Særðist alvarlega eftir hnífstunguárás við Hagkaup Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2021 14:30 Margeir Sveinsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/ArnarHalldórs Sá sem varð fyrir hnífstunguárás á bílaplani við Hagkaup í Garðabæ í nótt særðist nokkuð alvarlega. Hann er þó ekki talinn í lífshættu að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Árásin var gerð í kjölfar ósættis milli hóps þriggja manna og þess fjórða. „Verður til þess að það er dreginn upp hnífur og sá sem var einn á ferð hlaut sár á kvið og bak,“ segir Margeir. Maðurinn sem var stunginn kom sér inn í verslun Hagkaupa þar sem hlúð var að honum. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka og annar með minniháttar áverka. Sá var útskrifaður fljótt. Myndband af vettvangi má sjá í spilaranum hér að neðan: Fjórir voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þremur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum en einum haldið eftir í varðhaldi. Margeir hafði ekki upplýsingar um það hvort sá væri enn í haldi. Málið er talið upplýst. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 25 ára. Eðli málsins samkvæmt var barnaverndarnefnd gert viðvart þar sem einn þeirra er undir lögaldri. Finnst ekki líða helgi þar sem kemur ekki upp gróf árás Margeir Sveinsson segir í samtali við Vísi að alvarlegum ofbeldisbrotum hafi fjölgað síðastliðin tvö ár miðað við árin á undan. Þá segir hann að átökin séu orðin grófari. Hins vegar hafi mál er varðar vopnalagabrot fækkað. „Tilfinningin er að það líði ekki helgi nema það sé einhver svona gróf árás, annað hvort með hníf eða alvarlegri líkamsárásir með spörkum og höggum,“ segir hann. Þá segir hann að lögreglan merki aukningu í því að fólk beri á sér barefli eða hnífa. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að líkamsárásir hefðu ekki aukist. Hið rétta er að fjölgun hefur verið á alvarlegum líkamsárásum. Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Árásin var gerð í kjölfar ósættis milli hóps þriggja manna og þess fjórða. „Verður til þess að það er dreginn upp hnífur og sá sem var einn á ferð hlaut sár á kvið og bak,“ segir Margeir. Maðurinn sem var stunginn kom sér inn í verslun Hagkaupa þar sem hlúð var að honum. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka og annar með minniháttar áverka. Sá var útskrifaður fljótt. Myndband af vettvangi má sjá í spilaranum hér að neðan: Fjórir voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þremur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum en einum haldið eftir í varðhaldi. Margeir hafði ekki upplýsingar um það hvort sá væri enn í haldi. Málið er talið upplýst. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 25 ára. Eðli málsins samkvæmt var barnaverndarnefnd gert viðvart þar sem einn þeirra er undir lögaldri. Finnst ekki líða helgi þar sem kemur ekki upp gróf árás Margeir Sveinsson segir í samtali við Vísi að alvarlegum ofbeldisbrotum hafi fjölgað síðastliðin tvö ár miðað við árin á undan. Þá segir hann að átökin séu orðin grófari. Hins vegar hafi mál er varðar vopnalagabrot fækkað. „Tilfinningin er að það líði ekki helgi nema það sé einhver svona gróf árás, annað hvort með hníf eða alvarlegri líkamsárásir með spörkum og höggum,“ segir hann. Þá segir hann að lögreglan merki aukningu í því að fólk beri á sér barefli eða hnífa. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að líkamsárásir hefðu ekki aukist. Hið rétta er að fjölgun hefur verið á alvarlegum líkamsárásum.
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43