Þungavigtin: Ítarlegri læknisskoðun hjá Val en Werder Bremen Þungavigtin skrifar 10. nóvember 2021 14:31 Alla þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Aron Jóhannsson segist hafa farið í gegnum umfangsmikla læknisskoðun áður en hann skrifaði undir samning við Val. Það sé að vissu leyti skiljanlegt eftir tíma hans hjá Werder Bremen í Þýskalandi. Aron ræddi um þetta í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þessi markaskorari, sem fagnar 31 árs afmæli í dag, skrifaði undir samning við Val á dögunum eftir að hafa síðast leikið knattspyrnu með Lech Poznan í Póllandi. „Þetta var held ég meiri læknisskoðun en ég fór í hjá Werder Bremen. Þetta var alvöru dæmi þarna hjá þeim. Að vissu leyti skil ég það alveg. Þegar maður hugsar um þetta þá er svolítill meiðslastimpill settur á mig,“ segir Aron en hluta viðtalsins við hann má heyra hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Aron og læknisskoðun Vals Þessi uppaldi Fjölnismaður skoraði fjölda marka fyrir AGF í Danmörku og AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann var keyptur til þýska félagsins Werder Bremen árið 2015 fyrir fimm milljónir evra. Þar settu meiðsli risastórt strik í reikninginn: „Í Bremen spilaði ég 30 leiki á fjórum árum, en ég held að ég hafi samt bara glímt við þrenn meiðsli á þeim tíma. Ég er ekki að togna eða sömu meiðsli að endurtaka sig endalaust. Þetta eru ekki hnémeiðsli. Bara óþægileg meiðsli sem að menn vissu ekki hvað ætti að gera í,“ segir Aron og bætir við: „Ég lenti í tæklingu í Bremen á ökklann á mér, fór í einhvern skanna og átti að vera frá keppni í 3-4 vikur en endaði á að vera frá í 11 mánuði, því þeir vissu bara ekki hvað þetta var. Ef ég hef ekki lent í einhverri svona svakalegri óheppni þá hef ég verið þokkalega góður.“ Aron lék svo með Hammarby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra áður en hann gekk í raðir Lech Poznan þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann axlarbrotnaði hins vegar í ágúst og fékk í kjölfarið samningi sínum við pólska félagið rift og flutti heim til Íslands, þar sem hann samdi svo við Valsmenn. Viðtalið við Aron og alla þætti Þungavigtarinnar má heyra á tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Aron ræddi um þetta í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þessi markaskorari, sem fagnar 31 árs afmæli í dag, skrifaði undir samning við Val á dögunum eftir að hafa síðast leikið knattspyrnu með Lech Poznan í Póllandi. „Þetta var held ég meiri læknisskoðun en ég fór í hjá Werder Bremen. Þetta var alvöru dæmi þarna hjá þeim. Að vissu leyti skil ég það alveg. Þegar maður hugsar um þetta þá er svolítill meiðslastimpill settur á mig,“ segir Aron en hluta viðtalsins við hann má heyra hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Aron og læknisskoðun Vals Þessi uppaldi Fjölnismaður skoraði fjölda marka fyrir AGF í Danmörku og AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann var keyptur til þýska félagsins Werder Bremen árið 2015 fyrir fimm milljónir evra. Þar settu meiðsli risastórt strik í reikninginn: „Í Bremen spilaði ég 30 leiki á fjórum árum, en ég held að ég hafi samt bara glímt við þrenn meiðsli á þeim tíma. Ég er ekki að togna eða sömu meiðsli að endurtaka sig endalaust. Þetta eru ekki hnémeiðsli. Bara óþægileg meiðsli sem að menn vissu ekki hvað ætti að gera í,“ segir Aron og bætir við: „Ég lenti í tæklingu í Bremen á ökklann á mér, fór í einhvern skanna og átti að vera frá keppni í 3-4 vikur en endaði á að vera frá í 11 mánuði, því þeir vissu bara ekki hvað þetta var. Ef ég hef ekki lent í einhverri svona svakalegri óheppni þá hef ég verið þokkalega góður.“ Aron lék svo með Hammarby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra áður en hann gekk í raðir Lech Poznan þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann axlarbrotnaði hins vegar í ágúst og fékk í kjölfarið samningi sínum við pólska félagið rift og flutti heim til Íslands, þar sem hann samdi svo við Valsmenn. Viðtalið við Aron og alla þætti Þungavigtarinnar má heyra á tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira