De Gea: Erfitt að horfa upp á þetta - Ekki stjóranum að kenna Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. nóvember 2021 17:35 De Gea í leikslok. vísir/Getty David De Gea var ekki að skafa af hlutunum í viðtali eftir niðurlægjandi tap Man Utd gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. „Það er ekki mikið hægt að segja. Það var vandræðalegt að sjá Man Utd spila eins og við gerðum í dag. Þetta er ekki ásættanlegt; hvernig við spilum og hvernig við gerum hluti inn á vellinum. Það er auðvelt að kenna stjóranum um en stundum er við leikmennina að sakast. Við verðum að gera miklu betur,“ segir De Gea. Spænski markvörðurinn varði vítaspyrnu frá Ismaila Sarr í tvígang í fyrri hálfleik en heimamenn hefðu hæglega getað farið með meiri forystu en 2-0 inn í leikhléið. „Fyrri hálfleikur var vandræðalegur. Við hefðum getað fengið á okkur fjögur mörk á 45 mínútum. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Martröð á eftir martröð. Við getum ekki sætt okkur við þetta.“ „Við erum að reyna að gera okkar besta og berjast fyrir liðið en það er klárlega eitthvað að. Það sjá það allir í leikjunum. Spilamennskan er í mjög lágum gæðaflokki. Við þurfum að biðja stuðningsmennina afsökunar, enn og aftur,“ sagði De Gea. De Gea hefur leikið 456 leiki fyrir Man Utd og augljóst að hann er ekki ánægður með á hvaða stað liðið er í dag. „Þetta er ekki Manchester United eða spilamennskan sem við viljum standa fyrir. Þetta hefur verið mjög vont í langan tíma. Félag eins og Man Utd verður að vera að keppa um titla og berjast í fremstu röð. Ef ég er alveg heiðarlegur þá erum við langt frá því.“ „Við verðum að halda áfram og standa saman. Við erum alltaf að segja sömu hlutina en þetta er sannleikurinn. Við verðum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt,“ segir De Gea. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
„Það er ekki mikið hægt að segja. Það var vandræðalegt að sjá Man Utd spila eins og við gerðum í dag. Þetta er ekki ásættanlegt; hvernig við spilum og hvernig við gerum hluti inn á vellinum. Það er auðvelt að kenna stjóranum um en stundum er við leikmennina að sakast. Við verðum að gera miklu betur,“ segir De Gea. Spænski markvörðurinn varði vítaspyrnu frá Ismaila Sarr í tvígang í fyrri hálfleik en heimamenn hefðu hæglega getað farið með meiri forystu en 2-0 inn í leikhléið. „Fyrri hálfleikur var vandræðalegur. Við hefðum getað fengið á okkur fjögur mörk á 45 mínútum. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Martröð á eftir martröð. Við getum ekki sætt okkur við þetta.“ „Við erum að reyna að gera okkar besta og berjast fyrir liðið en það er klárlega eitthvað að. Það sjá það allir í leikjunum. Spilamennskan er í mjög lágum gæðaflokki. Við þurfum að biðja stuðningsmennina afsökunar, enn og aftur,“ sagði De Gea. De Gea hefur leikið 456 leiki fyrir Man Utd og augljóst að hann er ekki ánægður með á hvaða stað liðið er í dag. „Þetta er ekki Manchester United eða spilamennskan sem við viljum standa fyrir. Þetta hefur verið mjög vont í langan tíma. Félag eins og Man Utd verður að vera að keppa um titla og berjast í fremstu röð. Ef ég er alveg heiðarlegur þá erum við langt frá því.“ „Við verðum að halda áfram og standa saman. Við erum alltaf að segja sömu hlutina en þetta er sannleikurinn. Við verðum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt,“ segir De Gea.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05