Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 14:42 Trump með Pence þegar allt lék í lyndi. Vísir/EPA Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. Pence hafði umsjón með atkvæðagreiðslu í þinginu um staðfestingu úrslita forsetakosninganna 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Trump braut sér leið inn í bygginguna. Stöðva þurfti atkvæðagreiðsluna og fylgdi leyniþjónstan Pence og þingmönnum í skjól. Trump hafði þá um marga mánaða skeið fóðrað stuðningsmenn sína á lygum, fyrst um að brögð yrðu í tafli í forsetakosningunum en síðar að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Ásakanir þáverandi forsetans voru algerlega stoðlausar. Sömuleiðis fullyrðingar hans um að Pence gæti komið í veg fyrir að úrslitin yrðu staðfest. Því voru margir stuðningsmenn forsetans Pence ævareiðir en hann hafði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir staðfestingu úrslitanna. Múgurinn kyrjaði þannig um að hann ætlaði að hengja Pence. Einhverjir úr hópnum reistu meðal annars gálga fyrir utan þinghúsið. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í tengslum við nýja bók fréttamannsins Jonathans Karl sagðist Trump engu að síður aldrei hafa óttast um öryggi Pence. Honum hafi skilist að hann væri í góðu ástandi og nyti góðrar verndar. AUDIO: Trump in a taped interview with Jonathan Karl that was shared with Axios defended, quite extensively, supporters who threatened to "hang" Mike Pence. https://t.co/NCBJ7rGy6G— Axios (@axios) November 12, 2021 Þá sýndi Trump slagorðum lýðsins um að hengja varaforseta hans fullan skilning. „Vegna þess að það er heilbrigð skynsemi, Jon. Það er heilbrigð skynsemi sem þú átt að verja. Hvernig getur þú, ef þú veist að það var svindl í kosningunum, hvernig getur þú samþykkt sviksamlegar kosningar á þingi? Hvernig getur þú gert það?“ spurði Trump sem heldur sig enn fast við sinn keip um að brögð hafi verið í tafli þrátt fyrir dómstólar og opinberar rannsóknir hafi ekki fundið neitt fót fyrir þeim ásökunum hans. Washington Post segir að Trump hafi talað skýrt um það í viðtalinu að hann hafi viljað að Pence ógilti niðurstöður í forsetakosningunum í fimm ríkjum þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Pence hafði umsjón með atkvæðagreiðslu í þinginu um staðfestingu úrslita forsetakosninganna 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Trump braut sér leið inn í bygginguna. Stöðva þurfti atkvæðagreiðsluna og fylgdi leyniþjónstan Pence og þingmönnum í skjól. Trump hafði þá um marga mánaða skeið fóðrað stuðningsmenn sína á lygum, fyrst um að brögð yrðu í tafli í forsetakosningunum en síðar að stórfelld svik hefðu kostað hann endurkjör. Ásakanir þáverandi forsetans voru algerlega stoðlausar. Sömuleiðis fullyrðingar hans um að Pence gæti komið í veg fyrir að úrslitin yrðu staðfest. Því voru margir stuðningsmenn forsetans Pence ævareiðir en hann hafði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að standa í vegi fyrir staðfestingu úrslitanna. Múgurinn kyrjaði þannig um að hann ætlaði að hengja Pence. Einhverjir úr hópnum reistu meðal annars gálga fyrir utan þinghúsið. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í tengslum við nýja bók fréttamannsins Jonathans Karl sagðist Trump engu að síður aldrei hafa óttast um öryggi Pence. Honum hafi skilist að hann væri í góðu ástandi og nyti góðrar verndar. AUDIO: Trump in a taped interview with Jonathan Karl that was shared with Axios defended, quite extensively, supporters who threatened to "hang" Mike Pence. https://t.co/NCBJ7rGy6G— Axios (@axios) November 12, 2021 Þá sýndi Trump slagorðum lýðsins um að hengja varaforseta hans fullan skilning. „Vegna þess að það er heilbrigð skynsemi, Jon. Það er heilbrigð skynsemi sem þú átt að verja. Hvernig getur þú, ef þú veist að það var svindl í kosningunum, hvernig getur þú samþykkt sviksamlegar kosningar á þingi? Hvernig getur þú gert það?“ spurði Trump sem heldur sig enn fast við sinn keip um að brögð hafi verið í tafli þrátt fyrir dómstólar og opinberar rannsóknir hafi ekki fundið neitt fót fyrir þeim ásökunum hans. Washington Post segir að Trump hafi talað skýrt um það í viðtalinu að hann hafi viljað að Pence ógilti niðurstöður í forsetakosningunum í fimm ríkjum þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira