Adele gefur út plötuna 30 og grætir aðdáendur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 10:04 30 er fjórða plata söngkonunnar Adele Söngkonan Adele gaf í dag út plötu sína 30. Aðdáendur hafa beðið spenntir eftir útgáfunni en söngkonan gaf síðast út plötuna 25 árið 2015. Á plötunni má finna tólf lög, þar á meðal Easy On Me sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu vikur. Adele kann svo sannarlega að semja lög um ástarsorg og erfiðar tilfinningar og er þessi plata engin undantekning. Adele hefur birt lítil brot síðustu daga og gefið aðdáendum sínum smá forskot á sæluna en nú geta þeir hlustað á plötuna í heild sinni á Spotify. Hér fyrir neðan má heyra lagið To Be Loved sem þykir mjög líklegt til vinsælda. Adele birti brot úr laginu á Twitter á dögunum og aðdáendur hennar grétu saman í kór ef marka má viðbrögð netverja. Fyrstu viðbrögð við plötunni hafa verið mjög góð og einhverjir gagnrýnendur hafa gengið svo langt að segja þetta besta verk hennar frá upphafi ferilsins. Platan er persónuleg og hrá en í einu laginu má heyra hljóðupptöku sem Adele tók upp á símann sinn um miðja nótt. Í laginu My Little Love má líka heyra í barninu hennar. Adele sleit sambandi sínu við fyrrverandi eiginmann sinn, Simon Konecki árið 2019 eftir tveggja ára hjónaband og skilnaðurinn fór endanlega í gegn í mars á þessu ári. Þau höfðu verið saman í mörg ár og eiga saman soninn Angelo sem er fæddur árið 2012. Me after listening to the ending voice memo in my little love #Adele30 #adele pic.twitter.com/QXzn6EwPac— Nick Hanson (@nick_hanson35) November 19, 2021 me as soon as i heard adele s child on my little love #Adele30 pic.twitter.com/08ZIGDu8Gu— sara (@saraa_oz) November 19, 2021 Wheen Adele starting talking about feeling lonely #MyLittleLove #Adele30 pic.twitter.com/sYZFqUB6L6— Kalen Allen (@TheKalenAllen) November 19, 2021 Billboard tónlistargagnrýnendur hafa nú þegar raðað lögunum á plötunni upp í vinsældarlista. Lagið Easy On Me fór beint í fyrsta sæti Billboard listans þegar það kom út í október en Billboard setur nú samt fimm önnur lög ofar á þennan lista. Það er ljóst að margir hittarar eru á þessari plötu. #1 To Be Loved #2 Can I Get It #3 I Drink Wine #4 Love Is A Game #5 Oh My God #6 Easy On Me #7 Cry Your Heart Out #8 All Night Parking #9 Hold On #10 Woman Like Me #11 My Little Love #12 Strangers By Nature Adele á dyggan hóp aðdáenda og gerir ýmislegt fyrir þá. Hér fyrir neðan má sjá yndislegt myndband af því þegar hún hjálpaði ungum manni að biðja ástinnar í lífi sínu. wow adele helped this guy propose to his longtime girlfriend and then she sang her ballad "make you feel my love" to the couple #Adele30 pic.twitter.com/g4hTbvMFFy— Brian A. Hernandez (@BAHjournalist) November 15, 2021 Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu Audda og Steinda reyna við lög með Adele og Beyoncé Þátturinn Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. 2. nóvember 2021 12:31 Adele rýfur sex ára þögn með ástarballöðu Eftir sex ára þögn er komið út nýtt lag frá bresku poppstjörnunni Adele. Lagið heitir Easy on me og verður á fjórðu plötu hennar sem ber titilinn 30. 15. október 2021 13:37 Adele tryllir netverja með stiklu úr nýju lagi Breska söngkonan Adele gerði aðdáendur sína vægast sagt hamingjusama fyrr í dag þegar hún greindi frá því að nýtt lag væri væntanlegt síðar í mánuðinum. 5. október 2021 16:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Á plötunni má finna tólf lög, þar á meðal Easy On Me sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu vikur. Adele kann svo sannarlega að semja lög um ástarsorg og erfiðar tilfinningar og er þessi plata engin undantekning. Adele hefur birt lítil brot síðustu daga og gefið aðdáendum sínum smá forskot á sæluna en nú geta þeir hlustað á plötuna í heild sinni á Spotify. Hér fyrir neðan má heyra lagið To Be Loved sem þykir mjög líklegt til vinsælda. Adele birti brot úr laginu á Twitter á dögunum og aðdáendur hennar grétu saman í kór ef marka má viðbrögð netverja. Fyrstu viðbrögð við plötunni hafa verið mjög góð og einhverjir gagnrýnendur hafa gengið svo langt að segja þetta besta verk hennar frá upphafi ferilsins. Platan er persónuleg og hrá en í einu laginu má heyra hljóðupptöku sem Adele tók upp á símann sinn um miðja nótt. Í laginu My Little Love má líka heyra í barninu hennar. Adele sleit sambandi sínu við fyrrverandi eiginmann sinn, Simon Konecki árið 2019 eftir tveggja ára hjónaband og skilnaðurinn fór endanlega í gegn í mars á þessu ári. Þau höfðu verið saman í mörg ár og eiga saman soninn Angelo sem er fæddur árið 2012. Me after listening to the ending voice memo in my little love #Adele30 #adele pic.twitter.com/QXzn6EwPac— Nick Hanson (@nick_hanson35) November 19, 2021 me as soon as i heard adele s child on my little love #Adele30 pic.twitter.com/08ZIGDu8Gu— sara (@saraa_oz) November 19, 2021 Wheen Adele starting talking about feeling lonely #MyLittleLove #Adele30 pic.twitter.com/sYZFqUB6L6— Kalen Allen (@TheKalenAllen) November 19, 2021 Billboard tónlistargagnrýnendur hafa nú þegar raðað lögunum á plötunni upp í vinsældarlista. Lagið Easy On Me fór beint í fyrsta sæti Billboard listans þegar það kom út í október en Billboard setur nú samt fimm önnur lög ofar á þennan lista. Það er ljóst að margir hittarar eru á þessari plötu. #1 To Be Loved #2 Can I Get It #3 I Drink Wine #4 Love Is A Game #5 Oh My God #6 Easy On Me #7 Cry Your Heart Out #8 All Night Parking #9 Hold On #10 Woman Like Me #11 My Little Love #12 Strangers By Nature Adele á dyggan hóp aðdáenda og gerir ýmislegt fyrir þá. Hér fyrir neðan má sjá yndislegt myndband af því þegar hún hjálpaði ungum manni að biðja ástinnar í lífi sínu. wow adele helped this guy propose to his longtime girlfriend and then she sang her ballad "make you feel my love" to the couple #Adele30 pic.twitter.com/g4hTbvMFFy— Brian A. Hernandez (@BAHjournalist) November 15, 2021
Tónlist Tengdar fréttir Sjáðu Audda og Steinda reyna við lög með Adele og Beyoncé Þátturinn Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. 2. nóvember 2021 12:31 Adele rýfur sex ára þögn með ástarballöðu Eftir sex ára þögn er komið út nýtt lag frá bresku poppstjörnunni Adele. Lagið heitir Easy on me og verður á fjórðu plötu hennar sem ber titilinn 30. 15. október 2021 13:37 Adele tryllir netverja með stiklu úr nýju lagi Breska söngkonan Adele gerði aðdáendur sína vægast sagt hamingjusama fyrr í dag þegar hún greindi frá því að nýtt lag væri væntanlegt síðar í mánuðinum. 5. október 2021 16:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Sjáðu Audda og Steinda reyna við lög með Adele og Beyoncé Þátturinn Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. 2. nóvember 2021 12:31
Adele rýfur sex ára þögn með ástarballöðu Eftir sex ára þögn er komið út nýtt lag frá bresku poppstjörnunni Adele. Lagið heitir Easy on me og verður á fjórðu plötu hennar sem ber titilinn 30. 15. október 2021 13:37
Adele tryllir netverja með stiklu úr nýju lagi Breska söngkonan Adele gerði aðdáendur sína vægast sagt hamingjusama fyrr í dag þegar hún greindi frá því að nýtt lag væri væntanlegt síðar í mánuðinum. 5. október 2021 16:00