Leigubílstjóri hylltur sem hetja eftir hryðjuverk í Liverpool Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 12:12 Vopnaðir lögreglumenn að störfum þegar nokkrir menn voru handteknir í Liverpool í gærkvöldi. AP/Peter Byrne Breska lögreglan segir að sprenging í leigubíl fyrir utan sjúkrahús í Liverpool í gær hafi verið hryðjuverk. Ekki sé þó ljóst hvað árásarmanninum gekk til. Leigubílstjóri læsti árásarmanninn inn í bílnum og hefur verið hylltur sem hetja. Árásarmaðurinn lést í sprengingunni sem varð fyrir utan kvennasjúkrahúsið í Liverpool skömmu fyrir klukkan 11:00 í gær. Leigubílstjórinn var fluttur slasaður á sjúkrahús en hann er sagður í stöðugu ástandi. Russ Jackson, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar á Norðvestur-Englandi, segir að sprengjan sem sprakk hafi verið heimasmíðuð. Rannsókn beinist nú að því hvernig hún var smíðuð, hvert tilefni árásarinnar var og hvort að árásarmaðurinn hafi átt sér vitorðsmenn. Á minningardegi um breska hermenn Fjórir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga í Kensington-hverfinu í Liverpool í gær. Sprengjan sprakk á minningardegi um fallna breska hermenn og skammt frá athöfn í tilefni hans nærri sjúkrahúsinu. Jackson sagði fjölmiðlum í dag að svo virðist sem að leigubílstjórinn hafi tekið farþegann upp nærri Sefton-garði, almenningsgarði í sunnanverðri borginni. Farþeginn hafi beðið bílstjórann um að aka sér að sjúkrahúsinu. „Þegar leigubíllinn nálgaðist áfangastaðinn við sjúkrahúsið varð sprenging inni í bílnum sem varð fljótt alelda,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hetjulegar gjörðir bílstjórans Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool, segir að David Perry, leigubílstjórinn sem særðist, hafi læst dyrum bílsins svo að árásarmaðurinn kæmist ekki út. „Leigubílstjóranum tókst með sínum hetjulegu gjörðum að afstýra því sem hefði getið orðið algerlega hræðilegar hamfarir á sjúkrahúsinu,“ sagði Anderson við BBC. Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan birti mynd af manni sem hann segir vera Perry við hlið myndar af bílnum sem virðis hafa brunnið til kaldra kola. Lýsti Morgan honum sem „algerri hetju“ sem hafi nær örugglega bjargað fjölda mannslífa. This is Liverpool taxi driver David Perry who locked a Remembrance Sunday terrorist in his cab seconds before the bomber detonated an explosive device right outside a maternity hospital. David s actions almost certainly saved many lives. He is an absolute hero. pic.twitter.com/qjHzGMxIUT— Piers Morgan (@piersmorgan) November 15, 2021 England Bretland Tengdar fréttir Grunur um hryðjuverk eftir að leigubíll sprakk í loft upp í Liverpool Þrír hafa verið handteknir á grundvelli bresku hryðjuverkalagana eftir að leigubíll sprakk í loft upp fyrir utan Kvennasjúkrahúsið í Liverpool. 15. nóvember 2021 06:41 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Árásarmaðurinn lést í sprengingunni sem varð fyrir utan kvennasjúkrahúsið í Liverpool skömmu fyrir klukkan 11:00 í gær. Leigubílstjórinn var fluttur slasaður á sjúkrahús en hann er sagður í stöðugu ástandi. Russ Jackson, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar á Norðvestur-Englandi, segir að sprengjan sem sprakk hafi verið heimasmíðuð. Rannsókn beinist nú að því hvernig hún var smíðuð, hvert tilefni árásarinnar var og hvort að árásarmaðurinn hafi átt sér vitorðsmenn. Á minningardegi um breska hermenn Fjórir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga í Kensington-hverfinu í Liverpool í gær. Sprengjan sprakk á minningardegi um fallna breska hermenn og skammt frá athöfn í tilefni hans nærri sjúkrahúsinu. Jackson sagði fjölmiðlum í dag að svo virðist sem að leigubílstjórinn hafi tekið farþegann upp nærri Sefton-garði, almenningsgarði í sunnanverðri borginni. Farþeginn hafi beðið bílstjórann um að aka sér að sjúkrahúsinu. „Þegar leigubíllinn nálgaðist áfangastaðinn við sjúkrahúsið varð sprenging inni í bílnum sem varð fljótt alelda,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hetjulegar gjörðir bílstjórans Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool, segir að David Perry, leigubílstjórinn sem særðist, hafi læst dyrum bílsins svo að árásarmaðurinn kæmist ekki út. „Leigubílstjóranum tókst með sínum hetjulegu gjörðum að afstýra því sem hefði getið orðið algerlega hræðilegar hamfarir á sjúkrahúsinu,“ sagði Anderson við BBC. Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan birti mynd af manni sem hann segir vera Perry við hlið myndar af bílnum sem virðis hafa brunnið til kaldra kola. Lýsti Morgan honum sem „algerri hetju“ sem hafi nær örugglega bjargað fjölda mannslífa. This is Liverpool taxi driver David Perry who locked a Remembrance Sunday terrorist in his cab seconds before the bomber detonated an explosive device right outside a maternity hospital. David s actions almost certainly saved many lives. He is an absolute hero. pic.twitter.com/qjHzGMxIUT— Piers Morgan (@piersmorgan) November 15, 2021
England Bretland Tengdar fréttir Grunur um hryðjuverk eftir að leigubíll sprakk í loft upp í Liverpool Þrír hafa verið handteknir á grundvelli bresku hryðjuverkalagana eftir að leigubíll sprakk í loft upp fyrir utan Kvennasjúkrahúsið í Liverpool. 15. nóvember 2021 06:41 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Grunur um hryðjuverk eftir að leigubíll sprakk í loft upp í Liverpool Þrír hafa verið handteknir á grundvelli bresku hryðjuverkalagana eftir að leigubíll sprakk í loft upp fyrir utan Kvennasjúkrahúsið í Liverpool. 15. nóvember 2021 06:41