Valsmenn hafa fagnað hverjum sigrinum á fætur öðrum á Ásvöllum síðustu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2021 14:31 Valsmenn fagna Coca-Cola bikarnum sem þeir unnu á Ásvöllum í haust. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn hafa unnið tvo stóra titla í handboltanum á árinu 2021 og báðir bikararnir fóru á loft á Ásvöllum. Valsmenn mæta aftur á Ásvelli í kvöld og mæta þar heimamönnum í Haukaliðinu í toppslag í Olís deild karla í handbolta. Valsmenn hafa kunnað ótrúlega vel við sig á heimavelli frændliðs þeirra í Hafnarfirðinum og sigurgangan telur nú orðið rúmlega þrjú ár á Íslandsmótinu í handbolta. Tvö efstu lið deildarinnar mætast á Ásvöllum en hefst leikurinn klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Haukar eru með tveggja stiga forskot á Val en Valsmenn eiga leik inni og komast hvort sem er í efsta sætið á innbyrðis viðureignum með sigri í kvöld. Leikmenn Valsliðsins ættu að eiga mjög góðar minningar frá Ásvöllum en þeir urðu Íslandsmeistarar á gólfinu þar 18. júní síðastliðinn og svo bikarmeistarar á sama stað 2. október. Valsliðið vann Hauka 34-29 þegar þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en unnu aftur á móti Framara í bikarúrslitaleiknum. Sigurinn á Haukum á Ásvöllum í seinni úrslitaleik Íslandsmótsins í vor var enn fremur þriðji sigurleikur Vals í röð á móti Haukum á Ásvöllum. Haukar hafa ekki unnið heimaleik á móti Val á Íslandsmótinu í 43 mánuði eða síðan þeir unnu 29-19 sigur á Valsmönnum í úrslitakeppninni 2018. Síðasti heimasigur Hauka á Val í deildarkeppninni kom aftur á móti 23. nóvember 2016 eða fyrir næstum því fimm árum síðan. Haukar unnu samt bikarleik liðanna á Ásvöllum sem fór fram 21. nóvember 2018 en það er síðasti tapleikur Hlíðarendapilta í íþróttahúsinu á Ásvöllum. Síðustu deildarleikir Valsmanna á Ásvöllum (Úrslitakeppni ekki tekin með) 2. október 2020: Valur vann með þremur mörkum (28-25) 9. febrúar 2020: Valur vann með sex mörkum (32-26) 6. apríl 2019: Valur vann með þremur mörkum (26-23) 21. mars 2018: Valur vann með sjö mörkum (29-22) 23. nóvember 2016: Haukar unnu með fimm mörkum (34-29) Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Valsmenn hafa kunnað ótrúlega vel við sig á heimavelli frændliðs þeirra í Hafnarfirðinum og sigurgangan telur nú orðið rúmlega þrjú ár á Íslandsmótinu í handbolta. Tvö efstu lið deildarinnar mætast á Ásvöllum en hefst leikurinn klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Haukar eru með tveggja stiga forskot á Val en Valsmenn eiga leik inni og komast hvort sem er í efsta sætið á innbyrðis viðureignum með sigri í kvöld. Leikmenn Valsliðsins ættu að eiga mjög góðar minningar frá Ásvöllum en þeir urðu Íslandsmeistarar á gólfinu þar 18. júní síðastliðinn og svo bikarmeistarar á sama stað 2. október. Valsliðið vann Hauka 34-29 þegar þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn en unnu aftur á móti Framara í bikarúrslitaleiknum. Sigurinn á Haukum á Ásvöllum í seinni úrslitaleik Íslandsmótsins í vor var enn fremur þriðji sigurleikur Vals í röð á móti Haukum á Ásvöllum. Haukar hafa ekki unnið heimaleik á móti Val á Íslandsmótinu í 43 mánuði eða síðan þeir unnu 29-19 sigur á Valsmönnum í úrslitakeppninni 2018. Síðasti heimasigur Hauka á Val í deildarkeppninni kom aftur á móti 23. nóvember 2016 eða fyrir næstum því fimm árum síðan. Haukar unnu samt bikarleik liðanna á Ásvöllum sem fór fram 21. nóvember 2018 en það er síðasti tapleikur Hlíðarendapilta í íþróttahúsinu á Ásvöllum. Síðustu deildarleikir Valsmanna á Ásvöllum (Úrslitakeppni ekki tekin með) 2. október 2020: Valur vann með þremur mörkum (28-25) 9. febrúar 2020: Valur vann með sex mörkum (32-26) 6. apríl 2019: Valur vann með þremur mörkum (26-23) 21. mars 2018: Valur vann með sjö mörkum (29-22) 23. nóvember 2016: Haukar unnu með fimm mörkum (34-29)
Síðustu deildarleikir Valsmanna á Ásvöllum (Úrslitakeppni ekki tekin með) 2. október 2020: Valur vann með þremur mörkum (28-25) 9. febrúar 2020: Valur vann með sex mörkum (32-26) 6. apríl 2019: Valur vann með þremur mörkum (26-23) 21. mars 2018: Valur vann með sjö mörkum (29-22) 23. nóvember 2016: Haukar unnu með fimm mörkum (34-29)
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn