Óðagot þegar peningum rigndi yfir hraðbrautina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2021 14:17 Fjöldi fólks stoppaði á hraðbrautinni og hirti upp talsverða fjármuni. Skjáskot Seðlum hreinlega rigndi á hraðbraut í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær, sem olli því að hraðbrautin lokaðist þegar ökumenn námu staðar og freistuðu þess að ná sér í skjótfenginn gróða. Peningarnir komu úr sendiferðabíl sem virðist ekki hafa verið nægilega vel lokaður. Myndbönd af vettvangi sýna vel það óðagot sem greip um sig meðal ökumanna, sem olli því að umferðarteppa myndaðist. Lögregla kom á vettvang og handtók einhverja, meðan öðrum var gert að skila fjármununum, enda ekki þeirra eign. „Af einhverri ástæðu flæddu peningar út úr brynvörðum bíl,“ hefur BBC eftir lögreglumanni. „Það voru seðlar svífandi um allt.“ Upphæðir sem ekki verða teknar upp af götunni Bandaríski heilsuáhrifavaldurinn Demi Bagby var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað og birti myndband frá vettvangi. „Þetta er það ruglaðasta sem ég hef séð,“ heyrist Bagby meðal annars segja. Idk but someone def getting fired 😅(via @DemiBagby) pic.twitter.com/wvxEfyLZBw— Overtime (@overtime) November 19, 2021 BBC greinir frá því að bandaríska alríkislögreglan, FBI, sé komin í málið. Fólk sem hafi hirt seðla af hraðbrautinni og stungið af sé þá hvatt til þess að stíga fram og skila peningunum. Að öðrum kosti gæti það átt á hættu að vera ákært. „Ef fjöldinn allur af sjónvörpum myndi detta úr flutningabíl á hraðbrautinni, þá máttu ekkert bara taka þau,“ er haft eftir hraðbrautarlögreglumanninum Jim Bettencourt. Þá er greint frá því að yfir tíu manns hafi þegar séð að sér og skilað fjármunum sem það tók. Sumir hafi náð að hafa á brott umtalsverða fjármuni í reiðufé, þó nákvæm upphæð liggi ekki fyrir. „Fólk er að koma til baka með háar upphæðir. Þetta voru miklir peningar,“ er haft eftir lögreglumanni sem hefur unnið að málinu. Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Myndbönd af vettvangi sýna vel það óðagot sem greip um sig meðal ökumanna, sem olli því að umferðarteppa myndaðist. Lögregla kom á vettvang og handtók einhverja, meðan öðrum var gert að skila fjármununum, enda ekki þeirra eign. „Af einhverri ástæðu flæddu peningar út úr brynvörðum bíl,“ hefur BBC eftir lögreglumanni. „Það voru seðlar svífandi um allt.“ Upphæðir sem ekki verða teknar upp af götunni Bandaríski heilsuáhrifavaldurinn Demi Bagby var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað og birti myndband frá vettvangi. „Þetta er það ruglaðasta sem ég hef séð,“ heyrist Bagby meðal annars segja. Idk but someone def getting fired 😅(via @DemiBagby) pic.twitter.com/wvxEfyLZBw— Overtime (@overtime) November 19, 2021 BBC greinir frá því að bandaríska alríkislögreglan, FBI, sé komin í málið. Fólk sem hafi hirt seðla af hraðbrautinni og stungið af sé þá hvatt til þess að stíga fram og skila peningunum. Að öðrum kosti gæti það átt á hættu að vera ákært. „Ef fjöldinn allur af sjónvörpum myndi detta úr flutningabíl á hraðbrautinni, þá máttu ekkert bara taka þau,“ er haft eftir hraðbrautarlögreglumanninum Jim Bettencourt. Þá er greint frá því að yfir tíu manns hafi þegar séð að sér og skilað fjármunum sem það tók. Sumir hafi náð að hafa á brott umtalsverða fjármuni í reiðufé, þó nákvæm upphæð liggi ekki fyrir. „Fólk er að koma til baka með háar upphæðir. Þetta voru miklir peningar,“ er haft eftir lögreglumanni sem hefur unnið að málinu.
Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira