Jói Fel opnar nýjan stað: „Seinni helmingurinn er byrjaður í mínu lífi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 16:46 Jói Fel stefnir nú á opnun nýs veitingastaðar, sem hann stefnir á að opna fyrir jól. Jóhannes Felixson, bakari, hefur boðað endurkomu sína með nýjum veitingastað í Laugardal. Meira en ár er liðið síðan Jóhannes sagði skilið við veitingageirann, en greinilega ekki fyrir fullt og allt. Þetta staðfesti Jóhannes, betur þekktur sem Jói Fel, í samtali við fréttastofu. Nýi staðurinn mun bera nafnið Felino og verður staðsettur í Listhúsinu í Laugardal. Þrátt fyrir að hljóma eins og orðaleikur með eftirnafn Jóa þá er það ekki svo einfalt. Felino er lítill bær á Ítalíu þaðan sem Jói mun flytja inn dýrindis Salami-skinku, svokallaða Felino-salami, sem hann mun nota við matreiðsluna. Jói rak lengi vel Bakarí Jóa Fel sem finna mátti víða um land. Bakarísreksturinn var lýstur gjaldþrota þann 24. september í fyrra eftir að Lífeyrissjóður verslunarmanna gerði kröfu um það á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Bakaríin voru víða á höfuðborgarsæðinu, til að mynda í Holtagörðum, Borgartúni, í JL-húsinu, Smáralind, Spönginni og Garðabæ. Í september í fyrra höfðu þau öll lokað nema í Holtagörðum og Spönginni. Bakaríinu í Borgartúni hafði verið lokað eftir að eigandi húsnæðisins höfðaði útburðarmál vegna vangoldinnar leigu. „Nú er bara seinni helmingurinn byrjaður hjá mér,“ segir Jói aðspurður um fyrri rekstrarvanda. „Það var bakstur í fyrri helming og nú tekur veitingareksturinn við. Það er áskorunin sem ég er að fara að glíma við, að reka veitingahús og kaffihús. Þetta er ekki alveg nýtt fyrir mér, það er margt mjög svipað,“ segir Jói í samtali við fréttastofu. Nýr kafli tekur við Jói segir í samtali við fréttastofu að nú sé nýr kafli að taka við í hans lífi. Síðasta árið hefur hann einbeitt sér að listmálun en hann segist ekki hafa getað unað sér við það og vildi ráðast í stærra verkefni. „Eins og margir vita er ég búinn að vera að mála en það var svolítið einmanalegt að vera einn að mála þannig að ég leitaði til manns sem á húsnæðið, þar sem Gló var, og stakk upp á því að við myndum opna hér léttan veitingastað með ítölsku ívafi,“ segir Jói. Staðurinn verður veitingastaður í bland við kaffihús og bakarí og verður ýmislegt á boðstólnum. „Þetta verður staður, sem fáir eru með á Íslandi. Þetta verður kaffihús með geggjuðum ítölskum samlokum og kökum, og svo verður pizzastaður og ítalskur matur,“ segir Jói. „Þetta verður með ítölsku þema. Ítalskur matur er svo sérstakur þannig að þetta verður ítalskur matur að mínum hætti.“ Jói ræddi nýja staðinn líka í Reykjavík síðdegis í dag. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Að þróa nýjan matseðil í beinni á Instagram Draumurinn sé að opna nýja staðinn fyrir jól en miðað við biðtíma eftir öllum tilskyldum leyfum gæti opnun dregist yfir á nýtt ár. „Það hefur alltaf verið draumurinn minn að opna veitingastað, ég hef alltaf verið að elda mikið. Nú hefst nýr kafli í mínu lífi, baksturinn er búinn og maður fer bara að elda. Ég held samt áfram að baka líka en ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Jói er núna á fullu að þróa nýjan matseðil fyrir staðinn sem hann tekur upp samviskusamlega og sýnir frá á Instagram-síðu sinni. Þar má líka sjá listaverkin sem Jói málar en til stendur að eitt verk eftir Jóa sjálfan verði til sýnis á Felino. Eitt slíkra verka sem vakti mikla lukku fyrr á árinu var mynd af Kára Stefánssyni, en hún fær þó ekki að hanga á Felino. Verkið sem verður hengt upp sýnir brauð, osta og vínflösku en fólk verður að mæta á Felino til að sjá það, mynd af því verki hefur ekki verið birt á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Jo hannes Felixson (@joifel) Áskorun að vinna lengur og mæta ekki á nóttunni Hann segir veitingahúsarekstur talsverða tilbreytingu frá bakarísbraskinu, þó þetta sé keimlíkur iðnaður. „Já, þó þetta sé mjög svipað þar sem maður er að búa til samlokur og pizzur, og ég ætla að búa til mitt eigið pasta þannig að það er heilmikill bakstur. Svo fæ ég til mín matreiðslumann sem hjálpar mér að elda matinn og svona. Þetta er svolítil áskorun, það er opið lengur, maður er ekki að mæta á nóttunni og það er að vinna allan daginn. Það er mikil tilhlökkun í því að breyta til og gera aðeins annað.“ Hann telur þó ekki að reksturinn sé það ólíkur bakarísrekstri, svona í grunninn. „Það sem maður hefur heyrt út undan sér að veitingarekstur gangi ekkert rosalega vel í dag, það er kannski helsta áskorunin: hráefnishækkanir, launahækkanir og allur kostnaður sem fylgir. Það er mikil áskorun að láta það ganga upp, það er bara kúnninn sem ræður því hvernig gengur,“ segir Jói. Pizzaofninn rétt komst inn Nú er Jói bara að bíða eftir hinum ýmsu leyfum, eins og frá heilbrigðiseftirlitinu, vinnueftirliti og byggingarfulltrúa, en Jói setti risastórann pizza-ofn inn á nýja staðinn sem varla komst inn. „Vandamálið var að koma honum inn í hús. Hann er eitt og hálft tonn og mjög stór og þegar ég pantaði ofninn þurfti ég að mæla glugga í húsinu, sem við þurftum að taka úr, til að koma ofninum inn um gluggann. Þegar við vorum að setja hann inn munaði fimm millimetrum að hann kæmist ekki inn,“ segir Jói. „Það þurfti að koma með kranabíl, það voru nokkrir sendibílstjórar með trillur og lyftara þannig að það mátti ekki miklu muna. Því mun meiri gleði þegar hann fór í gang,“ segir Jói. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Jói Fel var fimm daga að mála andlitsmynd af Rikka Leynigestur vikunnar í Brennslunni var myndlistarmaðurinn Jóhannes Felixsson eða Jói Fel eins og hann er gjarnan kallaður. Þau Kristín Ruth og Rikki G fengu tíu spurningar til að finna út hver leynigesturinn væri eins og heyra má í meðfylgjandi klippu. 7. apríl 2021 12:02 Þríeykið komið á striga Jóa Fel Nýjasta viðbótin í málverkasafni bakarans og listamannsins Jóa Fel eru myndir af frægasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 8. mars 2021 21:27 Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. 5. nóvember 2020 10:56 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þetta staðfesti Jóhannes, betur þekktur sem Jói Fel, í samtali við fréttastofu. Nýi staðurinn mun bera nafnið Felino og verður staðsettur í Listhúsinu í Laugardal. Þrátt fyrir að hljóma eins og orðaleikur með eftirnafn Jóa þá er það ekki svo einfalt. Felino er lítill bær á Ítalíu þaðan sem Jói mun flytja inn dýrindis Salami-skinku, svokallaða Felino-salami, sem hann mun nota við matreiðsluna. Jói rak lengi vel Bakarí Jóa Fel sem finna mátti víða um land. Bakarísreksturinn var lýstur gjaldþrota þann 24. september í fyrra eftir að Lífeyrissjóður verslunarmanna gerði kröfu um það á grundvelli vangoldinna iðgjalda. Bakaríin voru víða á höfuðborgarsæðinu, til að mynda í Holtagörðum, Borgartúni, í JL-húsinu, Smáralind, Spönginni og Garðabæ. Í september í fyrra höfðu þau öll lokað nema í Holtagörðum og Spönginni. Bakaríinu í Borgartúni hafði verið lokað eftir að eigandi húsnæðisins höfðaði útburðarmál vegna vangoldinnar leigu. „Nú er bara seinni helmingurinn byrjaður hjá mér,“ segir Jói aðspurður um fyrri rekstrarvanda. „Það var bakstur í fyrri helming og nú tekur veitingareksturinn við. Það er áskorunin sem ég er að fara að glíma við, að reka veitingahús og kaffihús. Þetta er ekki alveg nýtt fyrir mér, það er margt mjög svipað,“ segir Jói í samtali við fréttastofu. Nýr kafli tekur við Jói segir í samtali við fréttastofu að nú sé nýr kafli að taka við í hans lífi. Síðasta árið hefur hann einbeitt sér að listmálun en hann segist ekki hafa getað unað sér við það og vildi ráðast í stærra verkefni. „Eins og margir vita er ég búinn að vera að mála en það var svolítið einmanalegt að vera einn að mála þannig að ég leitaði til manns sem á húsnæðið, þar sem Gló var, og stakk upp á því að við myndum opna hér léttan veitingastað með ítölsku ívafi,“ segir Jói. Staðurinn verður veitingastaður í bland við kaffihús og bakarí og verður ýmislegt á boðstólnum. „Þetta verður staður, sem fáir eru með á Íslandi. Þetta verður kaffihús með geggjuðum ítölskum samlokum og kökum, og svo verður pizzastaður og ítalskur matur,“ segir Jói. „Þetta verður með ítölsku þema. Ítalskur matur er svo sérstakur þannig að þetta verður ítalskur matur að mínum hætti.“ Jói ræddi nýja staðinn líka í Reykjavík síðdegis í dag. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Að þróa nýjan matseðil í beinni á Instagram Draumurinn sé að opna nýja staðinn fyrir jól en miðað við biðtíma eftir öllum tilskyldum leyfum gæti opnun dregist yfir á nýtt ár. „Það hefur alltaf verið draumurinn minn að opna veitingastað, ég hef alltaf verið að elda mikið. Nú hefst nýr kafli í mínu lífi, baksturinn er búinn og maður fer bara að elda. Ég held samt áfram að baka líka en ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Jói er núna á fullu að þróa nýjan matseðil fyrir staðinn sem hann tekur upp samviskusamlega og sýnir frá á Instagram-síðu sinni. Þar má líka sjá listaverkin sem Jói málar en til stendur að eitt verk eftir Jóa sjálfan verði til sýnis á Felino. Eitt slíkra verka sem vakti mikla lukku fyrr á árinu var mynd af Kára Stefánssyni, en hún fær þó ekki að hanga á Felino. Verkið sem verður hengt upp sýnir brauð, osta og vínflösku en fólk verður að mæta á Felino til að sjá það, mynd af því verki hefur ekki verið birt á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Jo hannes Felixson (@joifel) Áskorun að vinna lengur og mæta ekki á nóttunni Hann segir veitingahúsarekstur talsverða tilbreytingu frá bakarísbraskinu, þó þetta sé keimlíkur iðnaður. „Já, þó þetta sé mjög svipað þar sem maður er að búa til samlokur og pizzur, og ég ætla að búa til mitt eigið pasta þannig að það er heilmikill bakstur. Svo fæ ég til mín matreiðslumann sem hjálpar mér að elda matinn og svona. Þetta er svolítil áskorun, það er opið lengur, maður er ekki að mæta á nóttunni og það er að vinna allan daginn. Það er mikil tilhlökkun í því að breyta til og gera aðeins annað.“ Hann telur þó ekki að reksturinn sé það ólíkur bakarísrekstri, svona í grunninn. „Það sem maður hefur heyrt út undan sér að veitingarekstur gangi ekkert rosalega vel í dag, það er kannski helsta áskorunin: hráefnishækkanir, launahækkanir og allur kostnaður sem fylgir. Það er mikil áskorun að láta það ganga upp, það er bara kúnninn sem ræður því hvernig gengur,“ segir Jói. Pizzaofninn rétt komst inn Nú er Jói bara að bíða eftir hinum ýmsu leyfum, eins og frá heilbrigðiseftirlitinu, vinnueftirliti og byggingarfulltrúa, en Jói setti risastórann pizza-ofn inn á nýja staðinn sem varla komst inn. „Vandamálið var að koma honum inn í hús. Hann er eitt og hálft tonn og mjög stór og þegar ég pantaði ofninn þurfti ég að mæla glugga í húsinu, sem við þurftum að taka úr, til að koma ofninum inn um gluggann. Þegar við vorum að setja hann inn munaði fimm millimetrum að hann kæmist ekki inn,“ segir Jói. „Það þurfti að koma með kranabíl, það voru nokkrir sendibílstjórar með trillur og lyftara þannig að það mátti ekki miklu muna. Því mun meiri gleði þegar hann fór í gang,“ segir Jói.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Jói Fel var fimm daga að mála andlitsmynd af Rikka Leynigestur vikunnar í Brennslunni var myndlistarmaðurinn Jóhannes Felixsson eða Jói Fel eins og hann er gjarnan kallaður. Þau Kristín Ruth og Rikki G fengu tíu spurningar til að finna út hver leynigesturinn væri eins og heyra má í meðfylgjandi klippu. 7. apríl 2021 12:02 Þríeykið komið á striga Jóa Fel Nýjasta viðbótin í málverkasafni bakarans og listamannsins Jóa Fel eru myndir af frægasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 8. mars 2021 21:27 Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. 5. nóvember 2020 10:56 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Jói Fel var fimm daga að mála andlitsmynd af Rikka Leynigestur vikunnar í Brennslunni var myndlistarmaðurinn Jóhannes Felixsson eða Jói Fel eins og hann er gjarnan kallaður. Þau Kristín Ruth og Rikki G fengu tíu spurningar til að finna út hver leynigesturinn væri eins og heyra má í meðfylgjandi klippu. 7. apríl 2021 12:02
Þríeykið komið á striga Jóa Fel Nýjasta viðbótin í málverkasafni bakarans og listamannsins Jóa Fel eru myndir af frægasta þríeyki landsins, þeim Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. 8. mars 2021 21:27
Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana. 5. nóvember 2020 10:56