Samherjar Martins gera grín að því að Ísland eigi ekki nothæfa keppnishöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 07:30 Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin Hermannsson aftur í íslenska landsliðið. vísir/bára Það eru ekki bara Íslendingar sem furða sig á því að ekki sé nothæf keppnishöll hér á landi. Félagar Martins Hermannssonar í spænska körfuboltaliðinu Valencia eru farnir að gera grín að þessu ástandi. Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin aftur í landsliðið sem hefur leik í undankeppni HM 2023 síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Hollandi í Amsterdam 26. nóvember og Rússlandi í St. Pétursborg þremur dögum síðar. Leikurinn gegn Rússum átti upphaflega að fara fram hér á landi en það var ekki hægt. Engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, og Laugardalshöllin, sem hefur verið á undanþágu, er enn ónothæf eftir að vatn flæddi yfir gólf hennar í fyrra. Í samtali við RÚV sagði Martin að ekki sé hægt að búa við þetta ástand og félagar hans í Valencia hálf vorkenni honum vegna þess. „Það segir sig bara sjálft að þetta ástand er óboðlegt að körfuboltinn og handboltinn hafi bara ekki pláss á Íslandi. Ég var að segja strákunum í liðinu mínu hérna úti frá þessu að við hefðum þurft að spila heimaleikinn okkar við Rússa úti í Rússlandi af því við ættum ekki hús til að spila í,“ sagði Martin. Liðsfélagar körfuboltamannsins Martins Hermannssonar hjá Valencia gera grín að því að íslenska landsliðið geti ekki spilað heimaleiki sína á Íslandi. @hermannsson15 segir óboðlegt að engin lögleg aðstaða sé til fyrir liðið.Nánara viðtal við Martin: https://t.co/dU7RsrcVqx pic.twitter.com/0D1k3AjjSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 18, 2021 „Þannig það er orðinn svona léttur brandari innan liðsins að við getum ekki haldið einn körfuboltalandsleik á Íslandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt. Það eru sveitabæjir í Slóveníu og Frakklandi og Spáni og víðar sem gætu haldið svona landsleiki. En ég trúi nú ekki öðru en eitthvað fari að gerast í þessum aðstöðumálum. Ég var sjálfur mjög spenntur að koma heim og spila fyrir framan fjölskyldu og vini. En svo er það bara tekið af manni af því það er ekki til hús. Af því það er ekki til hús með tveimur körfum sem er viðurkennt af FIBA sem er bara fáranlegt.“ Martin hefur ekki mátt spila með landsliðinu undanfarin tvö ár vegna þátttöku sinnar með Alba Berlin og Valencia í Euroleague. Hann fékk hins vegar leyfi til að taka þátt í landsleikjunum sem framundan eru. Spænski körfuboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Eftir tveggja ára fjarveru snýr Martin aftur í landsliðið sem hefur leik í undankeppni HM 2023 síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Hollandi í Amsterdam 26. nóvember og Rússlandi í St. Pétursborg þremur dögum síðar. Leikurinn gegn Rússum átti upphaflega að fara fram hér á landi en það var ekki hægt. Engin keppnishöll á Íslandi uppfyllir skilyrði FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, og Laugardalshöllin, sem hefur verið á undanþágu, er enn ónothæf eftir að vatn flæddi yfir gólf hennar í fyrra. Í samtali við RÚV sagði Martin að ekki sé hægt að búa við þetta ástand og félagar hans í Valencia hálf vorkenni honum vegna þess. „Það segir sig bara sjálft að þetta ástand er óboðlegt að körfuboltinn og handboltinn hafi bara ekki pláss á Íslandi. Ég var að segja strákunum í liðinu mínu hérna úti frá þessu að við hefðum þurft að spila heimaleikinn okkar við Rússa úti í Rússlandi af því við ættum ekki hús til að spila í,“ sagði Martin. Liðsfélagar körfuboltamannsins Martins Hermannssonar hjá Valencia gera grín að því að íslenska landsliðið geti ekki spilað heimaleiki sína á Íslandi. @hermannsson15 segir óboðlegt að engin lögleg aðstaða sé til fyrir liðið.Nánara viðtal við Martin: https://t.co/dU7RsrcVqx pic.twitter.com/0D1k3AjjSg— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 18, 2021 „Þannig það er orðinn svona léttur brandari innan liðsins að við getum ekki haldið einn körfuboltalandsleik á Íslandi. Þetta er bara algjörlega óboðlegt. Það eru sveitabæjir í Slóveníu og Frakklandi og Spáni og víðar sem gætu haldið svona landsleiki. En ég trúi nú ekki öðru en eitthvað fari að gerast í þessum aðstöðumálum. Ég var sjálfur mjög spenntur að koma heim og spila fyrir framan fjölskyldu og vini. En svo er það bara tekið af manni af því það er ekki til hús. Af því það er ekki til hús með tveimur körfum sem er viðurkennt af FIBA sem er bara fáranlegt.“ Martin hefur ekki mátt spila með landsliðinu undanfarin tvö ár vegna þátttöku sinnar með Alba Berlin og Valencia í Euroleague. Hann fékk hins vegar leyfi til að taka þátt í landsleikjunum sem framundan eru.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira