Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 18:00 Þessi mynd var tekin við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands. AP/Maxim Guchek Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. Þá var flogið með fólk frá Hvíta-Rússlandi aftur til Íraks í fyrsta sinni í mánuði í gær. Anna Michalska, talskona landamæravörslu Póllands, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrum klukkustundum eftir að fólkið hefði verið flutt á brott hefðu um 500 manns verið flutt aftur að landamærunum. Þá hefðu hermenn reynt að hjálpa þeim að komast yfir landamærin. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún fjóra landamæraverði hafa særst. Undanfarnar vikur hefur mikill fjöldi farandsfólks safnast saman við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Ráðamenn Evrópusambandsins saka Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands um að senda fólki að landamærunum að nágrannaríkjunum Póllandi, Litháen og Lettlandi til þess að ná sér niðri á Evrópuríkjum vegna refsiaðgerða þeirra og skapa glundroða. Hvít-Rússar lokuðu búðum við landamærin í gær og fluttu fjölda fólks í vöruskemmu nærri Grodno.AP/Maxim Guchek Hann er sakaður um að laða fólk til Hvíta Rússlands með gylliboðum um auðveldan aðgang að Evrópusambandinu. Lúkasjenka hefur þó neitað því. Talið er að um fimm þúsund farand- og flóttamenn séu í Hvíta-Rússlandi, eftir að hundruðum var flogið til Íraks í gær. Sagði hermenn mögulega hafa hjálpað Í viðtali við BBC sem birt var í dag sagði Lúkasjenka að það gæti vel verið að hermenn hans hefðu hjálpað fólki yfir landamærin til Póllands. Það væri þó ekki rétt að fólkinu hefði verið boðið til Hvíta-Rússlands. „Kannski hjálpaði þeim einhver. Ég ætla ekki einu sinni að skoða þetta,“ sagði hann. Lúkasjenka sagði einnig að hann hefði sagt ráðamönnum í Evrópu að hann ætlaði ekki að stöðva fólkið og það myndi hann aldrei gera því „þau eru ekki að koma til landsins míns, þau eru að koma til ykkar“. „En ég bauð þeim ekki hingað. Í sannleikanum sagt vill ég ekki að þau fari í gegnum Hvíta-Rússland.“ Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sakaði Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í mánuðinum um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Sjá einnig: Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Blaðamaður BBC spurði Lúkasjenka út í það að hann hefði látið loka um 270 alþjóðasamtökum í Rússlandi frá því í júlí. Við því brást einræðisherrann reiður. „Við munum slátra öllum þessum úrhrökum sem þið hafið fjármagnað. Þið eruð reið yfir því að við höfum rifið niður þessar byggingar. Þessi alþjóðasamtök eða hvað sem þau eru, sem þið hafið verið að borga fyrir.“ Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. 17. nóvember 2021 20:16 Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. 17. nóvember 2021 14:36 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Þá var flogið með fólk frá Hvíta-Rússlandi aftur til Íraks í fyrsta sinni í mánuði í gær. Anna Michalska, talskona landamæravörslu Póllands, sagði á blaðamannafundi í dag að nokkrum klukkustundum eftir að fólkið hefði verið flutt á brott hefðu um 500 manns verið flutt aftur að landamærunum. Þá hefðu hermenn reynt að hjálpa þeim að komast yfir landamærin. Samkvæmt frétt Reuters sagði hún fjóra landamæraverði hafa særst. Undanfarnar vikur hefur mikill fjöldi farandsfólks safnast saman við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Ráðamenn Evrópusambandsins saka Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands um að senda fólki að landamærunum að nágrannaríkjunum Póllandi, Litháen og Lettlandi til þess að ná sér niðri á Evrópuríkjum vegna refsiaðgerða þeirra og skapa glundroða. Hvít-Rússar lokuðu búðum við landamærin í gær og fluttu fjölda fólks í vöruskemmu nærri Grodno.AP/Maxim Guchek Hann er sakaður um að laða fólk til Hvíta Rússlands með gylliboðum um auðveldan aðgang að Evrópusambandinu. Lúkasjenka hefur þó neitað því. Talið er að um fimm þúsund farand- og flóttamenn séu í Hvíta-Rússlandi, eftir að hundruðum var flogið til Íraks í gær. Sagði hermenn mögulega hafa hjálpað Í viðtali við BBC sem birt var í dag sagði Lúkasjenka að það gæti vel verið að hermenn hans hefðu hjálpað fólki yfir landamærin til Póllands. Það væri þó ekki rétt að fólkinu hefði verið boðið til Hvíta-Rússlands. „Kannski hjálpaði þeim einhver. Ég ætla ekki einu sinni að skoða þetta,“ sagði hann. Lúkasjenka sagði einnig að hann hefði sagt ráðamönnum í Evrópu að hann ætlaði ekki að stöðva fólkið og það myndi hann aldrei gera því „þau eru ekki að koma til landsins míns, þau eru að koma til ykkar“. „En ég bauð þeim ekki hingað. Í sannleikanum sagt vill ég ekki að þau fari í gegnum Hvíta-Rússland.“ Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sakaði Vladímír Pútín Rússlandsforseta fyrr í mánuðinum um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Sjá einnig: Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Blaðamaður BBC spurði Lúkasjenka út í það að hann hefði látið loka um 270 alþjóðasamtökum í Rússlandi frá því í júlí. Við því brást einræðisherrann reiður. „Við munum slátra öllum þessum úrhrökum sem þið hafið fjármagnað. Þið eruð reið yfir því að við höfum rifið niður þessar byggingar. Þessi alþjóðasamtök eða hvað sem þau eru, sem þið hafið verið að borga fyrir.“
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. 17. nóvember 2021 20:16 Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. 17. nóvember 2021 14:36 Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. 17. nóvember 2021 20:16
Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. 17. nóvember 2021 14:36
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06