Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2021 12:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir tók við embætti forstjóra Landspítala tímabundið í byrjun október eftir að Páll Matthíasson sagði af sér. vísir/vilhelm Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. Þetta mun þó ekki leysa mönnunarvandann enda ekki hægt að ráða inn 200 nýja erlenda starfsmenn inn á spítalann í einu. Sýnd veiði en ekki gefin Landspítalinn er kominn í viðræður við norrænar ráðningarskrifstofur, sem ganga vel. „En þetta er náttúrulega bara, eins og gefur að skilja, sýnd veiði en ekki gefin vega þess að hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt vinnuafl ekki bara hér á Íslandi heldur líka í öðrum löndum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur beðið vestræn ríki sérstaklega um að vera ekki að laða til sín hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk frá öðrum heimsálfum. „Það er nákvæmlega þess vegna sem við gerum það að leita á norræna ráðningarskrifstofu en ekki annað. Vegna þess að við skiljum mjög vel þetta að vera ekki að sækja hjúkrunarfræðinga í löndum þar sem er skortur á hjúkrunarfræðingum og launin töluvert mikið lægri og vera að kippa fótunum undan því heilbrigðiskerfi,“ segir Guðlaug. Landspítalinn hefur ítrekað sent frá sér neyðarköll vegna mikils álags. Guðlaug Rakel segir vanta 200 nýja hjúkrunarfræðinga svo spítalinn geti starfað eðlilega.Vísir/Vilhelm Hún segir algeran skort á faglærðu fólki á Íslandi og að þess vegna sé leitað út. Það þurfi tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að spítalinn geti sinnt verkefnum sínum eðlilega. Verða að kunna íslensku „Og það að fara og ráða í gegn um ráðningarskrifstofu erlendis frá fyllir aldrei upp í þann kvóta ef maður getur orðað það þannig - bara alls ekki. En það myndi hjálpa okkur sannarlega,“ segir Guðlaug. Enda sé ekki hægt að taka á móti svo mörgum erlendum nýliðum í einu; þeir þurfi að fara í gegn um ákveðið ferli til að fá hjúkrunarleyfi á Íslandi og læra íslensku til að mega starfa á spítalanum. „Þú verður að skilja sjúklingana, númer eitt, tvö og þrjú. Og þú þarft að geta gert þig skiljanlegan á móðurmálinu, það er nú þannig. Og við gerum kröfu um það að hjúkrunarfræðingar hafi lágmarkskunnáttu í íslensku.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta mun þó ekki leysa mönnunarvandann enda ekki hægt að ráða inn 200 nýja erlenda starfsmenn inn á spítalann í einu. Sýnd veiði en ekki gefin Landspítalinn er kominn í viðræður við norrænar ráðningarskrifstofur, sem ganga vel. „En þetta er náttúrulega bara, eins og gefur að skilja, sýnd veiði en ekki gefin vega þess að hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt vinnuafl ekki bara hér á Íslandi heldur líka í öðrum löndum,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur beðið vestræn ríki sérstaklega um að vera ekki að laða til sín hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk frá öðrum heimsálfum. „Það er nákvæmlega þess vegna sem við gerum það að leita á norræna ráðningarskrifstofu en ekki annað. Vegna þess að við skiljum mjög vel þetta að vera ekki að sækja hjúkrunarfræðinga í löndum þar sem er skortur á hjúkrunarfræðingum og launin töluvert mikið lægri og vera að kippa fótunum undan því heilbrigðiskerfi,“ segir Guðlaug. Landspítalinn hefur ítrekað sent frá sér neyðarköll vegna mikils álags. Guðlaug Rakel segir vanta 200 nýja hjúkrunarfræðinga svo spítalinn geti starfað eðlilega.Vísir/Vilhelm Hún segir algeran skort á faglærðu fólki á Íslandi og að þess vegna sé leitað út. Það þurfi tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að spítalinn geti sinnt verkefnum sínum eðlilega. Verða að kunna íslensku „Og það að fara og ráða í gegn um ráðningarskrifstofu erlendis frá fyllir aldrei upp í þann kvóta ef maður getur orðað það þannig - bara alls ekki. En það myndi hjálpa okkur sannarlega,“ segir Guðlaug. Enda sé ekki hægt að taka á móti svo mörgum erlendum nýliðum í einu; þeir þurfi að fara í gegn um ákveðið ferli til að fá hjúkrunarleyfi á Íslandi og læra íslensku til að mega starfa á spítalanum. „Þú verður að skilja sjúklingana, númer eitt, tvö og þrjú. Og þú þarft að geta gert þig skiljanlegan á móðurmálinu, það er nú þannig. Og við gerum kröfu um það að hjúkrunarfræðingar hafi lágmarkskunnáttu í íslensku.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 17. nóvember 2021 18:58
Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42