Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 12:00 Teikning af því hvernig svarhol og sólstjarna í NGC 1850-stjörnuþyrpingunni gæti litið út. Stjörnurnar í kringum svartholið fyrir miðri myndinni virðast bjagaðar vegna þyngdaráhrifa þess. ESO/M. Kornmesser Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. Svartholið fannst með því að leita að þyngdaráhrifum á stjörnur í nágrenni þess í NGC 1850 stjörnuþyrpingunni í Stóra Magellanskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þyrpingin er í um það bil 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Vísindamennirnir notuðu litrófsmæli á VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle til þess að fylgjast með þúsundum stjarna í stjörnuþyrpingunni. Þeir kembdu síðan gögnin í leit að hreyfingum stjarna sem gætu bent til þess að svarhol leyndist á milli þeirra. Í ljós kom tiltölulega „lítið“ svarhol, um ellefu sinnum massameira en sólin okkar. Það fannst vegna þyngdaráhrifa þess á stjörnu sem er um fimmfalt stærri en sólin, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Eina leiðin til að finna flest svarthol Svarhol af þessari stærð utan Vetrarbrautarinnar finnast yfirleitt með röntgengeislun sem berst frá þeim þegar efni fellur inn í þau eða með svonefndum þyngdarbylgjum. Fæst þeirra er þó hægt að finna með þeim hætti. Stefan Dreizler frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi sem tók þátt í uppgötvuninni segir að flest svarthol af þessu tagi finnist aðeins með því að kanna áhrif þeirra á hreyfingar annarra fyrirbæra. „Þegar þau mynda sólkerfi með stjörnu hafa þau áhrif á hreyfingar hennar á smávægilegan en þó greinanlegan hátt þannig að við getum fundið þau með háþróuðum tækjum,“ segir hann. Hjálpar til við að skilja þróun svarthola Aldrei áður hefur tekist að finna svarthol í ungri stjörnuþyrpingu en NGC 1850 er aðeins um hundrað milljón ára gömul, kornung á stjarnfræðilegan mælikvarða. Vonir standa til að hægt verði að nota aðferðina til þess finna fleiri ung svarthol. Þannig verði hægt að varpa frekara ljósi á hvernig svarthol þróast með tímanum. Með því að bera þau saman við eldri og stærri svarthol gætu stjarnvísindamenn skilið betur hvernig þau stækka með þ´vi að nærast á stjörnum eða renna saman við önnur svarthol. Þegar ELT-sjónauki ESO verður tekin í notkun síðar á þessum áratug ættu vísindamenn að geta fundið enn fleiri svarhol sem nú eru hulin mönnum. „Hann mun gera okkur kleift að fylgjast með stjörnum sem eru töluvert daufari á sama sjónsviði auk þess að leita að svartholum í vetrarbrautaþyrpingum sem eru miklu lengra í burtu,“ segir Sara Saracino frá Stjarneðlisrannsóknastofnun John Moores-háskóla í Liverpool á Englandi sem fór fyrir hópnum sem fann svartholið. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06 Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Svartholið fannst með því að leita að þyngdaráhrifum á stjörnur í nágrenni þess í NGC 1850 stjörnuþyrpingunni í Stóra Magellanskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þyrpingin er í um það bil 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Vísindamennirnir notuðu litrófsmæli á VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle til þess að fylgjast með þúsundum stjarna í stjörnuþyrpingunni. Þeir kembdu síðan gögnin í leit að hreyfingum stjarna sem gætu bent til þess að svarhol leyndist á milli þeirra. Í ljós kom tiltölulega „lítið“ svarhol, um ellefu sinnum massameira en sólin okkar. Það fannst vegna þyngdaráhrifa þess á stjörnu sem er um fimmfalt stærri en sólin, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Eina leiðin til að finna flest svarthol Svarhol af þessari stærð utan Vetrarbrautarinnar finnast yfirleitt með röntgengeislun sem berst frá þeim þegar efni fellur inn í þau eða með svonefndum þyngdarbylgjum. Fæst þeirra er þó hægt að finna með þeim hætti. Stefan Dreizler frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi sem tók þátt í uppgötvuninni segir að flest svarthol af þessu tagi finnist aðeins með því að kanna áhrif þeirra á hreyfingar annarra fyrirbæra. „Þegar þau mynda sólkerfi með stjörnu hafa þau áhrif á hreyfingar hennar á smávægilegan en þó greinanlegan hátt þannig að við getum fundið þau með háþróuðum tækjum,“ segir hann. Hjálpar til við að skilja þróun svarthola Aldrei áður hefur tekist að finna svarthol í ungri stjörnuþyrpingu en NGC 1850 er aðeins um hundrað milljón ára gömul, kornung á stjarnfræðilegan mælikvarða. Vonir standa til að hægt verði að nota aðferðina til þess finna fleiri ung svarthol. Þannig verði hægt að varpa frekara ljósi á hvernig svarthol þróast með tímanum. Með því að bera þau saman við eldri og stærri svarthol gætu stjarnvísindamenn skilið betur hvernig þau stækka með þ´vi að nærast á stjörnum eða renna saman við önnur svarthol. Þegar ELT-sjónauki ESO verður tekin í notkun síðar á þessum áratug ættu vísindamenn að geta fundið enn fleiri svarhol sem nú eru hulin mönnum. „Hann mun gera okkur kleift að fylgjast með stjörnum sem eru töluvert daufari á sama sjónsviði auk þess að leita að svartholum í vetrarbrautaþyrpingum sem eru miklu lengra í burtu,“ segir Sara Saracino frá Stjarneðlisrannsóknastofnun John Moores-háskóla í Liverpool á Englandi sem fór fyrir hópnum sem fann svartholið.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06 Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06
Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40