Sumir hafa svo jákvæð áhrif á okkur á ungum aldri að við gleymum þeim aldrei en það er tilfellið hjá súperstjörnunni Adele sem deildi því með tónleikagestum sínum á dögunum hvað grunnskólakennarinn hennar Ms McDonald hafði alltaf verið hvetjandi og uppbyggileg gagnvart henni. Tónleikarnir voru haldnir í London þar sem Adele er alin upp og kallaði hún þá An Audience With Adele.
Leikkonan Emma Thompson var stödd í salnum og spurði Adele fyrir framan áhorfendur hvaða kona hafði haft hvað mest áhrif á hana á uppvaxtarárunum. Adele svaraði á einlægan hátt hvað kennari hennar Ms McDonald hefði alltaf verið skemmtileg og þorað að vera öðruvísi, hvatt hana til að syngja og rækta hæfileika sína og mikilvægast af öllu - að missa aldrei trú á sér.
We all have that one teacher who changed our life such a beautiful reunion!
— ITV (@ITV) November 21, 2021
*PS, would totally buy Alan Carr s version of Make You Feel My Love* @Adele #AnAudienceWithAdele https://t.co/2ZZI2RS0mI pic.twitter.com/hlTOOZKt5j
Thompson vissi af þessu fyrirfram og hafði því boðið þessum frábæra kennara á tónleikana án þess að Adele vissi. Þegar hún sá svo fyrrum kennarann sinn ganga að sviðinu brást Adele í grátur og faðmaði hana innilega. Hún þakkaði McDonald fyrir allt og þótti virkilega vænt um þessa fallegu endurfundi en tónleikagestir voru einnig djúpt snortir yfir þessu og mátti varla sjá þurrt auga í salnum.
Það er engum blöðum um það að fletta að góðir kennarar geta gert kraftaverk og við þökkum Ms McDonald alla þá hvatningu sem hún hefur veitt Adele í gegnum tíðina þar sem Adele er óneitanlega einhver stærsta tónlistar gersemi okkar samtíma.