Stjóri ensks úrvalsdeildarliðs svaf í tjaldi yfir nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 10:00 Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, á hliðarlínunni í leik á móti Liverpool á Anfield. Getty/Shaun Botterill Graham Potter og þjálfarateymi hans hjá Brighton & Hove Albion fóru á dögunum sérstaka leið til að vekja athygli á stöðu heimilislausra í Brighton & Hove sem er á suðurströnd Englands. Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins ákvað nefnilega að kynnast því á eigin skinni hvernig væri að vera heimilislaus á þessum tíma ársins. Potter, aðstoðarmaður hans Billy Reid og Bruno þjálfari aðalliðsins sváfu því úti um helgina í miðbæ Brighton & Hove. Þeir voru saman í tjaldi og markmiðið var að vekja meiri athygli á slæmri stöðu heimilislausra sem og að safna peningi fyrir málefnið. Our boss — Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 14, 2021 Þeir fundu sér stað fyrir utan St Peter's kirkjuna og sváfu þar aðfaranótt laugardagsins. Það var enginn leikur hjá Brighton & Hove Albion um helgina því það var landsleikjahlé. „Við fengum auðveldu útgáfuna af því að sofa við erfiðar aðstæður en það gaf okkur samt innsýn í þær áskoranir sem heimilislausir glíma við dag og nótt,“ sagði Graham Potter í viðtali við heimasíðu Brighton & Hove Albion. „Eftir að hafa fengið að þola eina svona nótt á götunni þá get ég ekki ímyndað mér hvernig væri að lifa við slíkt án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvaðan næsti matartími kæmi,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) ' „Það er fáránleg skömm síðan tengt þessu. Þetta eru margar af viðkvæmustu manneskjunum í okkar samfélagi og þau þurfa hjálp okkar og stuðning. Margir eru að glíma við sjúkdóma, slæma heilsu og það er harmþrungið að árið 2021 sé fólk enn á götunni,“ sagði Potter. Graham Potter er 46 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion frá árinu 2019. Liðið varð í fimmtánda sæti á fyrsta tímabili sínu og í sextánda sæti á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið gert enn betur og er eins og er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og stórstjörnulið Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins ákvað nefnilega að kynnast því á eigin skinni hvernig væri að vera heimilislaus á þessum tíma ársins. Potter, aðstoðarmaður hans Billy Reid og Bruno þjálfari aðalliðsins sváfu því úti um helgina í miðbæ Brighton & Hove. Þeir voru saman í tjaldi og markmiðið var að vekja meiri athygli á slæmri stöðu heimilislausra sem og að safna peningi fyrir málefnið. Our boss — Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 14, 2021 Þeir fundu sér stað fyrir utan St Peter's kirkjuna og sváfu þar aðfaranótt laugardagsins. Það var enginn leikur hjá Brighton & Hove Albion um helgina því það var landsleikjahlé. „Við fengum auðveldu útgáfuna af því að sofa við erfiðar aðstæður en það gaf okkur samt innsýn í þær áskoranir sem heimilislausir glíma við dag og nótt,“ sagði Graham Potter í viðtali við heimasíðu Brighton & Hove Albion. „Eftir að hafa fengið að þola eina svona nótt á götunni þá get ég ekki ímyndað mér hvernig væri að lifa við slíkt án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvaðan næsti matartími kæmi,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) ' „Það er fáránleg skömm síðan tengt þessu. Þetta eru margar af viðkvæmustu manneskjunum í okkar samfélagi og þau þurfa hjálp okkar og stuðning. Margir eru að glíma við sjúkdóma, slæma heilsu og það er harmþrungið að árið 2021 sé fólk enn á götunni,“ sagði Potter. Graham Potter er 46 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion frá árinu 2019. Liðið varð í fimmtánda sæti á fyrsta tímabili sínu og í sextánda sæti á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið gert enn betur og er eins og er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og stórstjörnulið Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira