„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2021 23:30 Kyle Rittenhouse brotnaði saman er hann svaraði spurningum verjenda síns. Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. Þetta er á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Rittenhouse í réttarhöldunum yfir honum sem fara fram þessa dagana í Bandaríkjunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Kyle Rittenhouse í dómsal í dag.Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Hann var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að vera flytja skotvopn milli ríkja, verandi undir lögaldri. Rittenhouse hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Sagðist hafa verið að beita sjálfsvörn Í vitnisburðinum reyndi Rittenhouse að mála þá mynd að hann hefði verið á staðnum til að aðstoða aðra og til þess að reyna að slökkva elda sem höfðu verið kveiktir í mótmælunum. Hann hafi aðeins notað skotvopnið þegar á hann var ráðist. „Ég gerði ekkert rangt, ég var að verja sjálfan mig,“ sagði hinn átján ára Rittenhouse. Saksóknarar drógu þó upp aðra mynd af Rittenhouse, og sögðu hann hafa mætt með byssuna til þess að nota hana. Hann hafi verið sjálfskipaður löggæslumaður sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera til þess að stöðva þann sem var að ráðast á mig“, sagði Rittenhouse þegar saksóknarinn í málinu spurði hann út í atburði kvöldsins. „Með því að drepa þá?,“ spurði saksóknarinn. „Tveir af þeim létust en ég kom í veg fyrir að þeir réðust á mig“, svaraði Rittenhouse. Framan af vitnisburðinum var Rittenhouse yfirvegaður en þegar lögmaður hans spurði hann út í hvað hafi orðið til þess að hann hafi skotið Joseph Rosenbaum til bana, brotnaði Rittenhouse saman. Myndband af því má sjá hér að ofan. Talið er að réttarhöldin muni taka tvær vikur. Saksóknarar í málinu hafa verið sagðir í vandræðum í réttarsal, þar sem þeim hafi hingað til gengið illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt áður en hann skaut mennina til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Rittenhouse í réttarhöldunum yfir honum sem fara fram þessa dagana í Bandaríkjunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Kyle Rittenhouse í dómsal í dag.Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Hann var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að vera flytja skotvopn milli ríkja, verandi undir lögaldri. Rittenhouse hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Sagðist hafa verið að beita sjálfsvörn Í vitnisburðinum reyndi Rittenhouse að mála þá mynd að hann hefði verið á staðnum til að aðstoða aðra og til þess að reyna að slökkva elda sem höfðu verið kveiktir í mótmælunum. Hann hafi aðeins notað skotvopnið þegar á hann var ráðist. „Ég gerði ekkert rangt, ég var að verja sjálfan mig,“ sagði hinn átján ára Rittenhouse. Saksóknarar drógu þó upp aðra mynd af Rittenhouse, og sögðu hann hafa mætt með byssuna til þess að nota hana. Hann hafi verið sjálfskipaður löggæslumaður sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera til þess að stöðva þann sem var að ráðast á mig“, sagði Rittenhouse þegar saksóknarinn í málinu spurði hann út í atburði kvöldsins. „Með því að drepa þá?,“ spurði saksóknarinn. „Tveir af þeim létust en ég kom í veg fyrir að þeir réðust á mig“, svaraði Rittenhouse. Framan af vitnisburðinum var Rittenhouse yfirvegaður en þegar lögmaður hans spurði hann út í hvað hafi orðið til þess að hann hafi skotið Joseph Rosenbaum til bana, brotnaði Rittenhouse saman. Myndband af því má sjá hér að ofan. Talið er að réttarhöldin muni taka tvær vikur. Saksóknarar í málinu hafa verið sagðir í vandræðum í réttarsal, þar sem þeim hafi hingað til gengið illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt áður en hann skaut mennina til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55
Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42
Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45
Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36
Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38