Gögnin liggja fyrir Pétur G. Markan skrifar 12. nóvember 2021 07:00 Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, snúa bökum saman í þeirri viðleitni í umfjöllun í DV, þriðjudaginn 9. nóvember. Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði. En hvað um það. Siðmennt er góður vettvangur fyrir þá sem ekki finna trúna – góð gildi, fagurt mannlíf og heilbrigt og sjálfbært umhverfi er sameiginlegur flötur Þjóðkirkjunnar og Siðmenntar. Í kirkjum og söfnuðum þjóðkirkjunnar um land allt er blómlegt starf alla daga ársins. Á helgum og hátíðum er tónlistin farvegur iðkunar, samfélags og félagsauðs og á öllum hversdögum fer fram gróskumikið félags- og fræðslustarf fyrir börn og ungmenni, aldraða og syrgjendur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan sinnir síðan sálgæslu og hefur á umliðnum árum aukið til muna færni og þekkingu starfsfólks á því sviði. Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“ Þessar upplýsingar liggja fyrir, sjá hér: Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is) Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is) Í síðara skjalinu eru upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Enginn ágreiningur var, er eða hefur verið á milli ríkis og kirkju um að jarðirnar voru í eigu kirkjunnar. Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir. Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar. Enginn ágreiningur er milli ríkis og kirkju um að ríkið hefur yfirtekið allar þessar jarðir og samningur liggur fyrir um endurgjald ríkisins til kirkjunnar vegna þeirrar eignayfirfærslu. Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu. Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna. Sóknargjöldin eru síðan allt annar handleggur. Siggeir, framkvæmdarstjóri Siðmenntar er í svipaðri stöðu og sóknir þjóðkirkjunnar varðandi niðurskurð ríkisins á sóknargjöldunum. Reyndar rétti ríkið örlítið hlutinn um síðustu áramót, en betur má ef duga skal. Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Pétur G. Markan Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Að sá efasemdarfræjum virðist á stundum vera markmið í umræðunni til að afvegaleiða hana. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, snúa bökum saman í þeirri viðleitni í umfjöllun í DV, þriðjudaginn 9. nóvember. Þess má geta að í nokkur ár hefur félagið Siðmennt þegið „sóknargjöld“ frá ríkinu, í takt við þann fjölda félagsmanna sem tilheyrir Siðmennt. Það þýðir að Siggeir, sem framkvæmdastjóri Siðmenntar er þá að líkindum launaður með fjármagni beint úr ríkissjóði. En hvað um það. Siðmennt er góður vettvangur fyrir þá sem ekki finna trúna – góð gildi, fagurt mannlíf og heilbrigt og sjálfbært umhverfi er sameiginlegur flötur Þjóðkirkjunnar og Siðmenntar. Í kirkjum og söfnuðum þjóðkirkjunnar um land allt er blómlegt starf alla daga ársins. Á helgum og hátíðum er tónlistin farvegur iðkunar, samfélags og félagsauðs og á öllum hversdögum fer fram gróskumikið félags- og fræðslustarf fyrir börn og ungmenni, aldraða og syrgjendur í kirkjum landsins. Þjóðkirkjan sinnir síðan sálgæslu og hefur á umliðnum árum aukið til muna færni og þekkingu starfsfólks á því sviði. Siggeir og Björn Leví fjalla um kirkjujarðasamkomulagið og efast um að upplýsingar liggi fyrir. Til dæmis er haft eftir Siggeiri að þingmenn hafi í gegnum árin: „…reynt að fá upplýsingar um þessar kirkjujarðir…“ Þessar upplýsingar liggja fyrir, sjá hér: Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 (kirkjan.is) Kirkjueignir_a_Islandi_1597_1984_skrar.pdf (kirkjan.is) Í síðara skjalinu eru upptalningar á jörðunum öllum frá tímabilinu 1597-1984. Enginn ágreiningur var, er eða hefur verið á milli ríkis og kirkju um að jarðirnar voru í eigu kirkjunnar. Jarðirnar eru yfir sex hundruð talsins. Ein þeirra er landið allt sem byggir nú Garðabæ, önnur er Þingvellir. Það má segja að jarðirnar sem eru á sjöunda hundraðið, séu allar jarðir á landinu sem nú eru byggðar þéttbýlisstöðum. Nánast allar þeirra og auðvitað fleiri til, voru sem sagt í eigu kirkjunnar. Enginn ágreiningur er milli ríkis og kirkju um að ríkið hefur yfirtekið allar þessar jarðir og samningur liggur fyrir um endurgjald ríkisins til kirkjunnar vegna þeirrar eignayfirfærslu. Það endurgjald hefur frá árinu 1998 verið nýtt til greiðslu prestsþjónustunnar í landinu. Þeir félagar velta fyrir sér hvort þetta séu: „… óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar…“, en þeirri spurningu hefur einnig verið velt upp innan kirkjunnar, hvort þetta séu ekki einmitt mjög óhagstæðir samningar fyrir kirkjuna. Sóknargjöldin eru síðan allt annar handleggur. Siggeir, framkvæmdarstjóri Siðmenntar er í svipaðri stöðu og sóknir þjóðkirkjunnar varðandi niðurskurð ríkisins á sóknargjöldunum. Reyndar rétti ríkið örlítið hlutinn um síðustu áramót, en betur má ef duga skal. Í kirkjum landsins er unnið mikið líknarstarf, sálgæsluþjónusta veitt, barna- og æskulýðsstarf unnið sem og eldriborgarastarf. Tónlistarlífið í landinu væri á allt öðrum og verri stað ef ekki væri fyrir kirkjurnar, sem eru víðast hvar syngjandi af fólki á öllum aldri. Samstarf á þjóðkirkjan í nærumhverfi sínu. Prestar og djáknar vitja þjónustukjarna, leiða reglulegar helgistundir, koma að dánarbeðum á öllum tímum sólarhrings og eru vettvangur þess að við öll berum hvert annað á bænarörmum. Slíkt er öllum dýrmætt sem taka þátt, slíkt eykur félagsauðinn í samfélaginu öllu. Höfundur er biskupsritari.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar