„Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2021 20:05 Dr. Páll Einarsson, jarðvísindamaður. Vísir/Vilhelm Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að það fari ekki á milli mála að jarðskjálftinn sem reið yfir Suðurlandið í dag hafi verið Suðurlandsskjálfti, en ekki tengdur Heklu. Þetta sagði Páll í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna varðandi skjálftann sem reið yfir Suðurlandi í dag. Hann var 5,2 að stærð og voru upptök hans ekki langt frá Heklu. Því beindust margra augu að því hvort að Hekla væri farin að láta á sér kræla. „Þetta er svolítið vandræðalegur staður, það er víst alveg rétt. Þarna mætast tvö virk belti. Annars vegar er eldgosabelti fyrir austan. Hins vegar er það skjálftabeltið úr vestri. Þau stingast þarna saman þannig að þegar kemur skjálfti á þessu svæði þá er maður ekki alveg viss til að byrja með. Er þetta Suðurlandsskjálftabeltið sem er að láta til sín taka eða er þetta eldstöðin fyrir austan að láta til sín heyra?“ sagði Páll. Sagði hann að í þetta sinn færi það ekkert á milli mála. „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki. Þetta er beint suður af Heklu þannig að mönnum dettur óneitanlega Hekla í hug, það er óhjákvæmilegt þegar maður er nálægt Heklu. En það er margt sem bendir til þess að það séu ekki tengsl þar á milli,“ sagði Páll. Sagði hann að ef Hekla væri að fara gjósa væri óvenjulegt ef svo stjór skjálfti væri undanfari þess. „Byrjanir á Heklugosum eru yfirleitt mjög lítið áberandi á skjáltamælum. Skjálftarnir eru yfirleitt frekar litlir, þeir byrja þétt. Það sem er hins vegar erfitt er það að aðdragandinn að Heklugosum er mjög stuttur. Um leið og það byrja að koma skjálftar í Heklu sjálfri þurfa menn að athuga sinn gang því að það líður kannski ekki nema korter eða hálftími þangað til að gos kemur upp úr Heklu,“ sagði Páll. Enginn gosórói hafi mælst. „Það er ekkert slíkt, enda er þessi skjálfti átta kílómetrum fyrir sunnan Heklu þannig að hann er ekkert í Heklu sjálfri.“ Eldgos og jarðhræringar Vísindi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þetta sagði Páll í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna varðandi skjálftann sem reið yfir Suðurlandi í dag. Hann var 5,2 að stærð og voru upptök hans ekki langt frá Heklu. Því beindust margra augu að því hvort að Hekla væri farin að láta á sér kræla. „Þetta er svolítið vandræðalegur staður, það er víst alveg rétt. Þarna mætast tvö virk belti. Annars vegar er eldgosabelti fyrir austan. Hins vegar er það skjálftabeltið úr vestri. Þau stingast þarna saman þannig að þegar kemur skjálfti á þessu svæði þá er maður ekki alveg viss til að byrja með. Er þetta Suðurlandsskjálftabeltið sem er að láta til sín taka eða er þetta eldstöðin fyrir austan að láta til sín heyra?“ sagði Páll. Sagði hann að í þetta sinn færi það ekkert á milli mála. „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki. Þetta er beint suður af Heklu þannig að mönnum dettur óneitanlega Hekla í hug, það er óhjákvæmilegt þegar maður er nálægt Heklu. En það er margt sem bendir til þess að það séu ekki tengsl þar á milli,“ sagði Páll. Sagði hann að ef Hekla væri að fara gjósa væri óvenjulegt ef svo stjór skjálfti væri undanfari þess. „Byrjanir á Heklugosum eru yfirleitt mjög lítið áberandi á skjáltamælum. Skjálftarnir eru yfirleitt frekar litlir, þeir byrja þétt. Það sem er hins vegar erfitt er það að aðdragandinn að Heklugosum er mjög stuttur. Um leið og það byrja að koma skjálftar í Heklu sjálfri þurfa menn að athuga sinn gang því að það líður kannski ekki nema korter eða hálftími þangað til að gos kemur upp úr Heklu,“ sagði Páll. Enginn gosórói hafi mælst. „Það er ekkert slíkt, enda er þessi skjálfti átta kílómetrum fyrir sunnan Heklu þannig að hann er ekkert í Heklu sjálfri.“
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02
Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20
Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29