Trompaðist eftir að LeBron James sló hann til blóðs Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 07:31 Isaiah Stewart var í hefndarhug eftir höggið frá LeBron James. Báðir voru reknir af velli. AP/Nic Antaya LeBron James var rekinn út úr húsi eftir að hafa slegið andstæðing til blóðs í sigri Los Angeles Lakers á Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. James og Isaiah Stewart börðust um frákast eftir vítaskot þegar skammt var liðið á 3. leikhluta, og Lakers tólf stigum undir, 79-67. Eins og sjá má hér að neðan sló James hendi í höfuð Stewarts sem brást illur við, sérstaklega þegar blóð byrjaði að leka niður andlit hans. Stewart reyndi að ná til James og ítrekað þurfti að stöðva þær tilraunir hans áður en honum var vísað úr húsi rétt eins og James. The Lakers and Pistons had to be separated multiple times after this play between LeBron and Isaiah Stewart. pic.twitter.com/im0o7fXeoI— SportsCenter (@SportsCenter) November 22, 2021 Þetta er aðeins í annað sinn sem hinn 36 ára gamli James er rekinn af velli á 19 ára löngum ferli. Hann var einnig rekinn af velli í nóvember árið 2017, í leik gegn Miami Heat. James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leikinn en Anthony Davis tók til varna fyrir hann: „Allir í deildinni vita að LeBron er ekki leikmaður sem beitir bellibrögðum. Um leið og hann fann að hann hefði slegið hann [Stewart] horfði hann á hann og sagði: „Ó, fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að gera þetta.““ Það á eftir að skýrast hvort og hvernig leikmönnunum tveimur verður refsað með leikbanni en James á á hættu að missa af ferð Lakers í Madison Square Garden þar sem liðið mætir New York Knicks annað kvöld. Davis og Russell Westbrook sáu hins vegar til þess að Lakers færi með sigur af hólmi í leiknum gegn Detroit sem lauk með 121-116 sigri Lakers. Davis skoraði 30 stig og tók 10 fráköst, og Westbrook skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsendingar. Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
James og Isaiah Stewart börðust um frákast eftir vítaskot þegar skammt var liðið á 3. leikhluta, og Lakers tólf stigum undir, 79-67. Eins og sjá má hér að neðan sló James hendi í höfuð Stewarts sem brást illur við, sérstaklega þegar blóð byrjaði að leka niður andlit hans. Stewart reyndi að ná til James og ítrekað þurfti að stöðva þær tilraunir hans áður en honum var vísað úr húsi rétt eins og James. The Lakers and Pistons had to be separated multiple times after this play between LeBron and Isaiah Stewart. pic.twitter.com/im0o7fXeoI— SportsCenter (@SportsCenter) November 22, 2021 Þetta er aðeins í annað sinn sem hinn 36 ára gamli James er rekinn af velli á 19 ára löngum ferli. Hann var einnig rekinn af velli í nóvember árið 2017, í leik gegn Miami Heat. James ræddi ekki við fjölmiðla eftir leikinn en Anthony Davis tók til varna fyrir hann: „Allir í deildinni vita að LeBron er ekki leikmaður sem beitir bellibrögðum. Um leið og hann fann að hann hefði slegið hann [Stewart] horfði hann á hann og sagði: „Ó, fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að gera þetta.““ Það á eftir að skýrast hvort og hvernig leikmönnunum tveimur verður refsað með leikbanni en James á á hættu að missa af ferð Lakers í Madison Square Garden þar sem liðið mætir New York Knicks annað kvöld. Davis og Russell Westbrook sáu hins vegar til þess að Lakers færi með sigur af hólmi í leiknum gegn Detroit sem lauk með 121-116 sigri Lakers. Davis skoraði 30 stig og tók 10 fráköst, og Westbrook skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsendingar. Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto
Úrslitin í nótt: LA Clippers 97-91 Dallas Detroit 116-121 LA Lakers Chicago 109-103 New York Knicks Phoenix 126-97 Denver Golden State 119-104 Toronto
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira