Sex leikmenn Man. United sagðir kallaðir á krísufund með Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 09:31 Cristiano Ronaldo var að sjálfsögðu á krísufundinum með Ole Gunnar Solskjær. EPA-EFE/Peter Powell Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United er mikið til umræðu í Englandi eftir slakt gengi liðsins á þessari leiktíð. Sumir eru að telja niður þar til að norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær verði rekinn en hann er enn að berjast fyrir lífi sínu sem stjóri félagsins. Solskjær dreif sig heim í frí til Noregs í landsleikjaglugganum til að safna kröftum fyrir stríðið framundan en það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að vera knattspyrnustjóri Manchester United undanfarnar vikur. Hann kallaði síðan sex leikmenn á fund þegar liðið kom aftur saman. Ole Gunnar Solskjaer held crisis talks with his senior players - including Cristiano Ronaldo and Bruno Fernandes - on Thursday as he tried to salvage Manchester United's season and save his job, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 19, 2021 Solskjær á að hafa haldið þennan krísufund með það markmið að reyna að finna neistann á ný og breyta gengi liðsins í framhaldinu. Allt liðið var ekki á fundinum heldur leiðtogar þess. Enskir miðlar hafa sagt frá þessum fundi og að leikmennirnir sex hafi verið Harry Maguire, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Nemanja Matic. Á fundinum var samkvæmt heimildum blaðsins ekki aðeins rætt um hvað þurfi að gerast til að breyta gengi liðsins heldur einnig hvaða taktík sé best fyrir Manchesteer United. Solskjær skipti yfir í 3-5-2 leikkerfið eftir 0-5 skellinn á móti Liverpool en í framhaldinu hefur liðið unnið 3-0 sigur Tottenham, gert jafntefli við Atalanta og tapað 0-2 á móti Manchester City. Frammistaðan á móti Atalanta var ekki góð og liðið var síðan afar dapurt í nágrannaslagnum. Hevder Solskjær holdt krisemøte med seks spillere https://t.co/EWj4Tb85UJ— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 19, 2021 Næst á dagskrá er leikur á móti Watford um helgina og aðeins sigur getur létt pressuna á Solskjær. Eftir óvænt frí hans heim til Noregs og þeirri gagnrýni sem fylgdi því þá er lífsnauðsynlegt fyrir hann að vinna þennan leik. Manchester Evening News hafði einnig sagt frá því að forráðamenn United væru farnir að leita að eftirmanni hans en þegar Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, var spurður út í slíka framtíð fyrir sig þá tók hann því illa og sagði það dónalegt að spyrja hann út í starf annars stjóra. Aðrir sem eru reglulega nefndir eru Zinedine Zidane, Erik ten Hag hjá Ajax og landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Solskjær dreif sig heim í frí til Noregs í landsleikjaglugganum til að safna kröftum fyrir stríðið framundan en það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að vera knattspyrnustjóri Manchester United undanfarnar vikur. Hann kallaði síðan sex leikmenn á fund þegar liðið kom aftur saman. Ole Gunnar Solskjaer held crisis talks with his senior players - including Cristiano Ronaldo and Bruno Fernandes - on Thursday as he tried to salvage Manchester United's season and save his job, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 19, 2021 Solskjær á að hafa haldið þennan krísufund með það markmið að reyna að finna neistann á ný og breyta gengi liðsins í framhaldinu. Allt liðið var ekki á fundinum heldur leiðtogar þess. Enskir miðlar hafa sagt frá þessum fundi og að leikmennirnir sex hafi verið Harry Maguire, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Nemanja Matic. Á fundinum var samkvæmt heimildum blaðsins ekki aðeins rætt um hvað þurfi að gerast til að breyta gengi liðsins heldur einnig hvaða taktík sé best fyrir Manchesteer United. Solskjær skipti yfir í 3-5-2 leikkerfið eftir 0-5 skellinn á móti Liverpool en í framhaldinu hefur liðið unnið 3-0 sigur Tottenham, gert jafntefli við Atalanta og tapað 0-2 á móti Manchester City. Frammistaðan á móti Atalanta var ekki góð og liðið var síðan afar dapurt í nágrannaslagnum. Hevder Solskjær holdt krisemøte med seks spillere https://t.co/EWj4Tb85UJ— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 19, 2021 Næst á dagskrá er leikur á móti Watford um helgina og aðeins sigur getur létt pressuna á Solskjær. Eftir óvænt frí hans heim til Noregs og þeirri gagnrýni sem fylgdi því þá er lífsnauðsynlegt fyrir hann að vinna þennan leik. Manchester Evening News hafði einnig sagt frá því að forráðamenn United væru farnir að leita að eftirmanni hans en þegar Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, var spurður út í slíka framtíð fyrir sig þá tók hann því illa og sagði það dónalegt að spyrja hann út í starf annars stjóra. Aðrir sem eru reglulega nefndir eru Zinedine Zidane, Erik ten Hag hjá Ajax og landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira