Innlent

Þýfi fyrir tug­milljónir króna skilað í réttar hendur

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hrósar fólkinu sínu fyrir árangur í málum sem tengjast innbrotum.
Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hrósar fólkinu sínu fyrir árangur í málum sem tengjast innbrotum. Vísir/Arnar

Um sextíu til sjötíu innbrot hafa verið í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu í hverjum mánuði síðan í sumar. Yfirlögregluþjónn segir að lögreglan upplýsi mörg málanna og hafi í þessari viku skilað þýfi fyrir tugmilljónir króna.

Innbrotsþjófar hafa herjað á nokkur hverfi á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði meðal þeirra eru Bústaða-og Háaleitishverfi. Þá hefur verið talsvert um innbrot í nýbyggingar.

„Það er búin að vera aukning frá því seint í sumar og fram á haustið. Þetta hafa verið 60-70 mál í mánuði og lögreglumenn hafa verið mjög duglegir að upplýsa þessi brot,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þýfi sem lögreglan hefur lagt hald á.Vísir

Ásgeir segir að lögreglunni hafi tekist að leggja hald á talsvert magn af þýfi úr fjölda innbrota og skila því til réttra eigenda.

„Bara í þessum mánuði erum við búin að endurheimta og skila þýfi fyrir um 50-60 milljónir króna,“ segir hann.

Hann segir að það geti verið flókið að koma þýfinu í réttar hendur.

„Það er ekki auðvelt í öllum tilvikum en í einhverjum tilvikum eru þetta hlutir sem lögreglumenn þekkja úr skýrslum þar sem tilkynnt hefur verið um þjófnað. Þá er auðvelt að hafa upp á verktökum þegar þeir hafa merkt verkfærin sín,“ segir Ásgeir. 


Tengdar fréttir

Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot

Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×