Fullkomin frammistaða Giannis og sólirnar frá Phoenix skína skært Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 08:00 Giannis Antetokounmpo héldu engin bönd gegn Los Angeles Lakers. getty/Stacy Revere Giannis Antetokounmpo skoraði 47 stig þegar Milwaukee Bucks sigraði Los Angeles Lakers, 109-102, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Mikil meiðsli hafa hrjáð Milwaukee í upphafi tímabils og meistararnir hafa farið illa af stað. En í nótt sýndu þeir styrk sinn, þá sérstaklega Antetokounmpo. Hann skoraði 47 stig og hitti úr átján af 23 skotum sínum utan af velli. Giannis becomes the 5th player in the last 20 seasons to score 45+ points on 75% shooting from the field and 75% shooting from deep! #NBA75@Giannis_An34: 47 PTS, 18-23 FGM, 3-4 3PM pic.twitter.com/NOcMJVcGfn— NBA (@NBA) November 18, 2021 Talen Horton-Tucker skoraði 25 stig fyrir Lakers sem er enn án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook skoraði nítján stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Phoenix Suns vann tíunda leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Dallas Mavericks, 105-98, á heimavelli. Devin Booker skoraði 24 stig fyrir Phoenix og DeAndre Ayton nítján auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Golden State Warriors. Book, Ayton and CP3 lead the @Suns to 10 STRAIGHT WINS!@DevinBook: 24 points, 9 rebounds@DeandreAyton: 19 points, 13 rebounds@CP3: 14 assists pic.twitter.com/VJumI5tFJp— NBA (@NBA) November 18, 2021 Charlotte Hornets vann spútniklið tímabilsins til þessa, Washington Wizards, 97-87 á heimavelli. Býflugurnar eru þekktar fyrir að spila skemmtilegan sóknarleik en að þessu sinni skilaði varnarleikurinn sigrinum. Terry Rozier skoraði nítján stig fyrir Charlotte og Miles Bridges sautján. LaMelo Ball skoraði ellefu stig og gaf fjórtán stoðsendingar. Charlotte hefur unnið fjóra leiki í röð. Career-high 1 4 assists for @MELOD1P in the @hornets win! pic.twitter.com/vIDxbIcmzb— NBA (@NBA) November 18, 2021 Úrslitin í nótt Milwaukee 109-102 LA Lakers Phoenix 105-98 Dallas Charlotte 97-87 Washington Detroit 97-89 Indiana Atlanta 110-99 Boston Brooklyn 109-99 Cleveland Miami 113-98 New Orleans NY Knicks 98-104 Orlando Minnesota 107-97 Sacramento Oklahoma 101-89 Houston Portland 112-107 Chicago NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Mikil meiðsli hafa hrjáð Milwaukee í upphafi tímabils og meistararnir hafa farið illa af stað. En í nótt sýndu þeir styrk sinn, þá sérstaklega Antetokounmpo. Hann skoraði 47 stig og hitti úr átján af 23 skotum sínum utan af velli. Giannis becomes the 5th player in the last 20 seasons to score 45+ points on 75% shooting from the field and 75% shooting from deep! #NBA75@Giannis_An34: 47 PTS, 18-23 FGM, 3-4 3PM pic.twitter.com/NOcMJVcGfn— NBA (@NBA) November 18, 2021 Talen Horton-Tucker skoraði 25 stig fyrir Lakers sem er enn án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook skoraði nítján stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Phoenix Suns vann tíunda leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Dallas Mavericks, 105-98, á heimavelli. Devin Booker skoraði 24 stig fyrir Phoenix og DeAndre Ayton nítján auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix er í 2. sæti Vesturdeildarinnar á eftir Golden State Warriors. Book, Ayton and CP3 lead the @Suns to 10 STRAIGHT WINS!@DevinBook: 24 points, 9 rebounds@DeandreAyton: 19 points, 13 rebounds@CP3: 14 assists pic.twitter.com/VJumI5tFJp— NBA (@NBA) November 18, 2021 Charlotte Hornets vann spútniklið tímabilsins til þessa, Washington Wizards, 97-87 á heimavelli. Býflugurnar eru þekktar fyrir að spila skemmtilegan sóknarleik en að þessu sinni skilaði varnarleikurinn sigrinum. Terry Rozier skoraði nítján stig fyrir Charlotte og Miles Bridges sautján. LaMelo Ball skoraði ellefu stig og gaf fjórtán stoðsendingar. Charlotte hefur unnið fjóra leiki í röð. Career-high 1 4 assists for @MELOD1P in the @hornets win! pic.twitter.com/vIDxbIcmzb— NBA (@NBA) November 18, 2021 Úrslitin í nótt Milwaukee 109-102 LA Lakers Phoenix 105-98 Dallas Charlotte 97-87 Washington Detroit 97-89 Indiana Atlanta 110-99 Boston Brooklyn 109-99 Cleveland Miami 113-98 New Orleans NY Knicks 98-104 Orlando Minnesota 107-97 Sacramento Oklahoma 101-89 Houston Portland 112-107 Chicago NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Milwaukee 109-102 LA Lakers Phoenix 105-98 Dallas Charlotte 97-87 Washington Detroit 97-89 Indiana Atlanta 110-99 Boston Brooklyn 109-99 Cleveland Miami 113-98 New Orleans NY Knicks 98-104 Orlando Minnesota 107-97 Sacramento Oklahoma 101-89 Houston Portland 112-107 Chicago
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira