Banvænasta árið frá upphafi mælinga Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. nóvember 2021 20:59 Alexandra Briem er fyrsta trans konan sem gegnir embætti forseta borgarstjórnar. stöð 2 Haldið er upp á minningardag trans fólks víða um heim í dag og þar er Ísland ekki undanskilið. Dagurinn er helgaður minningunni um trans fólk sem hefur verið myrt eða svipt sig lífi í gegnum tíðina. Minningardagurinn fór ekki fram hjá neinum sem gekk fram hjá Hörpunni í kvöld en hún var tendruð í litum alþjóðlega trans fánans; bleikum, bláum og hvítum. Fréttastofa ræddi við Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar, sem er fyrsta trans konan til að gegna því embætti. Hún hélt erindi á málþingi Samtakanna 78 sem haldinn var í dag. Erfiður dagur „Þessi dagur er alltaf þyngri en maður á von á. Þetta er dagurinn sem við minnumst þeirra sem hafa fallið frá á árinu og samkvæmt mælingum þá er þetta eitt banvænasta árið fyrir trans fólk frá því að mælingar hófust,“ segir Alexandra. „Við erum náttúrulega bæði með sýnileikadag og núna minningardag og að vissu leyti þá er hættan alltaf í því að því sýnilegri sem við erum því auðveldara skotmark verðum við líka.“ Er eins og baráttan gangi hægar en vonast var til? „Að einhverju leyti já. Við erum náttúrulega að sjá visst bakslag í heiminum í dag. Við erum að sjá mikið af auknum réttindum víðs vegar en við erum líka að sjá afturhaldi og íhaldi vaxa ásmegin og svona bakslag víðs vegar í heiminum og við þurfum að berjast gegn því. Því að fyrir okkur þýðir þetta dauða,“ segir Alexandra. Fara verði í aðgerðir á Íslandi til að styðja við réttindabaráttu trans fólks. „Við verðum náttúrulega að efla fræðslustarf. Við í borginni erum með félagsmiðstöð fyrir hinsegin krakka og við viljum fá félagsmálaráðuneytið eða barnamálaráðherra með okkur í það. Við viljum líka breyta reglugerð um salerni en Reykjavíkurborg var beitt dagsektum þegar við ókyngreindum salernið og það er að letja aðra aðila frá því að taka sama skref. Hinsegin Málefni transfólks Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Minningardagurinn fór ekki fram hjá neinum sem gekk fram hjá Hörpunni í kvöld en hún var tendruð í litum alþjóðlega trans fánans; bleikum, bláum og hvítum. Fréttastofa ræddi við Alexöndru Briem, forseta borgarstjórnar, sem er fyrsta trans konan til að gegna því embætti. Hún hélt erindi á málþingi Samtakanna 78 sem haldinn var í dag. Erfiður dagur „Þessi dagur er alltaf þyngri en maður á von á. Þetta er dagurinn sem við minnumst þeirra sem hafa fallið frá á árinu og samkvæmt mælingum þá er þetta eitt banvænasta árið fyrir trans fólk frá því að mælingar hófust,“ segir Alexandra. „Við erum náttúrulega bæði með sýnileikadag og núna minningardag og að vissu leyti þá er hættan alltaf í því að því sýnilegri sem við erum því auðveldara skotmark verðum við líka.“ Er eins og baráttan gangi hægar en vonast var til? „Að einhverju leyti já. Við erum náttúrulega að sjá visst bakslag í heiminum í dag. Við erum að sjá mikið af auknum réttindum víðs vegar en við erum líka að sjá afturhaldi og íhaldi vaxa ásmegin og svona bakslag víðs vegar í heiminum og við þurfum að berjast gegn því. Því að fyrir okkur þýðir þetta dauða,“ segir Alexandra. Fara verði í aðgerðir á Íslandi til að styðja við réttindabaráttu trans fólks. „Við verðum náttúrulega að efla fræðslustarf. Við í borginni erum með félagsmiðstöð fyrir hinsegin krakka og við viljum fá félagsmálaráðuneytið eða barnamálaráðherra með okkur í það. Við viljum líka breyta reglugerð um salerni en Reykjavíkurborg var beitt dagsektum þegar við ókyngreindum salernið og það er að letja aðra aðila frá því að taka sama skref.
Hinsegin Málefni transfólks Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira