Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 23:01 Nemendur í Hagaskóla eru almennt fylgjandi mjög heftu aðgengi að klámi, ef tekið er mið af þeim sem fréttastofa ræddi við í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. Vinna er í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem áformað er að loka alveg á aðgengi barna yngri en 18 ára að klámi, með því að krefjast rafrænna skilríkja eða tengja lokunina við tæki þeirra með öðrum hætti. Þessi áform hafa ekki fallið í alls kostarlöð á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa ýmist verið sögð óraunhæf eða eru einfaldlega talin röng aðferðafræði. Fréttastofa leit við niðri á Alþingi og í Hagaskóla: Myndbandsfrétt: Hvað finnst unglingum sjálfum um klámbann? Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifaði á samfélagsmiðla að það væri „stórkostlega galið“ að stjórnvöld væru enn og aftur að láta sér detta í hug að hefta aðgang að klámi með þessum hætti. Nóg sé af njósnastarfsemi á internetinu nú þegar. Björn: „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ segir Björn. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis á því að bann af þessum toga sé ekki leiðin til umbóta í kynferðismálum. „Það er fræðslan og umræðan. Að við ræðum samþykki og hvernig þessar athafnir fara fram, en ekki bara loka á það. Boð og bönn, ég er ekki þar,“ segir Berglind. Allir horfa á klám Gjá á milli þings og þjóðar? Já, nemendur í Hagaskóla eru flestir á því að bann af þessum toga sé af hinu góða. Allir horfi á klám - og það hafi ekki góð áhrif. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint,“ segir Helena í 10. bekk. „Mér finnst þettta bara mjög góð hugmynd og mér finnst að þetta eigi að gerast,“ segir Lúkas Ingvar í 10. bekk. „Ég held að það myndi minnka töluvert mikið. En auðvitað eru einhverjir sem eru mjög inni í klámi. Þeir sem kunna að finna leiðir munu finna leiðir. Við getum náttúrulega ekki látið alla hætta að horfa, en ég held að þetta muni minnka samt mikið fyrir einhverja sem kunna ekki að finna þetta annars vegar,“ segir Líba Bragadóttir í 10. bekk. Börn og uppeldi Reykjavík Klám Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Vinna er í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem áformað er að loka alveg á aðgengi barna yngri en 18 ára að klámi, með því að krefjast rafrænna skilríkja eða tengja lokunina við tæki þeirra með öðrum hætti. Þessi áform hafa ekki fallið í alls kostarlöð á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa ýmist verið sögð óraunhæf eða eru einfaldlega talin röng aðferðafræði. Fréttastofa leit við niðri á Alþingi og í Hagaskóla: Myndbandsfrétt: Hvað finnst unglingum sjálfum um klámbann? Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifaði á samfélagsmiðla að það væri „stórkostlega galið“ að stjórnvöld væru enn og aftur að láta sér detta í hug að hefta aðgang að klámi með þessum hætti. Nóg sé af njósnastarfsemi á internetinu nú þegar. Björn: „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ segir Björn. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis á því að bann af þessum toga sé ekki leiðin til umbóta í kynferðismálum. „Það er fræðslan og umræðan. Að við ræðum samþykki og hvernig þessar athafnir fara fram, en ekki bara loka á það. Boð og bönn, ég er ekki þar,“ segir Berglind. Allir horfa á klám Gjá á milli þings og þjóðar? Já, nemendur í Hagaskóla eru flestir á því að bann af þessum toga sé af hinu góða. Allir horfi á klám - og það hafi ekki góð áhrif. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint,“ segir Helena í 10. bekk. „Mér finnst þettta bara mjög góð hugmynd og mér finnst að þetta eigi að gerast,“ segir Lúkas Ingvar í 10. bekk. „Ég held að það myndi minnka töluvert mikið. En auðvitað eru einhverjir sem eru mjög inni í klámi. Þeir sem kunna að finna leiðir munu finna leiðir. Við getum náttúrulega ekki látið alla hætta að horfa, en ég held að þetta muni minnka samt mikið fyrir einhverja sem kunna ekki að finna þetta annars vegar,“ segir Líba Bragadóttir í 10. bekk.
Börn og uppeldi Reykjavík Klám Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira