Erfið stund þegar Óskar kvaddi: „Verður sárt saknað en við virðum hans val“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2021 12:31 Óskar Örn Hauksson vann til fjölda titla með KR og er bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu félagsins. vísir/bára „Við áttum ágætis fund í morgun sem var erfið stund og allt það, en svona er þetta bara í lífinu. Við virðum hans ákvörðun og vonum að honum gangi allt í haginn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að hafa horft á eftir leikja- og markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Óskar Örn Hauksson hefur ákveðið að spila knattspyrnu með Stjörnunni næstu tvö árin. Samningur hans við KR, þar sem hann spilaði alla leiki í sumar, rann út og Óskar hafnaði tilboði KR um nýjan samning. „Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Rúnar sem þjálfaði Óskar í rúman helming þess tíma sem Óskar var hjá KR. „Óskar er búinn að þjóna KR í fimmtán ár, er leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins, búinn að vinna hér haug af titlum fyrir okkur og vera frábær fyrirmynd allra hjá félaginu, bæði leikmanna sem hann hefur spilað með og ungu kynslóðarinnar. Við erum að missa gríðarlega mikinn KR-ing og hans verður auðvitað sárt saknað en við virðum hans val. Við þökkum honum bara kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum alls hins besta,“ segir Rúnar um hinn 37 ára gamla Óskar, sem skoraði 5 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Reyndum að halda honum „Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt. Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja. Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar. Verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar Eins og fyrr segir spilaði Óskar alla leiki með KR á síðustu leiktíð og hann var í byrjunarliði liðsins í 20 af 22 deildarleikjum. Það var því síður en svo þannig að hann væri orðinn einhver afgangsstærð í Vesturbænum. „Það er auðvitað alltaf samkeppni um stöður en Óskar hefur oftast komið sterkastur út úr því. Við vitum hvað hann getur, það er fullt af mörkum í honum og stoðsendingum, og svo er hann líka leiðtogi. Hann var fastamaður í liðinu í sumar og spilaði hvað flestar mínútur auk Beitis [Ólafssonar] og Pálma [Rafns Pálmasonar]. Við erum að missa byrjunarliðsmann en þá opnast dyrnar fyrir aðra og það verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar og standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir,“ segir Rúnar. Þjálfarinn segir að ekki þurfi endilega að finna mann í stað Óskars. „Við erum með ágætis úrval í þessa stöðu og svo þurfum við líka að skoða hvaða system við ætlum að nota. En við erum alla vega komnir með nægilega marga menn í framlínuna, þessar fremstu stöður, svo ég held að við höfum mannskap til að takast á við þetta. Auðvitað lítum við áfram í kringum okkur og skoðum hvað okkur vantar til að geta barist um titla næsta sumar,“ segir Rúnar og bætir við að þá sé ekki síst verið að horfa út fyrir landsteinana. Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Óskar Örn Hauksson hefur ákveðið að spila knattspyrnu með Stjörnunni næstu tvö árin. Samningur hans við KR, þar sem hann spilaði alla leiki í sumar, rann út og Óskar hafnaði tilboði KR um nýjan samning. „Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Rúnar sem þjálfaði Óskar í rúman helming þess tíma sem Óskar var hjá KR. „Óskar er búinn að þjóna KR í fimmtán ár, er leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins, búinn að vinna hér haug af titlum fyrir okkur og vera frábær fyrirmynd allra hjá félaginu, bæði leikmanna sem hann hefur spilað með og ungu kynslóðarinnar. Við erum að missa gríðarlega mikinn KR-ing og hans verður auðvitað sárt saknað en við virðum hans val. Við þökkum honum bara kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum alls hins besta,“ segir Rúnar um hinn 37 ára gamla Óskar, sem skoraði 5 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Reyndum að halda honum „Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt. Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja. Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar. Verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar Eins og fyrr segir spilaði Óskar alla leiki með KR á síðustu leiktíð og hann var í byrjunarliði liðsins í 20 af 22 deildarleikjum. Það var því síður en svo þannig að hann væri orðinn einhver afgangsstærð í Vesturbænum. „Það er auðvitað alltaf samkeppni um stöður en Óskar hefur oftast komið sterkastur út úr því. Við vitum hvað hann getur, það er fullt af mörkum í honum og stoðsendingum, og svo er hann líka leiðtogi. Hann var fastamaður í liðinu í sumar og spilaði hvað flestar mínútur auk Beitis [Ólafssonar] og Pálma [Rafns Pálmasonar]. Við erum að missa byrjunarliðsmann en þá opnast dyrnar fyrir aðra og það verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar og standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir,“ segir Rúnar. Þjálfarinn segir að ekki þurfi endilega að finna mann í stað Óskars. „Við erum með ágætis úrval í þessa stöðu og svo þurfum við líka að skoða hvaða system við ætlum að nota. En við erum alla vega komnir með nægilega marga menn í framlínuna, þessar fremstu stöður, svo ég held að við höfum mannskap til að takast á við þetta. Auðvitað lítum við áfram í kringum okkur og skoðum hvað okkur vantar til að geta barist um titla næsta sumar,“ segir Rúnar og bætir við að þá sé ekki síst verið að horfa út fyrir landsteinana.
Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn