Innlent

Fámennt í miðbæ Reykjavíkur

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í örfá útköll vegna hávaða en lítið af af fólki var í miðbæ Reykjavíkur.

Maður var handtekinn í Hlíðunum vegna líkamsárásar, frelsissviptingar og eignarspjalla. Hann var vistaður í fangageymslu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Einn var handtekinn í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur, eftir að hafa gert ítrekaðar tilraunir til að stofna til slagsmála. Ekki tókst að ræða við manninn vegna ástands og var hann vistaður í fangaklefa.

Mannlaus bifreið rann af bílastæði og endaði á ruslageymslu í Kópavoginum. Engin slys urðu á fólki en bæði bíllinn og ruslageymslan hlutu eitthvað tjón af.

Þá var einn handtekinn vegna líkamsárásar í Garðabænum og vistaður í fangaklefa í kjölfarið.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir, ýmist undir áfhrifum áfengis eða fíkniefna. Ölvaður ökumaður var stöðvaður í Grafarvogi, og reyndi hann að hlaupa undan lögreglu. Maðurinn var hlaupinn uppi og vistaður í fangaklefa í kjölfarið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×