„Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2021 20:05 Dr. Páll Einarsson, jarðvísindamaður. Vísir/Vilhelm Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að það fari ekki á milli mála að jarðskjálftinn sem reið yfir Suðurlandið í dag hafi verið Suðurlandsskjálfti, en ekki tengdur Heklu. Þetta sagði Páll í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna varðandi skjálftann sem reið yfir Suðurlandi í dag. Hann var 5,2 að stærð og voru upptök hans ekki langt frá Heklu. Því beindust margra augu að því hvort að Hekla væri farin að láta á sér kræla. „Þetta er svolítið vandræðalegur staður, það er víst alveg rétt. Þarna mætast tvö virk belti. Annars vegar er eldgosabelti fyrir austan. Hins vegar er það skjálftabeltið úr vestri. Þau stingast þarna saman þannig að þegar kemur skjálfti á þessu svæði þá er maður ekki alveg viss til að byrja með. Er þetta Suðurlandsskjálftabeltið sem er að láta til sín taka eða er þetta eldstöðin fyrir austan að láta til sín heyra?“ sagði Páll. Sagði hann að í þetta sinn færi það ekkert á milli mála. „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki. Þetta er beint suður af Heklu þannig að mönnum dettur óneitanlega Hekla í hug, það er óhjákvæmilegt þegar maður er nálægt Heklu. En það er margt sem bendir til þess að það séu ekki tengsl þar á milli,“ sagði Páll. Sagði hann að ef Hekla væri að fara gjósa væri óvenjulegt ef svo stjór skjálfti væri undanfari þess. „Byrjanir á Heklugosum eru yfirleitt mjög lítið áberandi á skjáltamælum. Skjálftarnir eru yfirleitt frekar litlir, þeir byrja þétt. Það sem er hins vegar erfitt er það að aðdragandinn að Heklugosum er mjög stuttur. Um leið og það byrja að koma skjálftar í Heklu sjálfri þurfa menn að athuga sinn gang því að það líður kannski ekki nema korter eða hálftími þangað til að gos kemur upp úr Heklu,“ sagði Páll. Enginn gosórói hafi mælst. „Það er ekkert slíkt, enda er þessi skjálfti átta kílómetrum fyrir sunnan Heklu þannig að hann er ekkert í Heklu sjálfri.“ Eldgos og jarðhræringar Vísindi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þetta sagði Páll í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir stöðuna varðandi skjálftann sem reið yfir Suðurlandi í dag. Hann var 5,2 að stærð og voru upptök hans ekki langt frá Heklu. Því beindust margra augu að því hvort að Hekla væri farin að láta á sér kræla. „Þetta er svolítið vandræðalegur staður, það er víst alveg rétt. Þarna mætast tvö virk belti. Annars vegar er eldgosabelti fyrir austan. Hins vegar er það skjálftabeltið úr vestri. Þau stingast þarna saman þannig að þegar kemur skjálfti á þessu svæði þá er maður ekki alveg viss til að byrja með. Er þetta Suðurlandsskjálftabeltið sem er að láta til sín taka eða er þetta eldstöðin fyrir austan að láta til sín heyra?“ sagði Páll. Sagði hann að í þetta sinn færi það ekkert á milli mála. „Þetta er skjálftabeltið sem er þarna að verki. Þetta er beint suður af Heklu þannig að mönnum dettur óneitanlega Hekla í hug, það er óhjákvæmilegt þegar maður er nálægt Heklu. En það er margt sem bendir til þess að það séu ekki tengsl þar á milli,“ sagði Páll. Sagði hann að ef Hekla væri að fara gjósa væri óvenjulegt ef svo stjór skjálfti væri undanfari þess. „Byrjanir á Heklugosum eru yfirleitt mjög lítið áberandi á skjáltamælum. Skjálftarnir eru yfirleitt frekar litlir, þeir byrja þétt. Það sem er hins vegar erfitt er það að aðdragandinn að Heklugosum er mjög stuttur. Um leið og það byrja að koma skjálftar í Heklu sjálfri þurfa menn að athuga sinn gang því að það líður kannski ekki nema korter eða hálftími þangað til að gos kemur upp úr Heklu,“ sagði Páll. Enginn gosórói hafi mælst. „Það er ekkert slíkt, enda er þessi skjálfti átta kílómetrum fyrir sunnan Heklu þannig að hann er ekkert í Heklu sjálfri.“
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02 Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20 Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hvorki tjón né slys á fólki vegna skjálftans tilkynnt til lögreglu Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir jarðskjálftann, sem reið yfir á öðrum tímanum eftir hádegi í dag og var af stærðinni 5,2, hafa fundist vel á Selfossi og víðar. Ekki hafi borist tilkynningar um tjón eða slys til lögreglu. 11. nóvember 2021 17:02
Ekki grunur um að gos sé í vændum en Hekla undir smásjá Ekki er talin hætta á að Hekla muni gjósa eftir að jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir Suðurlandið í dag. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lokið fundi sínum um skjálftann og telja hann ekki tengjast Heklu beint. 11. nóvember 2021 16:20
Skjálfti af stærð 5,2 fannst vel víða á Suðvesturhorninu Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir klukkan 13:21 og fannst hann vel á nær öllu suðvesturhorni landsins. Fyrstu mælingar Veðurstofu sýna að hann hafi verið af stærðinni 4,8 en sú tala hefur nú verið uppfærð. Skjálftinn átti upptök sín um 1,9 km Suðvestur af Vatnafjöllum. 11. nóvember 2021 13:29