Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Vestri 92-81 | Góð byrjun gestanna dugði ekki til Ísak Óli Traustason skrifar 11. nóvember 2021 23:17 Tindastóll vann góðan sigur gegn Vestra í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll fékk Vestra í heimsókn í Síkið í kvöld. Vestri byrjaði leikinn mun betur en Tindastóll komu sér aftur inn í leikinn og sigruðu að lokum. Lokatölur 92 -81. Vestri byrjaði leikinn af krafti og leiddu með 11 stigum að loknum fyrsta leikhluta, 18 – 29. Tindastóll kom sér inn í leikinn í þriðja leikhluta og unnu hann einnig með 11 stiga mun og staðan var því jöfn í hálfleik, 45 – 45. Marko Jurica, leikmaður Vestra, var sjóðandi heitur fyrir aftan þriggja stiga línuna með 12 stig í hálfleik, allt þriggja stiga körfur. Tindastóll mætti öflugt til leiks í þriðja leikhluta og sköpuðu sér fimm stiga forrustu sem þeir létu ekki af hendi í loka fjórðungi leiksins og sigruðu að lokum með 11 stiga mun eftir góðan fjórða leikhluta. Vestri voru þó aldrei langt undan og hótuðu að koma með áhlaup undir lokin, en munurinn var of mikill og sigur heimamanna staðreynd. Af hverju vann Tindastóll? Eftir brösótta byrjun þá fór vélin að malla hjá Stólunum og var það varnarleikur þeirra sem kom þeim inn í leikinn, þeir fóru að fá auðveldar körfur eftir tapaða bolta hjá Vestra. Sóknarleikur Vestra striðnaði upp eftir fyrsta leikhluta og endar liðið einugis með 13 stoðsendigar sem lið í leiknum. Tindastóll skora 50 stig inn í teig hjá Vestra og vinna einnig frákastabarráttuna þar sem þeir skora svo 19 stig eftir sóknarfráköst. Breiddin hjá Tindastól var góð og þeir fá 27 stig frá bekknum í kvöld á móti 8 hjá Vestra. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Tindastól voru margir að leggja í púkkið, fimm leikmenn liðsins skora yfir 10 stig hér í kvöld. Javon Bess, leikmaður Tindastóls, hefur átt betri daga fyrir utan þriggja stiga línuna en hann var illviðráðanlegur af millifærinu og kláraði nokkur sniðskot vel og Tindastóll vinnur mínúturnar með hann inn á vellinum með 15 stigum. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls kom sterkur inn af bekknum með 18 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar og klikkaði ekki á skoti utan af velli. Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Taiwo Badmus voru báðir með 13 stig og 8 fráköst fyrir heimamenn. Hjá gestunum var Julio Calver öflugur með 22 stig og 11 fráköst. Marko Jurica var heitur í fyrri hálfleik en kólnaði í þeim seinni. Ken – Jah Bosley var stigahæsti maður vallarins með 22 stig. Hvað hefði betur mátt fara? Þegar að Vestri fékk á sig áhlaup þá stirðnaði sóknarleikur þeirra upp. Þeir tapa 15 boltum og þurfa að draga úr því í næstum leikjum. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Stjörnuna á meðan að Vestri fær Grindavík í heimsókn. Pétur Már Sigurðsson: Framkvæmdin sóknarlega var erfið hjá okkur Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, segir liðið hafa sýnt ágætis frammistöðu þrátt fyrir tap í kvöld.Vísir/Eyþór „Við sýndum fína frammistöðu á köflum,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra eftir leik. Pétur var súr með að hafa tapað leiknum og sagði að „það hefur verið svona höfuðverkurinn hjá okkur í restina af leikjum að við erum ekki að spila sóknina okkar mjög flæðandi eða að leita af “miss-matchi” þar sem við viljum það.“ „Þeir spila agressíft, þetta var harður leikur, erfitt að koma sér í einhverja stöðu.“ Pétur benti á þá staðreynd að Tindastóll skora skora 15 stig út frá töpuðum boltum Vestra og 19 stig upp úr sóknarfráköstum og bætti við að „þessi leikur stemmdi í það að vera frekar harður, línan var þannig að það voru miklar snertingar leyfðar. Það er bara allt í lagi, þá kom í ljós þessi munur á liðunum í gegn um tapaða bolta og sóknarfráköst.“ Aðspurður út í árangur liðsins í byrjun tímabilsins sagði Pétur að „ég hef kannski miklu meiri trú á strákunum heldur en margir aðrir og þetta kemur ekkert á óvart. En við þurfum að geta sett okkur í þá stöðu að eiga séns á því að klára þessa leiki. Það eru allt of margir leikir sem við verðum rosalega flatir síðustu 5 mínúturnar.“ Pétur sagði að lið sitt hefði orðið flatt í þriðja leikhluta en var samt ánægður með þá staðreynd að þeir voru að þvinga Tindastól í stopp. „Þetta eru second change körfur hjá þeim,“ sagði Pétur og bætti við að „framkvæmdin sóknarlega var erfið hjá okkur.“ Pétur segist taka margt jákvætt úr þessum leik en bætir við að sitt lið verði að geta klárað þessa leiki. „Það er gaman að spila körfubolta, við förum í hvern leik til þess að reyna að vinna og gera okkar besta og sýna góða frammistöðu,“ sagði Pétur að lokum. Pétur Rúnar: Við náðum að kveikja á okkur í vörninni Pétur Rúnar Birgisson var ánægður með sigur liðsins í kvöld. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við koma svolítið flatir út og spilum fyrsta leikhlutann flatir en vörnin í restina af leiknum var flott, kannski fyrir utan síðustu þrjár mínútur leiksins þar sem þeir skora svolítið mikið en fyrst og fremst flottur sigur,“ sagði Pétur. Tindastólsliðið komst aftur inn í leikin á góðri vörn. „Við náðum að kveikja á okkur í vörninni og fengum auðveldar körfur, sem gerir þetta miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Pétur. Tindastóll hefur unnið fimm leiki af sex það sem af er tímabili og er Pétur ánægður með byrjunina en bætir við að „það má gera betur í ýmsum leikjum en það er samt flott að vera búnir að vinna fimm leiki og við byggjum ofan á þetta.“ Pétur Rúnar er að aðlagast nýju hlutverki í Tindastólsliðinu og kemur inn af bekknum þetta tímabilið. Hann skilaði góðu framlagi í kvöld og er ánægður með þetta nýja hlutverk og bætir við að lokum að liðið þurfi að byggja ofan á það sem það er að gera og halda áfram á þessari leið sem það er. Subway-deild karla Tindastóll Vestri
Tindastóll fékk Vestra í heimsókn í Síkið í kvöld. Vestri byrjaði leikinn mun betur en Tindastóll komu sér aftur inn í leikinn og sigruðu að lokum. Lokatölur 92 -81. Vestri byrjaði leikinn af krafti og leiddu með 11 stigum að loknum fyrsta leikhluta, 18 – 29. Tindastóll kom sér inn í leikinn í þriðja leikhluta og unnu hann einnig með 11 stiga mun og staðan var því jöfn í hálfleik, 45 – 45. Marko Jurica, leikmaður Vestra, var sjóðandi heitur fyrir aftan þriggja stiga línuna með 12 stig í hálfleik, allt þriggja stiga körfur. Tindastóll mætti öflugt til leiks í þriðja leikhluta og sköpuðu sér fimm stiga forrustu sem þeir létu ekki af hendi í loka fjórðungi leiksins og sigruðu að lokum með 11 stiga mun eftir góðan fjórða leikhluta. Vestri voru þó aldrei langt undan og hótuðu að koma með áhlaup undir lokin, en munurinn var of mikill og sigur heimamanna staðreynd. Af hverju vann Tindastóll? Eftir brösótta byrjun þá fór vélin að malla hjá Stólunum og var það varnarleikur þeirra sem kom þeim inn í leikinn, þeir fóru að fá auðveldar körfur eftir tapaða bolta hjá Vestra. Sóknarleikur Vestra striðnaði upp eftir fyrsta leikhluta og endar liðið einugis með 13 stoðsendigar sem lið í leiknum. Tindastóll skora 50 stig inn í teig hjá Vestra og vinna einnig frákastabarráttuna þar sem þeir skora svo 19 stig eftir sóknarfráköst. Breiddin hjá Tindastól var góð og þeir fá 27 stig frá bekknum í kvöld á móti 8 hjá Vestra. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Tindastól voru margir að leggja í púkkið, fimm leikmenn liðsins skora yfir 10 stig hér í kvöld. Javon Bess, leikmaður Tindastóls, hefur átt betri daga fyrir utan þriggja stiga línuna en hann var illviðráðanlegur af millifærinu og kláraði nokkur sniðskot vel og Tindastóll vinnur mínúturnar með hann inn á vellinum með 15 stigum. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls kom sterkur inn af bekknum með 18 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar og klikkaði ekki á skoti utan af velli. Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Taiwo Badmus voru báðir með 13 stig og 8 fráköst fyrir heimamenn. Hjá gestunum var Julio Calver öflugur með 22 stig og 11 fráköst. Marko Jurica var heitur í fyrri hálfleik en kólnaði í þeim seinni. Ken – Jah Bosley var stigahæsti maður vallarins með 22 stig. Hvað hefði betur mátt fara? Þegar að Vestri fékk á sig áhlaup þá stirðnaði sóknarleikur þeirra upp. Þeir tapa 15 boltum og þurfa að draga úr því í næstum leikjum. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir Stjörnuna á meðan að Vestri fær Grindavík í heimsókn. Pétur Már Sigurðsson: Framkvæmdin sóknarlega var erfið hjá okkur Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, segir liðið hafa sýnt ágætis frammistöðu þrátt fyrir tap í kvöld.Vísir/Eyþór „Við sýndum fína frammistöðu á köflum,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra eftir leik. Pétur var súr með að hafa tapað leiknum og sagði að „það hefur verið svona höfuðverkurinn hjá okkur í restina af leikjum að við erum ekki að spila sóknina okkar mjög flæðandi eða að leita af “miss-matchi” þar sem við viljum það.“ „Þeir spila agressíft, þetta var harður leikur, erfitt að koma sér í einhverja stöðu.“ Pétur benti á þá staðreynd að Tindastóll skora skora 15 stig út frá töpuðum boltum Vestra og 19 stig upp úr sóknarfráköstum og bætti við að „þessi leikur stemmdi í það að vera frekar harður, línan var þannig að það voru miklar snertingar leyfðar. Það er bara allt í lagi, þá kom í ljós þessi munur á liðunum í gegn um tapaða bolta og sóknarfráköst.“ Aðspurður út í árangur liðsins í byrjun tímabilsins sagði Pétur að „ég hef kannski miklu meiri trú á strákunum heldur en margir aðrir og þetta kemur ekkert á óvart. En við þurfum að geta sett okkur í þá stöðu að eiga séns á því að klára þessa leiki. Það eru allt of margir leikir sem við verðum rosalega flatir síðustu 5 mínúturnar.“ Pétur sagði að lið sitt hefði orðið flatt í þriðja leikhluta en var samt ánægður með þá staðreynd að þeir voru að þvinga Tindastól í stopp. „Þetta eru second change körfur hjá þeim,“ sagði Pétur og bætti við að „framkvæmdin sóknarlega var erfið hjá okkur.“ Pétur segist taka margt jákvætt úr þessum leik en bætir við að sitt lið verði að geta klárað þessa leiki. „Það er gaman að spila körfubolta, við förum í hvern leik til þess að reyna að vinna og gera okkar besta og sýna góða frammistöðu,“ sagði Pétur að lokum. Pétur Rúnar: Við náðum að kveikja á okkur í vörninni Pétur Rúnar Birgisson var ánægður með sigur liðsins í kvöld. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við koma svolítið flatir út og spilum fyrsta leikhlutann flatir en vörnin í restina af leiknum var flott, kannski fyrir utan síðustu þrjár mínútur leiksins þar sem þeir skora svolítið mikið en fyrst og fremst flottur sigur,“ sagði Pétur. Tindastólsliðið komst aftur inn í leikin á góðri vörn. „Við náðum að kveikja á okkur í vörninni og fengum auðveldar körfur, sem gerir þetta miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Pétur. Tindastóll hefur unnið fimm leiki af sex það sem af er tímabili og er Pétur ánægður með byrjunina en bætir við að „það má gera betur í ýmsum leikjum en það er samt flott að vera búnir að vinna fimm leiki og við byggjum ofan á þetta.“ Pétur Rúnar er að aðlagast nýju hlutverki í Tindastólsliðinu og kemur inn af bekknum þetta tímabilið. Hann skilaði góðu framlagi í kvöld og er ánægður með þetta nýja hlutverk og bætir við að lokum að liðið þurfi að byggja ofan á það sem það er að gera og halda áfram á þessari leið sem það er.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti