Kanye og Drake halda tónleika saman Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2021 21:36 Kanye og Drake við heimili þess síðarnefnda í Toronto í byrjun vikunnar. Instagram/Kanye Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Drake, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust óvænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tónleikum þann 9. desember næstkomandi í tilraun til að reyna að fá bandarísk yfirvöld til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum. Kanye hefur um árabil talað fyrir því að Larry veðri látinn laus en hann er einn stofnanda gengisins Gangster Disciples í Chicago, heimaborg Kanye. Drake hefur einnig beitt sér fyrir þessu nýlega og svo virðist sem rappararnir tveir hafi lagt ágreiningsefni sín til hliðar og sameinað krafta sína í baráttunni. Kanye birti myndband af sér fyrr í þessum mánuði þar sem hann biðlaði til Drake að koma fram með sér á tónleikum fyrir Larry. „Bæði ég og Drake höfum skotið fast hvor á annan en nú er tími til að leggja það allt til hliðar,“ sagði Kanye í myndbandinu sem má sjá hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by ye (@kanyewest) Það var svo á þriðjudaginn að þeir birtu báðir myndir og myndbönd af sér saman í partýi á heimili Drake í Toronto í Kanada. Með þeim var meðal annars skemmtikrafturinn Dave Chappelle, sem hélt ræðu í tilefni sáttastundarinnar og sagði hana sögulega. View this post on Instagram A post shared by champagnepapi (@champagnepapi) Og í dag birti Kanye síðan auglýsingu fyrir tónleikana sem þeir Drake ætla að halda saman þann 9. desember til að vekja athygli á málefninu. Hefur setið inni tvo þriðju hluta ævinnar Larry Hoover var dæmdur í fangelsi árið 1973 og er nú kominn með samtals sex lífstíðardóma á sig; fyrst fyrir að hafa fyrirskipað morð og síðan hefur hann fengið á sig fleiri dóma sem tengjast hans þátttöku innan gengisins frá Chicago. Árið 1995 var hann síðan dæmdur í 150 til 200 ára fangelsi fyrir að hafa myrt 19 ára eiturlyfjasala, eftir sautján ára rannsókn á hans gjörðum. Mynd af Larry sem sonur hans birti á netinu.Instagram/Larry Hoover Jr. Hann er einn stofnenda gengisins en Kanye hefur sjálfur tengingar inn í það enda margir vinir hans hluti af því. Síðan hafa margir talað fyrir frelsi Larry sem nú er orðinn sjötugur að aldri og vilja menn meina að hann hafi hlotið allt of þunga dóma fyrir glæpi sína. Hann hefur setið inni í fangelsi í 48 ár en var dæmdur þegar hann var 23 ára gamall. Hann hefur þannig eytt tveimur þriðju hlutum lífs síns innan veggja fangelsis. Til samanburðar er hefðbundinn fangelsisdómur á Íslandi fyrir manndráp 16 ár. Bandaríkin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Löng bið eftir plötu Drake loks á enda Drake gaf í morgun út sína sjöttu stúdíóplötu, Certified Lover Boy. Tónlistarunnendur hafa þurft að bíða í þrjú ár eftir stúdíóplötu frá þessum vinsælasta tónlistarmanni heims í dag. 3. september 2021 15:24 Donda er loksins komin út Tíunda hljómplata rapparans Kanye West er komin út. Platan ber nafnið Donda en hún er nefnd eftir móður Kanyes, Dondu West, sem lést árið 2007. 29. ágúst 2021 15:33 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Kanye hefur um árabil talað fyrir því að Larry veðri látinn laus en hann er einn stofnanda gengisins Gangster Disciples í Chicago, heimaborg Kanye. Drake hefur einnig beitt sér fyrir þessu nýlega og svo virðist sem rappararnir tveir hafi lagt ágreiningsefni sín til hliðar og sameinað krafta sína í baráttunni. Kanye birti myndband af sér fyrr í þessum mánuði þar sem hann biðlaði til Drake að koma fram með sér á tónleikum fyrir Larry. „Bæði ég og Drake höfum skotið fast hvor á annan en nú er tími til að leggja það allt til hliðar,“ sagði Kanye í myndbandinu sem má sjá hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by ye (@kanyewest) Það var svo á þriðjudaginn að þeir birtu báðir myndir og myndbönd af sér saman í partýi á heimili Drake í Toronto í Kanada. Með þeim var meðal annars skemmtikrafturinn Dave Chappelle, sem hélt ræðu í tilefni sáttastundarinnar og sagði hana sögulega. View this post on Instagram A post shared by champagnepapi (@champagnepapi) Og í dag birti Kanye síðan auglýsingu fyrir tónleikana sem þeir Drake ætla að halda saman þann 9. desember til að vekja athygli á málefninu. Hefur setið inni tvo þriðju hluta ævinnar Larry Hoover var dæmdur í fangelsi árið 1973 og er nú kominn með samtals sex lífstíðardóma á sig; fyrst fyrir að hafa fyrirskipað morð og síðan hefur hann fengið á sig fleiri dóma sem tengjast hans þátttöku innan gengisins frá Chicago. Árið 1995 var hann síðan dæmdur í 150 til 200 ára fangelsi fyrir að hafa myrt 19 ára eiturlyfjasala, eftir sautján ára rannsókn á hans gjörðum. Mynd af Larry sem sonur hans birti á netinu.Instagram/Larry Hoover Jr. Hann er einn stofnenda gengisins en Kanye hefur sjálfur tengingar inn í það enda margir vinir hans hluti af því. Síðan hafa margir talað fyrir frelsi Larry sem nú er orðinn sjötugur að aldri og vilja menn meina að hann hafi hlotið allt of þunga dóma fyrir glæpi sína. Hann hefur setið inni í fangelsi í 48 ár en var dæmdur þegar hann var 23 ára gamall. Hann hefur þannig eytt tveimur þriðju hlutum lífs síns innan veggja fangelsis. Til samanburðar er hefðbundinn fangelsisdómur á Íslandi fyrir manndráp 16 ár.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Tengdar fréttir Löng bið eftir plötu Drake loks á enda Drake gaf í morgun út sína sjöttu stúdíóplötu, Certified Lover Boy. Tónlistarunnendur hafa þurft að bíða í þrjú ár eftir stúdíóplötu frá þessum vinsælasta tónlistarmanni heims í dag. 3. september 2021 15:24 Donda er loksins komin út Tíunda hljómplata rapparans Kanye West er komin út. Platan ber nafnið Donda en hún er nefnd eftir móður Kanyes, Dondu West, sem lést árið 2007. 29. ágúst 2021 15:33 Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Löng bið eftir plötu Drake loks á enda Drake gaf í morgun út sína sjöttu stúdíóplötu, Certified Lover Boy. Tónlistarunnendur hafa þurft að bíða í þrjú ár eftir stúdíóplötu frá þessum vinsælasta tónlistarmanni heims í dag. 3. september 2021 15:24
Donda er loksins komin út Tíunda hljómplata rapparans Kanye West er komin út. Platan ber nafnið Donda en hún er nefnd eftir móður Kanyes, Dondu West, sem lést árið 2007. 29. ágúst 2021 15:33