Töpuðu naumlega annað kvöldið í röð í Staples Center Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 07:31 Eric Bledsoe skorar fyrir Los Angeles Clippers á móti Miami Heat í nótt. AP/Marcio Jose Sanchez Los Angeles Clippers hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir sigur á liði Miami Heat í æsispennandi leik. Paul George skoraði 27 stig þegar Los Angeles Clippers vann 112-109 sigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Clippers manna í röð. Reggie Jackson skoraði 22 stig og var öruggur á vítalínunni í lokin og Eric Bledsoe var með 21 stig. Down by as many as 17 PTS, Paul George leads the comeback to make it a 2-point game at the break!@MiamiHEAT 58@LAClippers 56Catch the second half on @NBATV! : https://t.co/E0TqX69c2f pic.twitter.com/HOeDL4FIaz— NBA (@NBA) November 12, 2021 Miami Heat var að spila í Staples Center í Los Angeles annað kvöldið í röð. Kvöldið áður tapaði liðið í framlengingu á móti Los Angeles Lakers en núna réðust úrslitin á síðustu sekúndunum þegar Miami töpuðu boltanum í lokasókn sinni. Miami náði sautján stiga forystu í leiknum en missti hana frá sér og varð því að sætta sig naumt tap í Los Angeles borg annað kvöldið í röð. Ben Adebayo var með 30 stig og 11 fráköst fyrir Miami, Kyle Lowry skoraði 25 stig og Tyler Herro var með 23 stig. Heat liðið lék án Jimmy Butler í leiknum en hann meiddist á móti Lakers kvöldið áður. Maxey with 33 PTS FVV with 32 PTS@TyreseMaxey and @FredVanVleet were dueling in Philly tonight pic.twitter.com/tsGjnUOcW8— NBA (@NBA) November 12, 2021 Kórónuveiran hefur farið illa með lið Philadelphia 76ers síðustu daga en liðið mætti enn á ný vængbrotið til leiks í 115-109 tapi á heimavelli á móti Toronto Raptors. Joel Embiid, Isaiah Joe og Matisse Thybulle eru allir frá keppni vegna veirunnar og þá er Seth Curry meiddur og svo Ben Simmons hvergi sjáanlegur. Tobias Harris snéri aftur eftir COVID-19 pásu og skoraði 19 stig. Tyrese Maxey var stigahæstur hjá Sixers með 33 stig. Fred VanVleet skoraði 32 stig fyrir Toronto liðið og alls sex þrista en Gary Trent Jr. var með 20 stig. Báðir skoruðu þeir þristar á síðustu sjötíu sekúndum leiksins. OG Anunoby var einnig með 20 stig. @MalcolmBrogdon7 gives the @Pacers 30 PTS and 9 REB in their win in on the road! pic.twitter.com/ExErx4nLYl— NBA (@NBA) November 12, 2021 Malcolm Brogdon skoraði 30 stig þegar Indiana Pacers vann 111-100 útisigur á Utah Jazz en þetta var fyrsta tap Utah liðsins á heimavelli á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 26 stig og Rudy Gobert var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Utah en voru líka báðir í hópi þeirra fjögurra leikmanna sem voru reknir út úr húsi í fjórða leikhlutanum. T.J. McConnell kom með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar inn af bekknum fyrir Indiana og Myles Turner var með 13 stig og 9 fráköst. Þetta var aðeins annar útisigur Pacers liðsins á tímabilinu. Turner var einn af þeim sem var rekinn út eftir læti og slagsmál við Gobert. FINAL SCORE THREAD Fred VanVleet and the @Raptors hold on for the road win in Philadelphia! Fred VanVleet: 32 PTS, 6 REB, 7 AST, 6 3PMOG Anunoby: 20 PTS, 4 REB, 4 ASTGary Trent Jr.: 20 PTS, 5 REB, 4 AST, 4 3PMTyrese Maxey: 33 PTS, 5 AST pic.twitter.com/BtIQE5kxhB— NBA (@NBA) November 12, 2021 NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Paul George skoraði 27 stig þegar Los Angeles Clippers vann 112-109 sigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Clippers manna í röð. Reggie Jackson skoraði 22 stig og var öruggur á vítalínunni í lokin og Eric Bledsoe var með 21 stig. Down by as many as 17 PTS, Paul George leads the comeback to make it a 2-point game at the break!@MiamiHEAT 58@LAClippers 56Catch the second half on @NBATV! : https://t.co/E0TqX69c2f pic.twitter.com/HOeDL4FIaz— NBA (@NBA) November 12, 2021 Miami Heat var að spila í Staples Center í Los Angeles annað kvöldið í röð. Kvöldið áður tapaði liðið í framlengingu á móti Los Angeles Lakers en núna réðust úrslitin á síðustu sekúndunum þegar Miami töpuðu boltanum í lokasókn sinni. Miami náði sautján stiga forystu í leiknum en missti hana frá sér og varð því að sætta sig naumt tap í Los Angeles borg annað kvöldið í röð. Ben Adebayo var með 30 stig og 11 fráköst fyrir Miami, Kyle Lowry skoraði 25 stig og Tyler Herro var með 23 stig. Heat liðið lék án Jimmy Butler í leiknum en hann meiddist á móti Lakers kvöldið áður. Maxey with 33 PTS FVV with 32 PTS@TyreseMaxey and @FredVanVleet were dueling in Philly tonight pic.twitter.com/tsGjnUOcW8— NBA (@NBA) November 12, 2021 Kórónuveiran hefur farið illa með lið Philadelphia 76ers síðustu daga en liðið mætti enn á ný vængbrotið til leiks í 115-109 tapi á heimavelli á móti Toronto Raptors. Joel Embiid, Isaiah Joe og Matisse Thybulle eru allir frá keppni vegna veirunnar og þá er Seth Curry meiddur og svo Ben Simmons hvergi sjáanlegur. Tobias Harris snéri aftur eftir COVID-19 pásu og skoraði 19 stig. Tyrese Maxey var stigahæstur hjá Sixers með 33 stig. Fred VanVleet skoraði 32 stig fyrir Toronto liðið og alls sex þrista en Gary Trent Jr. var með 20 stig. Báðir skoruðu þeir þristar á síðustu sjötíu sekúndum leiksins. OG Anunoby var einnig með 20 stig. @MalcolmBrogdon7 gives the @Pacers 30 PTS and 9 REB in their win in on the road! pic.twitter.com/ExErx4nLYl— NBA (@NBA) November 12, 2021 Malcolm Brogdon skoraði 30 stig þegar Indiana Pacers vann 111-100 útisigur á Utah Jazz en þetta var fyrsta tap Utah liðsins á heimavelli á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 26 stig og Rudy Gobert var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Utah en voru líka báðir í hópi þeirra fjögurra leikmanna sem voru reknir út úr húsi í fjórða leikhlutanum. T.J. McConnell kom með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar inn af bekknum fyrir Indiana og Myles Turner var með 13 stig og 9 fráköst. Þetta var aðeins annar útisigur Pacers liðsins á tímabilinu. Turner var einn af þeim sem var rekinn út eftir læti og slagsmál við Gobert. FINAL SCORE THREAD Fred VanVleet and the @Raptors hold on for the road win in Philadelphia! Fred VanVleet: 32 PTS, 6 REB, 7 AST, 6 3PMOG Anunoby: 20 PTS, 4 REB, 4 ASTGary Trent Jr.: 20 PTS, 5 REB, 4 AST, 4 3PMTyrese Maxey: 33 PTS, 5 AST pic.twitter.com/BtIQE5kxhB— NBA (@NBA) November 12, 2021
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira