Arnór gerir athugasemdir við vinnubrögð Auðnast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2021 14:00 Arnór Guðmundsson var skipaður forstjóri Menntamálstofnunar í annað skiptið sumarið 2020. Vísir/vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, gerir athugasemdir við áhættumat mannauðsfyrirtækisins Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar. Í áhættumatinu, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, fær Menntamálastofnun falleinkunn í sjö af ellefu áhættuþáttum. Þá segist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór segir í tilkynningu til fjölmiðla að við fyrstu sýn virðist honum sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Þá spili fjöldi þátta inn í slæma starfsánægju. Stofnunin starfi innan þröngra fjárheimilda og upplýsingagjöf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Yfirlýsingu Arnórs má sjá að neðan. Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk. Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í áhættumatinu, sem Fréttablaðið greindi frá í morgun, fær Menntamálastofnun falleinkunn í sjö af ellefu áhættuþáttum. Þá segist helmingur starfsfólks telja sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Arnór segir í tilkynningu til fjölmiðla að við fyrstu sýn virðist honum sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Þá spili fjöldi þátta inn í slæma starfsánægju. Stofnunin starfi innan þröngra fjárheimilda og upplýsingagjöf mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. Yfirlýsingu Arnórs má sjá að neðan. Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk.
Menntamálastofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfsánægju hjá Menntamálastofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar almennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjárheimilda. Þá hefur upplýsingagjöf ráðuneytis varðandi framhald tímabundinna verkefna skapað umtalsverðar áskoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta ásamt yfirstandandi heimsfaraldi og öðrum ástæðum, sem óþarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnarhætti, starfsanda, og leiðrétta það sem aflaga hefur farið innan þeirra marka sem fjárlög og starfsheimildir setja. Stofnunin mun að sjálfsögðu taka sanngjarnt tillit til viðhorfa starfsmanna í þessum efnum og leggur áherslu á að endurvinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfsanda hjá stofnuninni og fyrri árangursmælingar hafa sýnt fram á. Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um áhættumat Auðnast á starfsumhverfi Menntamálastofnunar skal áréttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnubrögð, framsetning og ályktanir Auðnast standist í mörgum atriðum ekki faglegar og eðlilegar kröfur um nærgætni, hófsemd og stillingu við úrvinnslu mála af þessum toga. Loks skal áréttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vandamálum sem uppi eru í nánu samstarfi við starfsfólk.
Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Tengdar fréttir Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02 Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Mun ekki tjá sig um MMS en málin í „algjörum forgangi“ Mennta- og menningarmálaráðuneytið segir að mál sem varði stjórnun Menntamálastofnunar séu í „algjörum forgangi“ innan ráðuneytisins. Ráðherrann vill þó ekki tjá sig um þau fyrr en meðferð þeirra verður lokið. 10. nóvember 2021 12:02
Svört mynd dregin upp af stjórnarháttum innan MMS Yfirstjórn Menntamálastofnunar og forstjórinn, Arnór Guðmundsson, fá falleinkunn í áhættumati sem mannauðsfyrirtækið Auðnast framkvæmdi að beiðni menntamálaráðuráðuneytisins. 10. nóvember 2021 07:05