Friðland refsins Garðar Páll Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 12:55 Þess ber að geta að þessi skrif geta talist einhliða og eru ekki fyrir börn eða viðkvæma. Fyrir þá sem ekki þekkja mig er smá kynningar þörf. Ég hef stundað veiðar á ref í mörg ár á öllum árstímum. Við hjónin ræktum sauðfé og æðarkollur í austanverðum Skagafirði ásamt tengdaforeldrum mínum og barnahóp okkar, þetta skýrir kannski þörf mína fyrir að tjá mig um þetta en kannski eru það bara forpokaðar hugmyndir miðaldra grenjaskyttu. Ég hef oft þurft að verja gerðir mínar sem grenjaskytta og refabani en oft hef ég líka fengið þakkir fyrir kaldar og blautar vornætur eða kuldalega bið í snjó og myrkri, ég hef talað við bændur sem misstu lamb á nóttu í refskjaft,margar nætur í röð, eða horft á skolla tína upp æðarhreiður og splundra varpi án þess að geta nokkra vörn veitt. Ég hef horft á refi leika sér, verja svæði sitt, taka á móti ungviði, eðla sig og drepast. Allt þetta er hluti þess að búa hér fyrir norðan, þessi hluti er partur af lífi sífellt minnkandi hóps, hóps sem býr við óöryggi núna. Á refaveiðum. Um það hvernig framtíð veiða verður. Hvort að þessar veiðar eru réttlætanlegar og hvernig þeim skal hagað. Að mínu mati eru þær réttlætanlegar með sama formi og í dag, það er mín skoðun, þó að það sé kannski ekki skoðun meirihluta landsmanna. Að því sögðu vil ég einungis benda á fleyg orð sem hrutu af orðið merks manns fyrir nokkur hundruð árum “communis error facit jus “ ,en hann var skömmu seinna hengdur af lýðnum... Fyrir nokkrum dögum birtist grein á Vísi um forsendur refaveiða og hvort þær eru réttlætanlegar eða ekki, grein sú er illa ígrunduð og einhliða og sýnir þann vilja fréttamanna og meirihluta landsmanna að friða refinn, enda sé hann krúttlegt gæludýr sem verður að vernda gegn laganna vörðum og yfirvaldinu með ráðum og dáð. Íslenski refurinn er fallegt dýr og hefur sýnt það í gegnum árin að hann kann ýmis brögð til að bjarga sér frá vélráðum manna og veiðitækjum þeirra. Hann er hluti af náttúru okkar og verður að vera það áfram, þó að fjölda dýra sé stýrt. Auðvitað eru svæði hérlendis þar sem refur getur verið óhultur fyrir ágangi manna og nauðsynlegt er að halda þeirri tilhögun, hins vegar eru líka svæði þar sem halda verður honum niðri eða eyða. Hugmyndir almennings um refaveiðar Nú er öllum veiðimönnum, sem hafa til þess gilt veiðikort og réttindi til að bera skotvopn, heimilt að veiða ref frá 1. ágúst til fyrsta maí. Veiði getur verið margs konar og ekki verður farið í útlistun á því frekar. Endurtekin er hins vegar sú umræða að sportveiðimenn geti og eigi að halda stofnstærð refs niðri, enda séu núverandi veiðiaðferðir úreltar og ómennskar. Núverandi veiðikerfi, hvort sem það er gáfulegt eða ekki er til þess ætlað að fyrirbyggja tjón, tjón sem annars verður ef grenjaleit leggst af og hins vegar ef að sporveiðimenn eiga að grípa boltann. Sportveiðimenn eru af mörgu tagi og margir þeirra hafa bæði þekkingu og úthald til að eiga við ref á ýmsum tímum árs. En það er mér til efs að veiðimaður sem á í basli við að ná sér í rjúpu í jólamatinn geti haldi niðri stofnstærð refs. Skógar Í Skagafirði er friðland við Miklavatn, þar hafa fuglar himins og gróður jarðar skjól til að dafna og tímgast. Við Skagfirðingar berum hag þessa friðlands fyrir brjósti enda eru friðlönd af hinu góða og gaman að sá blómlega flóru og fánu. Skógar og nálæg votlendi voru friðlýst árið 1977, og eru á náttúruminjaskrá og IBA-skrá, (Inportant Bird Areas) eins og Austur-Eylendið. Eins er stórt og rótgróið æðarvarp austanvert við friðlandið, þar hafa Sjávarborgarbændur hlúð að kollu svo lengi sem elstu menn muna og jafnvel kippkorn lengur, varpið er bundið við hólma í vestari kvísl Héraðsvatna og þarf bát til að nytja svæðið. Þarna hafa kollur haft skjól um áratugi en undanfarin ár hafur varpið minnkað og þrátt fyrir vakt og vörslu nær skolli að trufla varpið annað hvort með aðkomu vestan að, eða austan og þá yfir kvíslar Héraðsvatna, svona hegðun refa var talin ómöguleg hér fyrr á tíðum en þetta eins og annað sýnir hvað skolli er snöggur að þróa veiðiaðferðir og finna leiðir til að komast að marki sínu. Í reglum um friðlönd segir að umferð fólks sé bönnuð frá 15.maí til 1.júli. enda er varp þá í fullum blóma og aðgátar þörf, hins vegar langar umhverfisbatteríinu að friða refinn innan á þessum tíma árs. Hann eigi að geta alið upp ungviði sitt óáreittur. Nú bregður svo við á í friðlandinu eru bústaðir refa. Ekki einn og ekki tveir. Þeir eru merktir gróflega á korti sem fylgir hér neðan við. Á þetta kort hafa bústaðir refa verið (gróflega) merktir inn með rauðu eog svo æðarvarp með grænu. Friðlandið er innan punktalínu. Þarna er eingöngu talin greni sem eru vestan Vatna, ekki þau sem eru í Hegranesi, þó að það sé staðfest að dýr hafi sótt yfir Vötnin til að krækja sér í æðaregg og kollu. Þarna myndu þá sækja æti foreldra af þrem til fjórum grenjum, sem samkvæmt vísitölu innihalda milli fimmtán til tuttugu og fimm hvolpa. Dæmi eru um það að fullorðin dýr beri heim fimmtán til tuttugu unga á dag auk eggja meðan þau standa til boða, þannig að framleiðsla friðlandsins á ungum myndi stórlega raskast og gerir það, miðað við næuverandi ástand, og trúlega næðist ekki að framleiða unga fyrir hvolpaflotann. Staðan er sú að fuglalífi hefur stórlega hrakað á þessu svæði, eins hefur dúntekja snarminnkað undafarin ár. Svo vitnað sé enn og einu sinni í eldri menn er svæðið ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig það var fyrir svona tíu árum. Dýrbítar og varnir gegn þeim Við endurskoðun á lögum um vilt dýr hafa verið hávær hróp um að ekki þurfi að veiða ref vegna þess að hann sé ekki að drepa fé og ekki liggi fyrir staðfest tjón bænda eða eins og segir í grein sem birtist í Fréttablaðinu “„Áður fyrr sóttu refirnir í nýfædd lömb eða fóru aftan í kindur þegar þær voru að bera.“ Þetta er að stórum hluta rétt, á sauðburði er stærstur hluti fjár inni við og lömb eru orðin nokkuð stálpuð þegar þeim er sleppt á tún , hvað þá til afrétta í lok júní. En einhverstaðar hefur gleymst að kenna þeim refum sem hafa lyst á lambakjöti að þetta sé ljót iðja. Refir drepa nefnilega á öðrum tímum árs, þó litlar fréttir berist af því, enda fáir sem eru fram til fjalla að fylgjast með þeim framgangi. Á hverju hausti eða seinnipart sumars berast fregnir að ám sem koma heim lamblausar og stundum særðar eftir dýrbít, lömbin sjást aldrei og ekki finnst af þeim tangur eða tetur. Núna haustið 2021 telst mér til að það vanti milli tuttugu og þrjátíu lömb af upprekstrarsvæði Deildar-og Unadals. Ég tek þetta svæði bara sem dæmi því að okkar fé gengur þær slóðir. Vitað er af kind sem kom bitin og lamblaus til bæja. Hér eru fáein dæmi: Í vor (2021) beit refur lömb á bænum Villinganesi, var hann skotinn við þá iðju. Að því stóðu þrír veiðimenn, sem keyrðu tugi kílómetra og vörðu tveimur nóttum í þá yfirlegu. Fyrir þetta fengu þeir saman greiddar 10.000 kr., fyrir þá sem kunna að sjá ofsjónum yfir uppgripum veiðimanna. Í september 2014 mætti ljót sjón gangnamönnum sem smöluðu Deildardal, einn af mörgum dölum austanvert í Skagafirði, ræflar af sjö lömbum fundust. Eitt kom sært til réttar, trúlega var dýrið sem olli þessu drepið ári seinna, ekki ver vitað hvort bíturinn hefur drepið meira en þetta var í gönguleið smalanna. Í október 2015 drap fullorðinn refur fullorðið fé í Viðvíkursveit, hann náði fimm haustlömbum áður en hann náðist. Haustið 2020 voru kindur á Ingveldarstöðum slasaðar af refum. Höfundur er deildarstjóri Rafvirkjunar- og bíltæknigreina hjá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Stjórnsýsla Dýraheilbrigði Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Þess ber að geta að þessi skrif geta talist einhliða og eru ekki fyrir börn eða viðkvæma. Fyrir þá sem ekki þekkja mig er smá kynningar þörf. Ég hef stundað veiðar á ref í mörg ár á öllum árstímum. Við hjónin ræktum sauðfé og æðarkollur í austanverðum Skagafirði ásamt tengdaforeldrum mínum og barnahóp okkar, þetta skýrir kannski þörf mína fyrir að tjá mig um þetta en kannski eru það bara forpokaðar hugmyndir miðaldra grenjaskyttu. Ég hef oft þurft að verja gerðir mínar sem grenjaskytta og refabani en oft hef ég líka fengið þakkir fyrir kaldar og blautar vornætur eða kuldalega bið í snjó og myrkri, ég hef talað við bændur sem misstu lamb á nóttu í refskjaft,margar nætur í röð, eða horft á skolla tína upp æðarhreiður og splundra varpi án þess að geta nokkra vörn veitt. Ég hef horft á refi leika sér, verja svæði sitt, taka á móti ungviði, eðla sig og drepast. Allt þetta er hluti þess að búa hér fyrir norðan, þessi hluti er partur af lífi sífellt minnkandi hóps, hóps sem býr við óöryggi núna. Á refaveiðum. Um það hvernig framtíð veiða verður. Hvort að þessar veiðar eru réttlætanlegar og hvernig þeim skal hagað. Að mínu mati eru þær réttlætanlegar með sama formi og í dag, það er mín skoðun, þó að það sé kannski ekki skoðun meirihluta landsmanna. Að því sögðu vil ég einungis benda á fleyg orð sem hrutu af orðið merks manns fyrir nokkur hundruð árum “communis error facit jus “ ,en hann var skömmu seinna hengdur af lýðnum... Fyrir nokkrum dögum birtist grein á Vísi um forsendur refaveiða og hvort þær eru réttlætanlegar eða ekki, grein sú er illa ígrunduð og einhliða og sýnir þann vilja fréttamanna og meirihluta landsmanna að friða refinn, enda sé hann krúttlegt gæludýr sem verður að vernda gegn laganna vörðum og yfirvaldinu með ráðum og dáð. Íslenski refurinn er fallegt dýr og hefur sýnt það í gegnum árin að hann kann ýmis brögð til að bjarga sér frá vélráðum manna og veiðitækjum þeirra. Hann er hluti af náttúru okkar og verður að vera það áfram, þó að fjölda dýra sé stýrt. Auðvitað eru svæði hérlendis þar sem refur getur verið óhultur fyrir ágangi manna og nauðsynlegt er að halda þeirri tilhögun, hins vegar eru líka svæði þar sem halda verður honum niðri eða eyða. Hugmyndir almennings um refaveiðar Nú er öllum veiðimönnum, sem hafa til þess gilt veiðikort og réttindi til að bera skotvopn, heimilt að veiða ref frá 1. ágúst til fyrsta maí. Veiði getur verið margs konar og ekki verður farið í útlistun á því frekar. Endurtekin er hins vegar sú umræða að sportveiðimenn geti og eigi að halda stofnstærð refs niðri, enda séu núverandi veiðiaðferðir úreltar og ómennskar. Núverandi veiðikerfi, hvort sem það er gáfulegt eða ekki er til þess ætlað að fyrirbyggja tjón, tjón sem annars verður ef grenjaleit leggst af og hins vegar ef að sporveiðimenn eiga að grípa boltann. Sportveiðimenn eru af mörgu tagi og margir þeirra hafa bæði þekkingu og úthald til að eiga við ref á ýmsum tímum árs. En það er mér til efs að veiðimaður sem á í basli við að ná sér í rjúpu í jólamatinn geti haldi niðri stofnstærð refs. Skógar Í Skagafirði er friðland við Miklavatn, þar hafa fuglar himins og gróður jarðar skjól til að dafna og tímgast. Við Skagfirðingar berum hag þessa friðlands fyrir brjósti enda eru friðlönd af hinu góða og gaman að sá blómlega flóru og fánu. Skógar og nálæg votlendi voru friðlýst árið 1977, og eru á náttúruminjaskrá og IBA-skrá, (Inportant Bird Areas) eins og Austur-Eylendið. Eins er stórt og rótgróið æðarvarp austanvert við friðlandið, þar hafa Sjávarborgarbændur hlúð að kollu svo lengi sem elstu menn muna og jafnvel kippkorn lengur, varpið er bundið við hólma í vestari kvísl Héraðsvatna og þarf bát til að nytja svæðið. Þarna hafa kollur haft skjól um áratugi en undanfarin ár hafur varpið minnkað og þrátt fyrir vakt og vörslu nær skolli að trufla varpið annað hvort með aðkomu vestan að, eða austan og þá yfir kvíslar Héraðsvatna, svona hegðun refa var talin ómöguleg hér fyrr á tíðum en þetta eins og annað sýnir hvað skolli er snöggur að þróa veiðiaðferðir og finna leiðir til að komast að marki sínu. Í reglum um friðlönd segir að umferð fólks sé bönnuð frá 15.maí til 1.júli. enda er varp þá í fullum blóma og aðgátar þörf, hins vegar langar umhverfisbatteríinu að friða refinn innan á þessum tíma árs. Hann eigi að geta alið upp ungviði sitt óáreittur. Nú bregður svo við á í friðlandinu eru bústaðir refa. Ekki einn og ekki tveir. Þeir eru merktir gróflega á korti sem fylgir hér neðan við. Á þetta kort hafa bústaðir refa verið (gróflega) merktir inn með rauðu eog svo æðarvarp með grænu. Friðlandið er innan punktalínu. Þarna er eingöngu talin greni sem eru vestan Vatna, ekki þau sem eru í Hegranesi, þó að það sé staðfest að dýr hafi sótt yfir Vötnin til að krækja sér í æðaregg og kollu. Þarna myndu þá sækja æti foreldra af þrem til fjórum grenjum, sem samkvæmt vísitölu innihalda milli fimmtán til tuttugu og fimm hvolpa. Dæmi eru um það að fullorðin dýr beri heim fimmtán til tuttugu unga á dag auk eggja meðan þau standa til boða, þannig að framleiðsla friðlandsins á ungum myndi stórlega raskast og gerir það, miðað við næuverandi ástand, og trúlega næðist ekki að framleiða unga fyrir hvolpaflotann. Staðan er sú að fuglalífi hefur stórlega hrakað á þessu svæði, eins hefur dúntekja snarminnkað undafarin ár. Svo vitnað sé enn og einu sinni í eldri menn er svæðið ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig það var fyrir svona tíu árum. Dýrbítar og varnir gegn þeim Við endurskoðun á lögum um vilt dýr hafa verið hávær hróp um að ekki þurfi að veiða ref vegna þess að hann sé ekki að drepa fé og ekki liggi fyrir staðfest tjón bænda eða eins og segir í grein sem birtist í Fréttablaðinu “„Áður fyrr sóttu refirnir í nýfædd lömb eða fóru aftan í kindur þegar þær voru að bera.“ Þetta er að stórum hluta rétt, á sauðburði er stærstur hluti fjár inni við og lömb eru orðin nokkuð stálpuð þegar þeim er sleppt á tún , hvað þá til afrétta í lok júní. En einhverstaðar hefur gleymst að kenna þeim refum sem hafa lyst á lambakjöti að þetta sé ljót iðja. Refir drepa nefnilega á öðrum tímum árs, þó litlar fréttir berist af því, enda fáir sem eru fram til fjalla að fylgjast með þeim framgangi. Á hverju hausti eða seinnipart sumars berast fregnir að ám sem koma heim lamblausar og stundum særðar eftir dýrbít, lömbin sjást aldrei og ekki finnst af þeim tangur eða tetur. Núna haustið 2021 telst mér til að það vanti milli tuttugu og þrjátíu lömb af upprekstrarsvæði Deildar-og Unadals. Ég tek þetta svæði bara sem dæmi því að okkar fé gengur þær slóðir. Vitað er af kind sem kom bitin og lamblaus til bæja. Hér eru fáein dæmi: Í vor (2021) beit refur lömb á bænum Villinganesi, var hann skotinn við þá iðju. Að því stóðu þrír veiðimenn, sem keyrðu tugi kílómetra og vörðu tveimur nóttum í þá yfirlegu. Fyrir þetta fengu þeir saman greiddar 10.000 kr., fyrir þá sem kunna að sjá ofsjónum yfir uppgripum veiðimanna. Í september 2014 mætti ljót sjón gangnamönnum sem smöluðu Deildardal, einn af mörgum dölum austanvert í Skagafirði, ræflar af sjö lömbum fundust. Eitt kom sært til réttar, trúlega var dýrið sem olli þessu drepið ári seinna, ekki ver vitað hvort bíturinn hefur drepið meira en þetta var í gönguleið smalanna. Í október 2015 drap fullorðinn refur fullorðið fé í Viðvíkursveit, hann náði fimm haustlömbum áður en hann náðist. Haustið 2020 voru kindur á Ingveldarstöðum slasaðar af refum. Höfundur er deildarstjóri Rafvirkjunar- og bíltæknigreina hjá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun