Starfsmenn kalla eftir afsögn Arnórs Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. nóvember 2021 23:20 Arnór virðist ekki vinsæll meðal starfsliðs síns. vísir/vilhelm Starfsmenn Menntamálastofnunar sendu frá sér ályktun til menntamálaráðuneytisins í gær þar sem kallað er eftir afsögn forstjóra stofnunarinnar. Yfir 80 prósent starfsmanna sem greiddu atkvæði á starfsmannafundi í gær samþykktu ályktunina. Í frumdrögum áhættumats sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins er dregin upp afar slæm mynd af yfirstjórn og forstjóra Menntamálastofnunar, Arnóri Guðmundssyni. Drögin voru kynnt fyrir starfsmönnum í gær en þar segir að við sjö af ellefu þáttum í matinu ríki óviðunandi aðstæður sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Í yfirlýsingu sem Arnór sendi á fjölmiðla í dag dregur hann undan vinnubrögðum og framsetningu mannauðsfyrirtækisins og segir það „ekki standast eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu“, eins og hann orðar það. Þá segir hann góðar vonir um að fljótt megi ráða bót á vandamálunum í nánu samstarfi við starfsfólk. Þetta er þó í hrópandi ósamræmi við ályktun sem trúnaðarmenn vinnustaðarins sendu á menntamálaráðuneytið eftir fund með starfsliðinu í gær. Þar segjast starfsmennirnir ekki geta treyst Arnóri til að leiða úrbætur á vinnustaðnum og þess krafist að hann víki frá störfum. Ályktun sem starfsfólk Menntamálastofnunar sendi á Arnór og menntamálaráðuneytið í gær.vísir/vilhelm 75 prósent starfsliðsins greiddi atkvæði um ályktunina á fundinum og greiddu rúmlega 83 prósent þeirra atkvæði með henni. Vandamál frá upphafi Óánægja starfsmanna með Arnór hefur lengi verið vandamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Í ofan á lag hefur uppsögn Arnórs á starfsmanni stofnunarinnar árið 2017 verið dæmd ólögmæt af héraðsdómi og varð ríkið að greiða starfsmanninum 9 milljónir króna vegna málsins. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Í frumdrögum áhættumats sem mannauðsfyrirtækið Auðna framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuneytisins er dregin upp afar slæm mynd af yfirstjórn og forstjóra Menntamálastofnunar, Arnóri Guðmundssyni. Drögin voru kynnt fyrir starfsmönnum í gær en þar segir að við sjö af ellefu þáttum í matinu ríki óviðunandi aðstæður sem nauðsynlegt sé að bregðast við án tafar. Í yfirlýsingu sem Arnór sendi á fjölmiðla í dag dregur hann undan vinnubrögðum og framsetningu mannauðsfyrirtækisins og segir það „ekki standast eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu“, eins og hann orðar það. Þá segir hann góðar vonir um að fljótt megi ráða bót á vandamálunum í nánu samstarfi við starfsfólk. Þetta er þó í hrópandi ósamræmi við ályktun sem trúnaðarmenn vinnustaðarins sendu á menntamálaráðuneytið eftir fund með starfsliðinu í gær. Þar segjast starfsmennirnir ekki geta treyst Arnóri til að leiða úrbætur á vinnustaðnum og þess krafist að hann víki frá störfum. Ályktun sem starfsfólk Menntamálastofnunar sendi á Arnór og menntamálaráðuneytið í gær.vísir/vilhelm 75 prósent starfsliðsins greiddi atkvæði um ályktunina á fundinum og greiddu rúmlega 83 prósent þeirra atkvæði með henni. Vandamál frá upphafi Óánægja starfsmanna með Arnór hefur lengi verið vandamál. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í sumar segir til dæmis að kvartað hafi verið yfir eineltismálum þar allt frá stofnun Menntamálastofnunar, árið 2015. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru það mál þar sem Arnór er sakaður um einelti. Í ofan á lag hefur uppsögn Arnórs á starfsmanni stofnunarinnar árið 2017 verið dæmd ólögmæt af héraðsdómi og varð ríkið að greiða starfsmanninum 9 milljónir króna vegna málsins.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent