Segir börn í sorg vera falinn hóp sem þurfi að sinna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir mikilvægt að vekja athygli á málaflokkinum. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegur dagur barna í sorg fer fram í dag. Örninn, minningar- og styrktarsjóður, stendur fyrir vitundarvakningu í tilefni dagsins um þarfir syrgjandi barna. Prestur og verkefnastjóri Arnarins segir fólk oft ráðalaust þegar það verður fyrir missi og að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn hópur sem þarfnast aðstoðar. Í hádeginu stendur minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn fyrir málþingi í Vídalínskirkju í tilefni dagsins. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar þar um sorgarviðbrögð barna og Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur og þriggja barna móðir, deilir einnig reynslu sinni af makamissi Klukkan fimm í dag verður síðan minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilstaðavatn. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ísland er þátttakandi í alþjóðlegum degi barna í sorg. Dagurinn fór fyrst fram árið 2008 og frá þeim tíma hafa sífellt fleiri lönd tekið þátt til að vekja athygli á málefninu. „Við finnum það að fólk er mjög opið fyrir því að læra meira og það eru svo rosalega mörg börn og unglingar í okkar samfélagi sem að verða fyrir missi og fólk er stundum svolítið ráðalaust, eða veit ekki alveg við hverju það á að búast og annað slíkt. Mér finnst fólk vera bara mjög þakklát fyrir að fá upplýsingar og góð ráð,“ segir Matthildur. Hún segir að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn eða þögull hópur og hingað til hafi mögulega ekki verið nægilega mikið af úrræðum til staðar. „Út af því að sorg er ekki sjúkdómur, þetta eru ekki veik börn, þá er heilbrigðiskerfið ekki að grípa þau og þá þurfa félagasamtök, Kirkjan og aðrir á borð við Ljónshjarta og Sorgarmiðstöðina, við þurfum að grípa boltann og vinna saman,“ segir Matthildur. Hún segist vona að dagurinn í dag festi sig rækilega í sessi hér á landi og verði sá fyrsti af mörgum. „Við ætlum auðvitað að halda áfram í allan vetur að vekja athygli á þessu málefni og reyna að skrifa greinar og vera með fræðsluerindi og annað slíkt, þannig fólk finni að það er hægt að fá stuðning og það er fólk þarna úti í samfélaginu sem að getur aðstoðað þegar það verður áfallamissir,“ segir Matthildur. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og er í beinu streymi á Vísi. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arnarsins og Heimasíðu Arnarsins. Börn og uppeldi Garðabær Tengdar fréttir „Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31 Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Í hádeginu stendur minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn fyrir málþingi í Vídalínskirkju í tilefni dagsins. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar þar um sorgarviðbrögð barna og Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur og þriggja barna móðir, deilir einnig reynslu sinni af makamissi Klukkan fimm í dag verður síðan minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilstaðavatn. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ísland er þátttakandi í alþjóðlegum degi barna í sorg. Dagurinn fór fyrst fram árið 2008 og frá þeim tíma hafa sífellt fleiri lönd tekið þátt til að vekja athygli á málefninu. „Við finnum það að fólk er mjög opið fyrir því að læra meira og það eru svo rosalega mörg börn og unglingar í okkar samfélagi sem að verða fyrir missi og fólk er stundum svolítið ráðalaust, eða veit ekki alveg við hverju það á að búast og annað slíkt. Mér finnst fólk vera bara mjög þakklát fyrir að fá upplýsingar og góð ráð,“ segir Matthildur. Hún segir að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn eða þögull hópur og hingað til hafi mögulega ekki verið nægilega mikið af úrræðum til staðar. „Út af því að sorg er ekki sjúkdómur, þetta eru ekki veik börn, þá er heilbrigðiskerfið ekki að grípa þau og þá þurfa félagasamtök, Kirkjan og aðrir á borð við Ljónshjarta og Sorgarmiðstöðina, við þurfum að grípa boltann og vinna saman,“ segir Matthildur. Hún segist vona að dagurinn í dag festi sig rækilega í sessi hér á landi og verði sá fyrsti af mörgum. „Við ætlum auðvitað að halda áfram í allan vetur að vekja athygli á þessu málefni og reyna að skrifa greinar og vera með fræðsluerindi og annað slíkt, þannig fólk finni að það er hægt að fá stuðning og það er fólk þarna úti í samfélaginu sem að getur aðstoðað þegar það verður áfallamissir,“ segir Matthildur. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og er í beinu streymi á Vísi. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arnarsins og Heimasíðu Arnarsins.
Börn og uppeldi Garðabær Tengdar fréttir „Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31 Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
„Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31
Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00