Taívan efst á baugi fundar Biden og Xi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 09:04 Samband Xi (t.v.) og Biden (t.h.) var með ágætum þegar sá síðarnefndi var varaforseti Bandaríkjanna á sínum tíma. Fundurinn er í dag er sá fyrsti eftir að Biden varð forseti Bandaríkjanna. AP/Damian Dovarganes Málefni eyríkisins Taívans eru talin verða efst á baugi fyrsta fjarfundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Xi Jinping, forseta Kína í dag. Ríkin tvö hafa eldað grátt silfur saman um fjölda mála að undanförnu en vaxandi spenna hefur ríkt að undanförnu vegna Taívans. Fundur leiðtoganna hefst seint í kvöld að íslenskum tíma. Kínverskir fjölmiðlar segja líklegt að Xi ætli að fara þess á leit við Biden að hann „bakki“ varðandi Taívan því hann sé harðákveðinn í að sameina það meginlandi Kína í „fyrirsjáanlegri framtíð hvað sem það kostar“. Kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi ráðið sér sjálfir um áratugaskeið. Upp á síðkastið hafa þau aukið spennustigið á svæðinu, meðal annars með því að senda stóran herþotuflota inn á loftvarnasvæði Taívans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkjastjórn styður heimastjórnina í Taipei og Biden forseti hefur sakað Kínverja um að ógna Taívönum með hernaðabrölti. Hann hefur sagt að Bandaríkin kæmu þeim til varnar létu Kínverjar til skarar skríða. AP-fréttastofan segir að ekki sé búist við neinum meiriháttar tilkynningum eftir fundinn og ekki standi til að forsetarnir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. Kjarnorkuuppbygging og sniðganga vetrarólympíuleika Fleiri ágreiningsmál ríkjanna eru líkleg til að bera á góma þeirra Biden og Xi. Bandaríkjastjórn er með böggum hildar yfir vaxandi kjarnavopnaeign Kínverja og tilraunum þeirra með hljóðfráar eldflaugar. Á móti mótmæltu Kínverjar umdeildu samkomulagi Bandaríkjamanna, Ástrala og Breta um að Ástralir fengju kjarnorkukafbáta. Þá hafa ríkin deilt um viðskipti og tækni. Kínverjar hafa ekki staðið við loforð um að stórauka innflutning á bandarískum vörum, koma í veg fyrir hugverkastuld og opnað markaði sína fyrir bandarískum þjónustufyrirtækjum. Þeir vilja að Bandaríkjamenn aflétti tollum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, kom á í viðskiptastríði sínu við þá. Nokkur kínversk tæknifyrirtæki eru á svörtum lista í Bandaríkjunum, þar á meðal Huawei og tölvuflöguframleiðandinn SMIC, sem takmarkar tæknilegt samstarf þeirra við bandarísk fyrirtæki. Fjöldi bandarískra þingmanna hefur krafist þess að vetrarólympíuleikarnir í Beijing í febrúar verði sniðgengnir vegna mannréttindabrota og þjóðarmorð sem Kínverjar eru sakaðir um að fremja á úígúrum í Xinjiang-héraði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í síðustu viku eiga í viðræðum við önnur ríki um hvernig þau sjá fyrir sér að taka þátt í leikunum en ekki liggi fyrir hvort eða hvenær þau ákveðið að sniðganga þá að einhverju leyti. Kína Bandaríkin Joe Biden Taívan Tengdar fréttir Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Fundur leiðtoganna hefst seint í kvöld að íslenskum tíma. Kínverskir fjölmiðlar segja líklegt að Xi ætli að fara þess á leit við Biden að hann „bakki“ varðandi Taívan því hann sé harðákveðinn í að sameina það meginlandi Kína í „fyrirsjáanlegri framtíð hvað sem það kostar“. Kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans þrátt fyrir að eyjaskeggjar hafi ráðið sér sjálfir um áratugaskeið. Upp á síðkastið hafa þau aukið spennustigið á svæðinu, meðal annars með því að senda stóran herþotuflota inn á loftvarnasvæði Taívans, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkjastjórn styður heimastjórnina í Taipei og Biden forseti hefur sakað Kínverja um að ógna Taívönum með hernaðabrölti. Hann hefur sagt að Bandaríkin kæmu þeim til varnar létu Kínverjar til skarar skríða. AP-fréttastofan segir að ekki sé búist við neinum meiriháttar tilkynningum eftir fundinn og ekki standi til að forsetarnir sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu að honum loknum. Kjarnorkuuppbygging og sniðganga vetrarólympíuleika Fleiri ágreiningsmál ríkjanna eru líkleg til að bera á góma þeirra Biden og Xi. Bandaríkjastjórn er með böggum hildar yfir vaxandi kjarnavopnaeign Kínverja og tilraunum þeirra með hljóðfráar eldflaugar. Á móti mótmæltu Kínverjar umdeildu samkomulagi Bandaríkjamanna, Ástrala og Breta um að Ástralir fengju kjarnorkukafbáta. Þá hafa ríkin deilt um viðskipti og tækni. Kínverjar hafa ekki staðið við loforð um að stórauka innflutning á bandarískum vörum, koma í veg fyrir hugverkastuld og opnað markaði sína fyrir bandarískum þjónustufyrirtækjum. Þeir vilja að Bandaríkjamenn aflétti tollum sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, kom á í viðskiptastríði sínu við þá. Nokkur kínversk tæknifyrirtæki eru á svörtum lista í Bandaríkjunum, þar á meðal Huawei og tölvuflöguframleiðandinn SMIC, sem takmarkar tæknilegt samstarf þeirra við bandarísk fyrirtæki. Fjöldi bandarískra þingmanna hefur krafist þess að vetrarólympíuleikarnir í Beijing í febrúar verði sniðgengnir vegna mannréttindabrota og þjóðarmorð sem Kínverjar eru sakaðir um að fremja á úígúrum í Xinjiang-héraði. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í síðustu viku eiga í viðræðum við önnur ríki um hvernig þau sjá fyrir sér að taka þátt í leikunum en ekki liggi fyrir hvort eða hvenær þau ákveðið að sniðganga þá að einhverju leyti.
Kína Bandaríkin Joe Biden Taívan Tengdar fréttir Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30 Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01 Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Leiðtogar Kommúnistaflokks Kína hafa samþykkt sögulega ályktun um flokkinn sem festir Xi í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína. Með þessu er Xi líklegur til að tryggja sér þriðja kjörtímabilið sem forseti Kína á næsta ári en það hefur enginn gert áður. 11. nóvember 2021 23:30
Byggðu eftirlíkingar af bandarískum herskipum til að skjóta eldflaugum á Kínverjar hafa byggt eftirlíkingar af bandarískum herskipum og skotmörk í eyðimörk þar sem tilraunir eru gerðar með eldflaugar. 8. nóvember 2021 13:01
Biden segir Bandaríkin munu verja Taívan fyrir innrás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ljóst að Bandaríkjamenn muni verja eyjuna Taívan, ef Kínverjar gera innrás. Þetta kom fram í svörum hans á borgarafundi sem CNN sjónvarpsstöðin stóð fyrir. 22. október 2021 06:38