„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. nóvember 2021 13:30 Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir tilviljun ráða því að Zack Mosbergsson líkist Mark Zuckerberg. Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbærið sem kallast Icelandverse. Á það að vera "raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna," og er þar ljóst að verið er að skjóta á hið svokallaða metaverse. Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir að hugmyndin að auglýsingu hafi fæðst fyrir um viku síðan, á svipuðum tíma og Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, áður Facebook, var með kynningu um nýjan sýndarveruleika. „Við vildum einfaldlega bara sýna fram á að það er hægt að upplifa ótrúlega hluti þótt þú sért ekki í neinum sýndarveruleika. Það eru til ótrúlegir hlutir bara í veruleikanum,“ segir Sveinn. „Viðbrögðin hafa í rauninni verið betri en við þorðum að vona, við áttum kannski von á að þetta myndi hitta í mark hjá ákveðnum hópi en þetta hefur farið miklu víðar en við þorðum að leyfa okkur að vona,“ segir Sveinn. Myndbandið var birt á vef Inspired by Iceland í gærmorgun og hálfum sólarhringi síðar var Mark Zuckerberg sjálfur búinn að sjá myndbandið. „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta og við sögðum að hann yrði bara sjálfur að koma til að upplifa Icelandverse,“ segir Sveinn og hlær. „Það mun náttúrulega dreifa þessu enn víðar og er bara skemmtilegur punktur inn í þessa sögu, að hann átti sig á því hvað um ræðir og taki þessu vel.“ Sveinn vill þó ekki meina að karakterinn í auglýsingunni byggi beint á Zuckerberg. „Eins og ég hef svo sem sagt, öll líkindi við persónur, lifandi eða dauðar, er tóm tilviljun,“ segir Sveinn. Þannig þetta er ekki Mark Zuckerberg? „Þetta er Zack Mosbergsson.“ Meta Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbærið sem kallast Icelandverse. Á það að vera "raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna," og er þar ljóst að verið er að skjóta á hið svokallaða metaverse. Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir að hugmyndin að auglýsingu hafi fæðst fyrir um viku síðan, á svipuðum tíma og Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, áður Facebook, var með kynningu um nýjan sýndarveruleika. „Við vildum einfaldlega bara sýna fram á að það er hægt að upplifa ótrúlega hluti þótt þú sért ekki í neinum sýndarveruleika. Það eru til ótrúlegir hlutir bara í veruleikanum,“ segir Sveinn. „Viðbrögðin hafa í rauninni verið betri en við þorðum að vona, við áttum kannski von á að þetta myndi hitta í mark hjá ákveðnum hópi en þetta hefur farið miklu víðar en við þorðum að leyfa okkur að vona,“ segir Sveinn. Myndbandið var birt á vef Inspired by Iceland í gærmorgun og hálfum sólarhringi síðar var Mark Zuckerberg sjálfur búinn að sjá myndbandið. „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta og við sögðum að hann yrði bara sjálfur að koma til að upplifa Icelandverse,“ segir Sveinn og hlær. „Það mun náttúrulega dreifa þessu enn víðar og er bara skemmtilegur punktur inn í þessa sögu, að hann átti sig á því hvað um ræðir og taki þessu vel.“ Sveinn vill þó ekki meina að karakterinn í auglýsingunni byggi beint á Zuckerberg. „Eins og ég hef svo sem sagt, öll líkindi við persónur, lifandi eða dauðar, er tóm tilviljun,“ segir Sveinn. Þannig þetta er ekki Mark Zuckerberg? „Þetta er Zack Mosbergsson.“
Meta Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49
Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01
Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent