Lakers skellt í Baunaborginni í nótt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. nóvember 2021 09:30 Marcus Smart á leið að körfunni í nótt EPA-EFE/CJ GUNTHER Lebron James sneri aftur í lið Los Angeles Lakers eftir meiðsli en það reyndist ekki nóg til þess að sigra Boston Celtics í TD Garðinum í Boston. Alls fóru fram níu leikir í NBA deildinni í nótt. Það er alltaf aukin spenna þegar þessi tvö sögufrægustu lið NBA deildarinnar mætast sama hvernig liðunum gengur í töflunni en bæði liðin hafa farið hálf skröltandi af stað í haust. Það voru grænir Boston menn sem voru sterkari aðeilinn í nótt og liðið vann sigur, 130-108. Jayson Tatum skoraði 37 stig fyrir Boston en Anthony Davis skoraði 31 stig fyrir Lakers. Chicago Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni en liðið hefur farið frábærlega af stað í vetur. Að þessu sinni lagði liðið Denver Nuggets, 108-114. Bulls hefur ekki unnið Nuggets á útivelli síðan árið 2006. Chicago hefur unnið ellefu af fyrstu 16 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur ekki byrjað betur í langan tíma. Zach Lavine var allt í öllu hjá Chicago í nótt og skoraði 36 stig en Aaron Gordon var atkvæðamestur Nuggets með 28. Nikola Jokic lék ekki með Denver í nótt vegna meiðsla. Third career 30-point game@googlecloud || Player of the Game pic.twitter.com/JT92D9MN67— Golden State Warriors (@warriors) November 20, 2021 Tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram uppteknum hætti í nótt. Golden State Warriors bar sigurorð af Detroit Pistons, 102-105. Warriors voru án síns besta leikmanns, Stephen Curry, en það kom ekki að sök. Jordan Poole skoraði 32 stig fyrir Warriors og Andrew Wiggins 27. Hjá Pistons var Franck Jackson stigahæstur með 27 stig. Þá vann Phoenix Suns sinn ellefta leik í röð á tímabilinu þegar liðið lagði Dallas Mavericks á heimavelli, 112-104. Liðið hefur ekki unnið svo marga leiki í röð í meira en áratug. Gamla brýnið Chris Paul var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og 14 stoðsendingar en hjá Dallas skoraði Lettinn Kristaps Porzingis 23 stig. Önnur úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 121-118 Indiana Pacers Brooklyn Nets 115-113 Orlando Magic Milwaukee Bucks 96-89 Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans 94-81 Los Angeles Clippers Sacramento Kings 89-108 Toronto Raptors NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Það er alltaf aukin spenna þegar þessi tvö sögufrægustu lið NBA deildarinnar mætast sama hvernig liðunum gengur í töflunni en bæði liðin hafa farið hálf skröltandi af stað í haust. Það voru grænir Boston menn sem voru sterkari aðeilinn í nótt og liðið vann sigur, 130-108. Jayson Tatum skoraði 37 stig fyrir Boston en Anthony Davis skoraði 31 stig fyrir Lakers. Chicago Bulls hélt áfram sigurgöngu sinni en liðið hefur farið frábærlega af stað í vetur. Að þessu sinni lagði liðið Denver Nuggets, 108-114. Bulls hefur ekki unnið Nuggets á útivelli síðan árið 2006. Chicago hefur unnið ellefu af fyrstu 16 leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur ekki byrjað betur í langan tíma. Zach Lavine var allt í öllu hjá Chicago í nótt og skoraði 36 stig en Aaron Gordon var atkvæðamestur Nuggets með 28. Nikola Jokic lék ekki með Denver í nótt vegna meiðsla. Third career 30-point game@googlecloud || Player of the Game pic.twitter.com/JT92D9MN67— Golden State Warriors (@warriors) November 20, 2021 Tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram uppteknum hætti í nótt. Golden State Warriors bar sigurorð af Detroit Pistons, 102-105. Warriors voru án síns besta leikmanns, Stephen Curry, en það kom ekki að sök. Jordan Poole skoraði 32 stig fyrir Warriors og Andrew Wiggins 27. Hjá Pistons var Franck Jackson stigahæstur með 27 stig. Þá vann Phoenix Suns sinn ellefta leik í röð á tímabilinu þegar liðið lagði Dallas Mavericks á heimavelli, 112-104. Liðið hefur ekki unnið svo marga leiki í röð í meira en áratug. Gamla brýnið Chris Paul var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og 14 stoðsendingar en hjá Dallas skoraði Lettinn Kristaps Porzingis 23 stig. Önnur úrslit næturinnar: Charlotte Hornets 121-118 Indiana Pacers Brooklyn Nets 115-113 Orlando Magic Milwaukee Bucks 96-89 Oklahoma City Thunder New Orleans Pelicans 94-81 Los Angeles Clippers Sacramento Kings 89-108 Toronto Raptors
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira