Jón Gunnlaugur: Liðið þarf að fara í naflaskoðun Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2021 21:15 Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var svekktur með leik kvöldsins Víkingur Víkingur tapaði sínum áttunda leik í röð er þeir mættu Selfossi í kvöld. Selfoss vann leikinn 32-18 og var Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, afar súr eftir leik. „Við fengum á okkur tólf mörk í fyrri hálfleik og tuttugu í seinni hálfleik. Selfoss endaði leikinn á 17-7 kafla. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en þetta var síðan mjög lélegt,“ sagði Jón Gunnlaugur eftir leik. Víkingur skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Jón Gunnlaugur hafði þó litlar áhyggjur á þeim tímapunkti þar sem Selfoss skoraði aðeins fimm mörk. „Á þessum tímapunkti voru bæði lið í vandræðum með að skora. Þetta var leikur svo ég var ekki neikvæður á því augnabliki.“ „Staðreyndin er sú að við erum ekki nægilega góðir að skjóta á markið. Við skorum 18 mörk og og þau koma frá 11 mismunandi leikmönnum. Maður hræðist þetta komandi upp sem nýliði. Nú er rjóminn farinn af byrjuninni og nú þurfum við sem lið að fara í naflaskoðun. “ Víkingur spilaði ágætlega undir lok fyrri hálfleiks en Jón Gunnlaugur var afar svekktur með hvernig liðið útfærði seinni hálfleikinn. „Við grófum okkur ofan í holu strax í seinni hálfleik. Selfoss náði að skora fimm mörk í röð á fimm mínútum og þá hættum við. Ég fór síðan að gefa öllum leikmönnum mínútur og notaði ekki einu sinni síðasta leikhléið mitt.“ Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum á tímabilinu hefur Víkingur verið að spila ágætlega og vonar Jón Gunnlaugur að hans lið muni ekki eiga aðra svona frammistöðu. „Við höfum sýnt hvað við getum í mörgum leikjum. Í kvöld vorum við með yfir tíu tæknifeila í seinni hálfleik vegna þess menn fóru að leyfa sér hluti sem voru ekki í lagi.“ „Það sem við þurfum að gera er að spila meira á okkar eigin verðleikum. Leiðtogar í liðinu þurfa að stiga upp,“ sagði Jón Gunnlaugur að lokum. Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Víkingur 32-18 | Selfoss fór illa með nýliða Víkings Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi 32-18. Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik en keyrði yfir nýliða Víkings í seinni hálfleik og vann á endanum 14 marka sigur. 14. nóvember 2021 21:45 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Við fengum á okkur tólf mörk í fyrri hálfleik og tuttugu í seinni hálfleik. Selfoss endaði leikinn á 17-7 kafla. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik en þetta var síðan mjög lélegt,“ sagði Jón Gunnlaugur eftir leik. Víkingur skoraði aðeins tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. Jón Gunnlaugur hafði þó litlar áhyggjur á þeim tímapunkti þar sem Selfoss skoraði aðeins fimm mörk. „Á þessum tímapunkti voru bæði lið í vandræðum með að skora. Þetta var leikur svo ég var ekki neikvæður á því augnabliki.“ „Staðreyndin er sú að við erum ekki nægilega góðir að skjóta á markið. Við skorum 18 mörk og og þau koma frá 11 mismunandi leikmönnum. Maður hræðist þetta komandi upp sem nýliði. Nú er rjóminn farinn af byrjuninni og nú þurfum við sem lið að fara í naflaskoðun. “ Víkingur spilaði ágætlega undir lok fyrri hálfleiks en Jón Gunnlaugur var afar svekktur með hvernig liðið útfærði seinni hálfleikinn. „Við grófum okkur ofan í holu strax í seinni hálfleik. Selfoss náði að skora fimm mörk í röð á fimm mínútum og þá hættum við. Ég fór síðan að gefa öllum leikmönnum mínútur og notaði ekki einu sinni síðasta leikhléið mitt.“ Þrátt fyrir að hafa tapað öllum leikjunum á tímabilinu hefur Víkingur verið að spila ágætlega og vonar Jón Gunnlaugur að hans lið muni ekki eiga aðra svona frammistöðu. „Við höfum sýnt hvað við getum í mörgum leikjum. Í kvöld vorum við með yfir tíu tæknifeila í seinni hálfleik vegna þess menn fóru að leyfa sér hluti sem voru ekki í lagi.“ „Það sem við þurfum að gera er að spila meira á okkar eigin verðleikum. Leiðtogar í liðinu þurfa að stiga upp,“ sagði Jón Gunnlaugur að lokum.
Víkingur Reykjavík Olís-deild karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Víkingur 32-18 | Selfoss fór illa með nýliða Víkings Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi 32-18. Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik en keyrði yfir nýliða Víkings í seinni hálfleik og vann á endanum 14 marka sigur. 14. nóvember 2021 21:45 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Víkingur 32-18 | Selfoss fór illa með nýliða Víkings Selfoss vann öruggan sigur á Víkingi 32-18. Selfoss var þremur mörkum yfir í hálfleik en keyrði yfir nýliða Víkings í seinni hálfleik og vann á endanum 14 marka sigur. 14. nóvember 2021 21:45