Verkefni til stuðnings börnum foreldra með geðrænan vanda komið á laggirnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 18:09 Sigríður Gísladóttir hjá Geðhjálp segir að það sé mjög mikilvægt að við séum að veita börnum sem eiga foreldra með geðrænan vanda viðeigandi stuðning og fræðslu. Stöð 2 Stuðningsverkefni fyrir börn foreldra með geðrænan vanda hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið heitir Okkar heimur og er á vegum Geðhjálpar. Kveikjan að stofnun verkefnisins er reynsla verkefnastjóra verkefnisins af kerfinu hér á landi sem barn foreldris með alvarlegan geðrænan vanda. Fréttastofa fjallaði um samskonar mál í Kompás fyrir tveimur árum síðan og var þar rætt við unga stúlku sem búið hafði hjá móður sinni sem á í alvarlegum geðrænum vanda. Lýsti hún því að sama hvert hún sneri sér í kerfinu kom hún að lokuðum dyrum. Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Sigríður Gísladóttir er verkefnastjóri Okkar heims og hefur unnið að innleiðingu verkefnisins. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með alvarlegan geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi hér á landi og hefur nýtt reynslu sína í mótun verkefnisins. Verkefni Okkar heims er tvíþætt. Annars vegar snýr það að stuðningi við börn sem eiga foreldri sem glímir við geðrænan vanda. Okkar heimur mun bjóða upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Í þeim eru leiklist og leikir notuð til að fræða börrn um geðrænan vanda. „Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými og eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Okkar heimi. Þá mun Okkar heimur einnig einbeita sér að fræðslu sem hugsuð er fyrir börn foreldra með geðrænan vana til að veita þþeim aðgang að mikilvægum upplýsingum og fræðsluefni. Vefsíða fyrir fræðsluefni Okkar heims var opnuð í dag þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál. Fram kemur í tilkynningu frá Okkar heimi að þessi hópur sé oft falinn og fangi jafnan ekki athygli starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu. Hluti verkefnisins sé að fara af stað með vitundarvakningu og minna á mikilvægi þess að hópurinn fái stuðninginn sem hann eigi rétt á. „4. júní 2019 voru réttindi þessara barna tryggð hér á landi og samþykktar breytingar á sex lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Markmiðið með þeim var að tryggja að fagfólk sé vakandi fyrir því ef veikindi foreldra hafa áhrif á velferð og líðan barna og ef svo er, veita þeim stuðning. Nú er árið 2021 og enn lítið borið á því að verið sé að veita þessum hópi barna athygli og þjónustu.“ Samkvæmt tilkynningunni sýna alþjóðlegar rannsóknar að börn, sem alist upp með foreldri með geðrænan vanda, séu í 70 prósent meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau ekki viðeigandi stuðning. Sýni þetta mikilvægi þess að þessum hópi sé sýnd meiri athygli og gripið sé inn í aðstæður þeirra snemma. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Fréttastofa fjallaði um samskonar mál í Kompás fyrir tveimur árum síðan og var þar rætt við unga stúlku sem búið hafði hjá móður sinni sem á í alvarlegum geðrænum vanda. Lýsti hún því að sama hvert hún sneri sér í kerfinu kom hún að lokuðum dyrum. Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Sigríður Gísladóttir er verkefnastjóri Okkar heims og hefur unnið að innleiðingu verkefnisins. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með alvarlegan geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi hér á landi og hefur nýtt reynslu sína í mótun verkefnisins. Verkefni Okkar heims er tvíþætt. Annars vegar snýr það að stuðningi við börn sem eiga foreldri sem glímir við geðrænan vanda. Okkar heimur mun bjóða upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Í þeim eru leiklist og leikir notuð til að fræða börrn um geðrænan vanda. „Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými og eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Okkar heimi. Þá mun Okkar heimur einnig einbeita sér að fræðslu sem hugsuð er fyrir börn foreldra með geðrænan vana til að veita þþeim aðgang að mikilvægum upplýsingum og fræðsluefni. Vefsíða fyrir fræðsluefni Okkar heims var opnuð í dag þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál. Fram kemur í tilkynningu frá Okkar heimi að þessi hópur sé oft falinn og fangi jafnan ekki athygli starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu. Hluti verkefnisins sé að fara af stað með vitundarvakningu og minna á mikilvægi þess að hópurinn fái stuðninginn sem hann eigi rétt á. „4. júní 2019 voru réttindi þessara barna tryggð hér á landi og samþykktar breytingar á sex lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Markmiðið með þeim var að tryggja að fagfólk sé vakandi fyrir því ef veikindi foreldra hafa áhrif á velferð og líðan barna og ef svo er, veita þeim stuðning. Nú er árið 2021 og enn lítið borið á því að verið sé að veita þessum hópi barna athygli og þjónustu.“ Samkvæmt tilkynningunni sýna alþjóðlegar rannsóknar að börn, sem alist upp með foreldri með geðrænan vanda, séu í 70 prósent meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau ekki viðeigandi stuðning. Sýni þetta mikilvægi þess að þessum hópi sé sýnd meiri athygli og gripið sé inn í aðstæður þeirra snemma.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira