Seldist upp á 90 mínútum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:31 SIGN OG X977 standa fyrir tónleikum í Iðnó. Aðsent Hljómsveitin Sign fagnar tuttugu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Vindar og Breytingar, í Iðnó þann 27. nóvember í samstarfi við X977. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi plata kom út en sveitin gaf út fimm plötur allt í allt og urðu að einu af stærri nöfnum íslenskrar rokktónlistar. Ragnar Sólberg söngvari sveitarinnar átti svo seinna eftir að ganga til liðs við sænsku hljómsveitina Pain Of Salvation og gerði þar gott mót. Sign for á sinni tíð á tónleikaferðir með hljómsveitum eins og Skid Row, Wednesday 13 og The Answer ásamt því að spila á hátíðum um allan heim, og þar má nefna Download hátíðina árið 2008. Það er vert að nefna aldur hljómsveitarmeðlima þegar platan kemur út en Ragnar sjálfur var fimmtán ára þegar að Vindar og Breytingar kemur út. Það er með miklum auðveldum hægt að segja að Sign hafi verið fyrsta íslenska „emo“ bandið sem að sprakk en þessi kynslóð fólks þekkir Sign eins og gamlan vin og því er mjög auðvelt að búast við mikið af vatnsheldum maskara sem og eyeliner í Iðnó þann 27. nóvember. „Okkur finnst alveg æðislegt að halda uppá fyrstu plötuna okkar og mér þykir mjög vænt um að sjá hvað hún á stað í mörgum hjörtum,“ segir Ragnar Sólberg, söngvari sveitarinnar. „Settir voru 270 miðar í sölu þann fyrsta nóvember á slaginu 12:00 en 90 mínútum síðar voru þeir allir seldir og því má segja að þessir miðar hafi selst töluvert betur en heitar lummur.“ Þegar hann var spurður um miðasöluna og þann örstutta tíma sem hún stóð svaraði hann; „Við vorum búnir að ákveða fyrir fram að hafa bara eina tónleika og setja allt okkar púður í þá, það var svo mjög skemmtilegt hvað það seldist upp á stuttum tíma og erum við alveg ótrúlega þakklátir fyrir það. Við þurfum kannski stærri stað fyrir næsta afmæli.“ Tónlist X977 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi plata kom út en sveitin gaf út fimm plötur allt í allt og urðu að einu af stærri nöfnum íslenskrar rokktónlistar. Ragnar Sólberg söngvari sveitarinnar átti svo seinna eftir að ganga til liðs við sænsku hljómsveitina Pain Of Salvation og gerði þar gott mót. Sign for á sinni tíð á tónleikaferðir með hljómsveitum eins og Skid Row, Wednesday 13 og The Answer ásamt því að spila á hátíðum um allan heim, og þar má nefna Download hátíðina árið 2008. Það er vert að nefna aldur hljómsveitarmeðlima þegar platan kemur út en Ragnar sjálfur var fimmtán ára þegar að Vindar og Breytingar kemur út. Það er með miklum auðveldum hægt að segja að Sign hafi verið fyrsta íslenska „emo“ bandið sem að sprakk en þessi kynslóð fólks þekkir Sign eins og gamlan vin og því er mjög auðvelt að búast við mikið af vatnsheldum maskara sem og eyeliner í Iðnó þann 27. nóvember. „Okkur finnst alveg æðislegt að halda uppá fyrstu plötuna okkar og mér þykir mjög vænt um að sjá hvað hún á stað í mörgum hjörtum,“ segir Ragnar Sólberg, söngvari sveitarinnar. „Settir voru 270 miðar í sölu þann fyrsta nóvember á slaginu 12:00 en 90 mínútum síðar voru þeir allir seldir og því má segja að þessir miðar hafi selst töluvert betur en heitar lummur.“ Þegar hann var spurður um miðasöluna og þann örstutta tíma sem hún stóð svaraði hann; „Við vorum búnir að ákveða fyrir fram að hafa bara eina tónleika og setja allt okkar púður í þá, það var svo mjög skemmtilegt hvað það seldist upp á stuttum tíma og erum við alveg ótrúlega þakklátir fyrir það. Við þurfum kannski stærri stað fyrir næsta afmæli.“
Tónlist X977 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira