta árs. Sá styrkur snýr að rekstri opins úrræðis þetta ár og það næsta. Stefán Þór Stefánsson tjáði sig um reynslu sína af starfsemi Hugarafls í Íslandi í dag í september. Hann kynntist Hugarafli árið 2015, varð virkur í starfsemi og kynnist unnustu sinni sem svipti sig lífi fyrr á árinu. Unnustan, Tinna Finnsdóttir, hafði verið skjólstæðingur Hugarafls og er að sögn Stefáns ein þeirra sem hlaut mjög ómaklega meðferð af hálfu stjórnenda samtakanna. Horfa má á viðtalið við Stefán í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Geðheilbrigði Félagsmál Tengdar fréttir Hefur kært hótanir í garð Hugaraflsfólks til lögreglu Lögmaður Hugarafls segir félagsmálaráðuneytið ekki ætla að rannsaka ásakanir fyrrum skjólstæðinga um eitraða menningu frekar. Fyrrum skjólstæðingur segist ekki hafa fengið þau svör þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til ráðuneytisins. Hann fullyrðir að þau muni fara með málið lengra. 19. nóvember 2021 13:09 Stjórn Geðhjálpar: Mikilvægt að starfsemi Hugarafls „sé hafin yfir allan vafa“ Stjórn Geðhjálpar segir að ásakanir gagnvart stjórnenda Hugarafls bendi til þess að „innan þeirra sé ekki unnið eftir þeim gildum sem samtökin vilja byggja á“. 23. september 2021 18:56 Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38 Til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna Hugarafls Félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið vegna athugasemda fyrrverandi skjólstæðinga grasrótarsamtakanna Hugarafls við framkomu stjórnenda þar á bæ. Einelti og ógnarstjórnun eru orð sem skjólstæðingarnir nota til að lýsa framkomu stjórnenda Hugarafls. 21. september 2021 15:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Hefur kært hótanir í garð Hugaraflsfólks til lögreglu Lögmaður Hugarafls segir félagsmálaráðuneytið ekki ætla að rannsaka ásakanir fyrrum skjólstæðinga um eitraða menningu frekar. Fyrrum skjólstæðingur segist ekki hafa fengið þau svör þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til ráðuneytisins. Hann fullyrðir að þau muni fara með málið lengra. 19. nóvember 2021 13:09
Stjórn Geðhjálpar: Mikilvægt að starfsemi Hugarafls „sé hafin yfir allan vafa“ Stjórn Geðhjálpar segir að ásakanir gagnvart stjórnenda Hugarafls bendi til þess að „innan þeirra sé ekki unnið eftir þeim gildum sem samtökin vilja byggja á“. 23. september 2021 18:56
Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. 20. september 2021 19:38
Til skoðunar hvort gripið verði til aðgerða vegna Hugarafls Félagsmálaráðherra segir til skoðunar hvort og þá til hvaða ráðstafana verði gripið vegna athugasemda fyrrverandi skjólstæðinga grasrótarsamtakanna Hugarafls við framkomu stjórnenda þar á bæ. Einelti og ógnarstjórnun eru orð sem skjólstæðingarnir nota til að lýsa framkomu stjórnenda Hugarafls. 21. september 2021 15:58