„Auðvitað er þetta svikamylla“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 15:00 Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Vísir Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið. „Fólki er sagt að landamærin séu opin, þannig að það er verið að lofa fólki betra lífi. Þetta náttúrulega myndi ekkert gerast nema með stuðningi Hvíta-Rússlands og stjórnvalda. Fólk kemst ekkert að landamærunum nema stjórnvöld styðji það,“ segir Hilmar. Evrópusambandið hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld þar í landi og yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærunum. Sjá einnig: Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum „Auðvitað er þetta svikamylla, það er farið mjög illa með þetta fólk á landamærunum. Það er sprautað framan í þau táragasi og með vatnsbyssum. Þetta náttúrulega er ekkert í samræmi við mannréttindaviðhorf og yfirlýsingar Evrópusambandsins, að taka svona á móti fólki sem er búið að fara illa með, og plata og féfletta,“ segir Hilmar Þór í viðtalinu. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta“ Hilmar telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, standi þétt við bak einræðisherrans. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta. Pútín neitar að vera á bakvið þetta en það er af því hann vill vera einhver málamiðlunarmaður; milli Evrópusambandsins og til að miðla málum við Lúkasjenka,“ segir Hilmar Þór. Lúkasjenka hótað að skrúfa fyrir gas „Hann [Lúkasjenka] er byrjaður að hægja á gas- og olíuflutningum til Evrópu, vegna þessarar deilu. Hann vill að viðskiptaþvingununum verði aflétt og er farinn að beita þessum leiðslum sem liggja í gegnum Hvíta-Rússland,“ segir Hilmar Þór. Hilmar segir að Lúkasjenka sé þannig farinn að beita orku sem vopni, enda Þýskaland mjög háð gasi frá Rússlandi. „Pútín er óánægður og hann náttúrulega notar sitt leppríki til að gera alls konar hluti. Til þess að reyna að komast í samningsstöðu, reyna að vekja ugg og ótta og sundrungu, og það er það sem hann er að gera.“ Sjá einnig: Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
„Fólki er sagt að landamærin séu opin, þannig að það er verið að lofa fólki betra lífi. Þetta náttúrulega myndi ekkert gerast nema með stuðningi Hvíta-Rússlands og stjórnvalda. Fólk kemst ekkert að landamærunum nema stjórnvöld styðji það,“ segir Hilmar. Evrópusambandið hefur harðlega gagnrýnt stjórnvöld þar í landi og yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærunum. Sjá einnig: Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum „Auðvitað er þetta svikamylla, það er farið mjög illa með þetta fólk á landamærunum. Það er sprautað framan í þau táragasi og með vatnsbyssum. Þetta náttúrulega er ekkert í samræmi við mannréttindaviðhorf og yfirlýsingar Evrópusambandsins, að taka svona á móti fólki sem er búið að fara illa með, og plata og féfletta,“ segir Hilmar Þór í viðtalinu. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta“ Hilmar telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, standi þétt við bak einræðisherrans. „Það blasir alveg við að Pútín er á bakvið þetta. Pútín neitar að vera á bakvið þetta en það er af því hann vill vera einhver málamiðlunarmaður; milli Evrópusambandsins og til að miðla málum við Lúkasjenka,“ segir Hilmar Þór. Lúkasjenka hótað að skrúfa fyrir gas „Hann [Lúkasjenka] er byrjaður að hægja á gas- og olíuflutningum til Evrópu, vegna þessarar deilu. Hann vill að viðskiptaþvingununum verði aflétt og er farinn að beita þessum leiðslum sem liggja í gegnum Hvíta-Rússland,“ segir Hilmar Þór. Hilmar segir að Lúkasjenka sé þannig farinn að beita orku sem vopni, enda Þýskaland mjög háð gasi frá Rússlandi. „Pútín er óánægður og hann náttúrulega notar sitt leppríki til að gera alls konar hluti. Til þess að reyna að komast í samningsstöðu, reyna að vekja ugg og ótta og sundrungu, og það er það sem hann er að gera.“ Sjá einnig: Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Hlusta má í viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15